Mesta sig síðan mælingar hófust Hjörtur Hjartarson skrifar 6. september 2014 19:30 Yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað um 15 metra í miðju öskjunnar en þetta kom í ljós í eftirlitsflugi í gær. Þetta er mesta sig sem mælst hefur frá upphafi. Engin merki eru hinsvegar um að eldgos sé að hefjast á þessum slóðum. Virknin í eldgosinu í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær en þó er krafturinn heldur minni í gossprungunni sem myndaðist í gær. Hraunstraumur er enn töluverður og færist hann fram um 40-50 metra á klukkustund. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings má reikna með að hraunið verði komið í Jökulsá á Fjöllum eftir um það sólarhring. Vísindamenn sem funduðu í dag óttast ekki að hraunið komi til með að breyta farvegi fljótsins með afgerandi hætti. „Það sem við getum búist við að gerist er að þegar að hrauntaumurinn mætir ánni þá getum við átt von á gufusprengingum sem hafa þá staðbundin áhrif á svæðinu. Auðvitað getur það gerst að hraunstraumurinn fari þarna um og hafi staðbundin áhrif á jökulsánna en búumst ekki við að þau áhrif verði mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu ÍslandsÍ eftirlitsflugi í gær kom í ljós að yfirborð Bárðarbungu hefur sigið um 15 metra í umbrotunum undanfarið. „Askjan virðist hafa sigið um 15 metra og við teljum að það sem hafi gerst er að gólfið hafi verið að síga í umbrotunum undanfarnar þrjár vikur samfara þessari miklu skjálftavirkni sem við höfum verið að mæla.“ Kristín segir að engin merki séu um eldgos í öskjunni eða aukinn jarðhita. Líkurnar á gosi hafi hinsvegar aukist með þessum jarðhræringum. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í gær og í dag. „Hún helst þarna aðeins undir sporði Dyngjujökuls en svo mælum við ennþá þessa stóru skjálfta. Við erum að mæla einn til tvo um og yfir fimm í Bárðabunguöskjunni. Þeir eru líklega tengdir þessari aflögun á öskjunni og þessu mikla sigi sem við höfum verið að mæla,“ segir Kristín. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri áfram lokað að undanskildum þeim níu vísindamönnum sem voru þar að störfum í dag. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Sjá meira
Yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað um 15 metra í miðju öskjunnar en þetta kom í ljós í eftirlitsflugi í gær. Þetta er mesta sig sem mælst hefur frá upphafi. Engin merki eru hinsvegar um að eldgos sé að hefjast á þessum slóðum. Virknin í eldgosinu í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær en þó er krafturinn heldur minni í gossprungunni sem myndaðist í gær. Hraunstraumur er enn töluverður og færist hann fram um 40-50 metra á klukkustund. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings má reikna með að hraunið verði komið í Jökulsá á Fjöllum eftir um það sólarhring. Vísindamenn sem funduðu í dag óttast ekki að hraunið komi til með að breyta farvegi fljótsins með afgerandi hætti. „Það sem við getum búist við að gerist er að þegar að hrauntaumurinn mætir ánni þá getum við átt von á gufusprengingum sem hafa þá staðbundin áhrif á svæðinu. Auðvitað getur það gerst að hraunstraumurinn fari þarna um og hafi staðbundin áhrif á jökulsánna en búumst ekki við að þau áhrif verði mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu ÍslandsÍ eftirlitsflugi í gær kom í ljós að yfirborð Bárðarbungu hefur sigið um 15 metra í umbrotunum undanfarið. „Askjan virðist hafa sigið um 15 metra og við teljum að það sem hafi gerst er að gólfið hafi verið að síga í umbrotunum undanfarnar þrjár vikur samfara þessari miklu skjálftavirkni sem við höfum verið að mæla.“ Kristín segir að engin merki séu um eldgos í öskjunni eða aukinn jarðhita. Líkurnar á gosi hafi hinsvegar aukist með þessum jarðhræringum. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í gær og í dag. „Hún helst þarna aðeins undir sporði Dyngjujökuls en svo mælum við ennþá þessa stóru skjálfta. Við erum að mæla einn til tvo um og yfir fimm í Bárðabunguöskjunni. Þeir eru líklega tengdir þessari aflögun á öskjunni og þessu mikla sigi sem við höfum verið að mæla,“ segir Kristín. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri áfram lokað að undanskildum þeim níu vísindamönnum sem voru þar að störfum í dag.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Sjá meira