"Þeir hjá Disney eru búnir að bjóða mér mjög spennandi og stóran samning“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 12:15 „Það er svo margt spennandi að gerast hjá Disney að ég er á fullu núna að reyna að taka upp eins mikið og ég get áður en ég fer aftur út til þeirra í janúar með nýtt „show“,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme. Hér fyrir neðan má sjá nýtt lag sem Greta var að gefa út. Um er að ræða ábreiðu af laginu Halo sem Beyoncé gerði frægt og hljómsveitin Hjaltalín hefur einnig sett í sína útsetningu. „Útsetningin inniheldur bara raddir og strengi og er upphitun fyrir næstu smáskífu sem kemur út í byrjun janúar,“ segir Greta en lagið tók hún upp hjá Disney í nóvember. Ný plata er svo væntanleg frá Gretu á nýju ári en hún er ekki unnin í samstarfi við Disney. „En ég mun samnýta efnið af henni og „show“-ið mitt úti auk þess sem þeir selja hana.“Greta fór til Bandaríkjanna þann 4. júlí á þessu ári og hefur síðan þá verið að skemmta á skemmtiferðaskipi Disney. Hún kom heim til Íslands 14. nóvember en í janúar heldur hún á ný á vit ævintýranna. „Ég fer til Denver í Colorado 8. janúar til að koma fram sem gestaspilari á jazztónleikum auk þess að koma fram í sjónvarpsþættinum The Everyday Show. Þar á eftir fer ég til Flórída þar sem samningurinn minn byrjar 16. janúar. Þeir hjá Disney eru svo búnir að bjóða mér mjög spennandi og stóran samning fyrir næsta sumar,“ segir Greta sem má ekkert meira segja um samninginn enda ekki búin að skrifa undir. Tónlist Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 „Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Tónlistarkonan Greta Salóme er búin að skemmta á skemmtiferðaskipi Disney síðan 4. júlí. Hún segir þetta að mörgu leyti vera „besta gigg í heimi.“ 13. október 2014 12:30 Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Það er svo margt spennandi að gerast hjá Disney að ég er á fullu núna að reyna að taka upp eins mikið og ég get áður en ég fer aftur út til þeirra í janúar með nýtt „show“,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme. Hér fyrir neðan má sjá nýtt lag sem Greta var að gefa út. Um er að ræða ábreiðu af laginu Halo sem Beyoncé gerði frægt og hljómsveitin Hjaltalín hefur einnig sett í sína útsetningu. „Útsetningin inniheldur bara raddir og strengi og er upphitun fyrir næstu smáskífu sem kemur út í byrjun janúar,“ segir Greta en lagið tók hún upp hjá Disney í nóvember. Ný plata er svo væntanleg frá Gretu á nýju ári en hún er ekki unnin í samstarfi við Disney. „En ég mun samnýta efnið af henni og „show“-ið mitt úti auk þess sem þeir selja hana.“Greta fór til Bandaríkjanna þann 4. júlí á þessu ári og hefur síðan þá verið að skemmta á skemmtiferðaskipi Disney. Hún kom heim til Íslands 14. nóvember en í janúar heldur hún á ný á vit ævintýranna. „Ég fer til Denver í Colorado 8. janúar til að koma fram sem gestaspilari á jazztónleikum auk þess að koma fram í sjónvarpsþættinum The Everyday Show. Þar á eftir fer ég til Flórída þar sem samningurinn minn byrjar 16. janúar. Þeir hjá Disney eru svo búnir að bjóða mér mjög spennandi og stóran samning fyrir næsta sumar,“ segir Greta sem má ekkert meira segja um samninginn enda ekki búin að skrifa undir.
Tónlist Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 „Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Tónlistarkonan Greta Salóme er búin að skemmta á skemmtiferðaskipi Disney síðan 4. júlí. Hún segir þetta að mörgu leyti vera „besta gigg í heimi.“ 13. október 2014 12:30 Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00
„Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Tónlistarkonan Greta Salóme er búin að skemmta á skemmtiferðaskipi Disney síðan 4. júlí. Hún segir þetta að mörgu leyti vera „besta gigg í heimi.“ 13. október 2014 12:30