Innlent

Kveikti eld við Kópavogskirkju til heiðurs Baldri

Bjarki Ármannsson skrifar
Maðurinn var búinn að slökkva eldinn þegar lögreglu bar að garði.
Maðurinn var búinn að slökkva eldinn þegar lögreglu bar að garði. Vísir/Stefán
Lögregla fékk á tólfta tímanum í gær tilkynningu um mann sem hafði kveikt eld nærri Kópavogskirkju. Maðurinn var búinn að slökkva eldinn er lögreglumenn komu á vettvang en hann sagðist vera ásatrúar og að hann hafi verið að iðka trú sína, að því er kemur fram í skýrslu lögreglu. Eldurinn hafi verið til heiðurs goðinu Baldri.

Þá var sextán ára drengur handtekinn í Mosfellsbæ í gær fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumanni og vistaður á lögreglustöð þar til móðir hans sótti hann. Drengurinn var einn nokkurra unglinga sem lögregla hafði afskipti af eftir að sautján ára drengur fékk spark í höfuðið og fleiri áverka. Hann var fluttur í sjúkrabifreið á slysadeild og er málið í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×