Hálfur milljarður til viðhalds flugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2014 20:22 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til aukningu framlaga til ýmissa málaflokka upp á einn og hálfan milljarð króna, til viðbótar við þá aukningu framlaga sem ríkisstjórnin lagði til í vikunni. Mestu munar um hálfan milljarð til viðhalds flugvalla innanlands. Ríkisstjórnin lagði til aukin framlög til nokkurra málaflokka upp á rúma 2,1 milljarð á fjárlögum næsta árs eins og greint var frá í vikunni, aðallega til heilbrigðis- og menntamála. Fjárlaganefnd hefur undanfarna daga farið yfir fjárlagafrumvarpið og í dag skilaði meirihluti nefndarinnar inn tillögum sínum. „Stóru tíðindin eru þau að fjárlaganefnd fékk svigrúm. Við erum að auka í gjöldin upp á rúmlega einn og hálfan milljarð sem nefnd. Því það er jú okkar hlutverk að taka á móti sveitarfélögum og öðrum gestum á haustin og fram á vetur,“ segir Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar. Samanlagðar tillögur meirihluta fjárlaganefndar og ríkisstjórnar gera því ráð fyrir að útgjöld ríkisins á næsta ári verði aukin um hátt í fjóra milljarða umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Lítið sem ekkert fjármagn hefur fengist til rekstrar og viðhalds flugvalla innanlands á undanförnum árum, m.a. til stækkunar flughlaðs á Akureyrarflugvelli. En nú verður breyting þar á því Isavia fær ríflega það sem beðið er um í fjárlögum næsta árs. „Og ber þar hæst að við ætlum að leggja pening í það að fara í stórkostlegar endurbætur á flugvöllum úti á landi. Við leggjum til 170 milljón króna hærra framlag til Vegagerðarinnar,“ segir Vigdís. Um 500 milljónir fara til viðhalds flugvalla og 300 milljónir til ljósleiðaravæðingar landsbyggðarinnar. Þá verða framlög til rannsókna á ferðamannastöðum aukin um 60 milljónir, Bændaskólans á Hvanneyri um 55 milljónir, Kvikmyndasjóðs um 50 milljónir, sem og framlög til hjúkrunarheimila og kirkjunnar. Framlög til hafnarinnar í Þorlákshöfn og Háskólans á Hólum aukast 40 milljónir, háskólans á Akureyri um 30 milljónir, til skattrannsókna um 26 milljónir og Miðstöð foreldra og barna, Íslenska óperan og fangelsin á Sogni og Litla hrauni fá aukin framlög upp á 20 milljónir króna hver. Gangið þið eitthvað á þann afgang sem lagt var upp með? „Nei. Hann minnkaði örlítið afgangurinn hjá okkur. En við einmitt vorum með það markmið í fjárlagavinnunni að það yrði ekki gengið á þennan afgang. Það er ákveðið „signal“ sem við erum að senda að eyðslan fari ekki með fjárlögin í mínus,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til aukningu framlaga til ýmissa málaflokka upp á einn og hálfan milljarð króna, til viðbótar við þá aukningu framlaga sem ríkisstjórnin lagði til í vikunni. Mestu munar um hálfan milljarð til viðhalds flugvalla innanlands. Ríkisstjórnin lagði til aukin framlög til nokkurra málaflokka upp á rúma 2,1 milljarð á fjárlögum næsta árs eins og greint var frá í vikunni, aðallega til heilbrigðis- og menntamála. Fjárlaganefnd hefur undanfarna daga farið yfir fjárlagafrumvarpið og í dag skilaði meirihluti nefndarinnar inn tillögum sínum. „Stóru tíðindin eru þau að fjárlaganefnd fékk svigrúm. Við erum að auka í gjöldin upp á rúmlega einn og hálfan milljarð sem nefnd. Því það er jú okkar hlutverk að taka á móti sveitarfélögum og öðrum gestum á haustin og fram á vetur,“ segir Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar. Samanlagðar tillögur meirihluta fjárlaganefndar og ríkisstjórnar gera því ráð fyrir að útgjöld ríkisins á næsta ári verði aukin um hátt í fjóra milljarða umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Lítið sem ekkert fjármagn hefur fengist til rekstrar og viðhalds flugvalla innanlands á undanförnum árum, m.a. til stækkunar flughlaðs á Akureyrarflugvelli. En nú verður breyting þar á því Isavia fær ríflega það sem beðið er um í fjárlögum næsta árs. „Og ber þar hæst að við ætlum að leggja pening í það að fara í stórkostlegar endurbætur á flugvöllum úti á landi. Við leggjum til 170 milljón króna hærra framlag til Vegagerðarinnar,“ segir Vigdís. Um 500 milljónir fara til viðhalds flugvalla og 300 milljónir til ljósleiðaravæðingar landsbyggðarinnar. Þá verða framlög til rannsókna á ferðamannastöðum aukin um 60 milljónir, Bændaskólans á Hvanneyri um 55 milljónir, Kvikmyndasjóðs um 50 milljónir, sem og framlög til hjúkrunarheimila og kirkjunnar. Framlög til hafnarinnar í Þorlákshöfn og Háskólans á Hólum aukast 40 milljónir, háskólans á Akureyri um 30 milljónir, til skattrannsókna um 26 milljónir og Miðstöð foreldra og barna, Íslenska óperan og fangelsin á Sogni og Litla hrauni fá aukin framlög upp á 20 milljónir króna hver. Gangið þið eitthvað á þann afgang sem lagt var upp með? „Nei. Hann minnkaði örlítið afgangurinn hjá okkur. En við einmitt vorum með það markmið í fjárlagavinnunni að það yrði ekki gengið á þennan afgang. Það er ákveðið „signal“ sem við erum að senda að eyðslan fari ekki með fjárlögin í mínus,“ segir Vigdís Hauksdóttir.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira