Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júní 2014 09:00 Greta Salóme Stefánsdóttir mun búa á skemmtiferðarskipinu Disney Dream á næstunni. Vísir/Valli „Þetta er samningur við Disney um að vera svokallað „solo act“ á Disney Dream-skipinu þeirra. Ég er ótrúlega spennt og það er þvílíkur heiður fyrir mig að fá að koma og spila mitt eigið efni,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir sem hefur gert samning við Disney. Hún kemur fram á einu stærsta skemmtiferðaskipi Disney-fyrirtækisins sem kallast Disney Dream en það tekur um 4.000 farþega og siglir á milli Flórída og Bahama-eyja. „Þetta hefur í raun staðið til síðan í apríl. Ég er hjá bandarískri umboðsskrifstofu, Mike Moloney Entertainment, sem er í Las Vegas og þeir sendu Disney efnið mitt og í kjölfarið fékk ég samning upp á tvo mánuði,“ segir Greta Salóme spurð út í ferlið.Disney Dream-skipið er engin Akraborg og er eitt stærsta skip Disney.Vísir/GettyHún mun spila og syngja sitt eigið efni tvisvar á dag í hálftíma í senn víðs vegar um skipið. „Skipið siglir tvær siglingar í viku og ég skemmti sex daga vikunnar, þannig að þetta er mjög þægilegur vinnutími. Það er líka svakaleg rækt um borð þannig að maður ætti að geta haldið sér í formi,“ bætir Greta Salóme við létt í lundu, enda mikil íþróttamanneskja. Aðspurð um hvort samningurinn gefi ekki einnig vel í aðra hönd segir Greta Salóme; „Þetta eru góðar tekjur sem maður getur ekki sagt nei við. Þetta er líka gott á ferilskrána.“ Fyrir utan Disney er hún með mörg járn í eldinum. „Ég fer út í júlí og kem heim um miðjan september. Ég er líka að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands og vinna í nýju efni, þannig að það er nóg framundan.“ Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Þetta er samningur við Disney um að vera svokallað „solo act“ á Disney Dream-skipinu þeirra. Ég er ótrúlega spennt og það er þvílíkur heiður fyrir mig að fá að koma og spila mitt eigið efni,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir sem hefur gert samning við Disney. Hún kemur fram á einu stærsta skemmtiferðaskipi Disney-fyrirtækisins sem kallast Disney Dream en það tekur um 4.000 farþega og siglir á milli Flórída og Bahama-eyja. „Þetta hefur í raun staðið til síðan í apríl. Ég er hjá bandarískri umboðsskrifstofu, Mike Moloney Entertainment, sem er í Las Vegas og þeir sendu Disney efnið mitt og í kjölfarið fékk ég samning upp á tvo mánuði,“ segir Greta Salóme spurð út í ferlið.Disney Dream-skipið er engin Akraborg og er eitt stærsta skip Disney.Vísir/GettyHún mun spila og syngja sitt eigið efni tvisvar á dag í hálftíma í senn víðs vegar um skipið. „Skipið siglir tvær siglingar í viku og ég skemmti sex daga vikunnar, þannig að þetta er mjög þægilegur vinnutími. Það er líka svakaleg rækt um borð þannig að maður ætti að geta haldið sér í formi,“ bætir Greta Salóme við létt í lundu, enda mikil íþróttamanneskja. Aðspurð um hvort samningurinn gefi ekki einnig vel í aðra hönd segir Greta Salóme; „Þetta eru góðar tekjur sem maður getur ekki sagt nei við. Þetta er líka gott á ferilskrána.“ Fyrir utan Disney er hún með mörg járn í eldinum. „Ég fer út í júlí og kem heim um miðjan september. Ég er líka að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands og vinna í nýju efni, þannig að það er nóg framundan.“
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira