Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júní 2014 09:00 Greta Salóme Stefánsdóttir mun búa á skemmtiferðarskipinu Disney Dream á næstunni. Vísir/Valli „Þetta er samningur við Disney um að vera svokallað „solo act“ á Disney Dream-skipinu þeirra. Ég er ótrúlega spennt og það er þvílíkur heiður fyrir mig að fá að koma og spila mitt eigið efni,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir sem hefur gert samning við Disney. Hún kemur fram á einu stærsta skemmtiferðaskipi Disney-fyrirtækisins sem kallast Disney Dream en það tekur um 4.000 farþega og siglir á milli Flórída og Bahama-eyja. „Þetta hefur í raun staðið til síðan í apríl. Ég er hjá bandarískri umboðsskrifstofu, Mike Moloney Entertainment, sem er í Las Vegas og þeir sendu Disney efnið mitt og í kjölfarið fékk ég samning upp á tvo mánuði,“ segir Greta Salóme spurð út í ferlið.Disney Dream-skipið er engin Akraborg og er eitt stærsta skip Disney.Vísir/GettyHún mun spila og syngja sitt eigið efni tvisvar á dag í hálftíma í senn víðs vegar um skipið. „Skipið siglir tvær siglingar í viku og ég skemmti sex daga vikunnar, þannig að þetta er mjög þægilegur vinnutími. Það er líka svakaleg rækt um borð þannig að maður ætti að geta haldið sér í formi,“ bætir Greta Salóme við létt í lundu, enda mikil íþróttamanneskja. Aðspurð um hvort samningurinn gefi ekki einnig vel í aðra hönd segir Greta Salóme; „Þetta eru góðar tekjur sem maður getur ekki sagt nei við. Þetta er líka gott á ferilskrána.“ Fyrir utan Disney er hún með mörg járn í eldinum. „Ég fer út í júlí og kem heim um miðjan september. Ég er líka að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands og vinna í nýju efni, þannig að það er nóg framundan.“ Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
„Þetta er samningur við Disney um að vera svokallað „solo act“ á Disney Dream-skipinu þeirra. Ég er ótrúlega spennt og það er þvílíkur heiður fyrir mig að fá að koma og spila mitt eigið efni,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir sem hefur gert samning við Disney. Hún kemur fram á einu stærsta skemmtiferðaskipi Disney-fyrirtækisins sem kallast Disney Dream en það tekur um 4.000 farþega og siglir á milli Flórída og Bahama-eyja. „Þetta hefur í raun staðið til síðan í apríl. Ég er hjá bandarískri umboðsskrifstofu, Mike Moloney Entertainment, sem er í Las Vegas og þeir sendu Disney efnið mitt og í kjölfarið fékk ég samning upp á tvo mánuði,“ segir Greta Salóme spurð út í ferlið.Disney Dream-skipið er engin Akraborg og er eitt stærsta skip Disney.Vísir/GettyHún mun spila og syngja sitt eigið efni tvisvar á dag í hálftíma í senn víðs vegar um skipið. „Skipið siglir tvær siglingar í viku og ég skemmti sex daga vikunnar, þannig að þetta er mjög þægilegur vinnutími. Það er líka svakaleg rækt um borð þannig að maður ætti að geta haldið sér í formi,“ bætir Greta Salóme við létt í lundu, enda mikil íþróttamanneskja. Aðspurð um hvort samningurinn gefi ekki einnig vel í aðra hönd segir Greta Salóme; „Þetta eru góðar tekjur sem maður getur ekki sagt nei við. Þetta er líka gott á ferilskrána.“ Fyrir utan Disney er hún með mörg járn í eldinum. „Ég fer út í júlí og kem heim um miðjan september. Ég er líka að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands og vinna í nýju efni, þannig að það er nóg framundan.“
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira