Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júní 2014 09:00 Greta Salóme Stefánsdóttir mun búa á skemmtiferðarskipinu Disney Dream á næstunni. Vísir/Valli „Þetta er samningur við Disney um að vera svokallað „solo act“ á Disney Dream-skipinu þeirra. Ég er ótrúlega spennt og það er þvílíkur heiður fyrir mig að fá að koma og spila mitt eigið efni,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir sem hefur gert samning við Disney. Hún kemur fram á einu stærsta skemmtiferðaskipi Disney-fyrirtækisins sem kallast Disney Dream en það tekur um 4.000 farþega og siglir á milli Flórída og Bahama-eyja. „Þetta hefur í raun staðið til síðan í apríl. Ég er hjá bandarískri umboðsskrifstofu, Mike Moloney Entertainment, sem er í Las Vegas og þeir sendu Disney efnið mitt og í kjölfarið fékk ég samning upp á tvo mánuði,“ segir Greta Salóme spurð út í ferlið.Disney Dream-skipið er engin Akraborg og er eitt stærsta skip Disney.Vísir/GettyHún mun spila og syngja sitt eigið efni tvisvar á dag í hálftíma í senn víðs vegar um skipið. „Skipið siglir tvær siglingar í viku og ég skemmti sex daga vikunnar, þannig að þetta er mjög þægilegur vinnutími. Það er líka svakaleg rækt um borð þannig að maður ætti að geta haldið sér í formi,“ bætir Greta Salóme við létt í lundu, enda mikil íþróttamanneskja. Aðspurð um hvort samningurinn gefi ekki einnig vel í aðra hönd segir Greta Salóme; „Þetta eru góðar tekjur sem maður getur ekki sagt nei við. Þetta er líka gott á ferilskrána.“ Fyrir utan Disney er hún með mörg járn í eldinum. „Ég fer út í júlí og kem heim um miðjan september. Ég er líka að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands og vinna í nýju efni, þannig að það er nóg framundan.“ Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Þetta er samningur við Disney um að vera svokallað „solo act“ á Disney Dream-skipinu þeirra. Ég er ótrúlega spennt og það er þvílíkur heiður fyrir mig að fá að koma og spila mitt eigið efni,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir sem hefur gert samning við Disney. Hún kemur fram á einu stærsta skemmtiferðaskipi Disney-fyrirtækisins sem kallast Disney Dream en það tekur um 4.000 farþega og siglir á milli Flórída og Bahama-eyja. „Þetta hefur í raun staðið til síðan í apríl. Ég er hjá bandarískri umboðsskrifstofu, Mike Moloney Entertainment, sem er í Las Vegas og þeir sendu Disney efnið mitt og í kjölfarið fékk ég samning upp á tvo mánuði,“ segir Greta Salóme spurð út í ferlið.Disney Dream-skipið er engin Akraborg og er eitt stærsta skip Disney.Vísir/GettyHún mun spila og syngja sitt eigið efni tvisvar á dag í hálftíma í senn víðs vegar um skipið. „Skipið siglir tvær siglingar í viku og ég skemmti sex daga vikunnar, þannig að þetta er mjög þægilegur vinnutími. Það er líka svakaleg rækt um borð þannig að maður ætti að geta haldið sér í formi,“ bætir Greta Salóme við létt í lundu, enda mikil íþróttamanneskja. Aðspurð um hvort samningurinn gefi ekki einnig vel í aðra hönd segir Greta Salóme; „Þetta eru góðar tekjur sem maður getur ekki sagt nei við. Þetta er líka gott á ferilskrána.“ Fyrir utan Disney er hún með mörg járn í eldinum. „Ég fer út í júlí og kem heim um miðjan september. Ég er líka að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands og vinna í nýju efni, þannig að það er nóg framundan.“
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira