Reynir náði saman úrvalsliði djassista Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 13:00 Flytjendur á tónleikunum eru Kvintett Reynis Sigurðssonar, Kammerkór Mosfellsbæjar, Símon H. Ívarsson og Heiðrún Guðvarðardóttir. „Við Reynir Sigurðsson, sem spilaði djass með Gunnari Reyni Sveinssyni, sameinuðum krafta okkar í undirbúningi þessara tónleika og kölluðum til fólk í kringum okkur. Reynir náði saman úrvalsliði djassista,“ segir Símon H. Ívarsson tónlistarmaður. Gunnar Reynir hefði orðið áttræður í júlí á síðasta ári, hefði hann lifað en hann lést 2008, á 75 aldursári. Mörg þekkt verk hans verða flutt á tónleikunum sem eru á vegum Listafélags Háteigskirkju. „Við viljum vekja athygli á verkum Gunnars Reynis því hann var einn merkasti tónlistarmaður Íslands á 20. öld,“ segir Símon sem kveðst hafa unnið með Gunnari Reyni síðustu árin hans, meðal annars gefið út disk eftir hann sem heitir Glíman við Glám. Hann segir Gunnar Reyni hafa verið sérstakt tónskáld sem sameinaði djass og nútímatónlist, auk klassískrar hefðar. „Gunnar Reynir var ekki dæmigert nútímatónskáld heldur notaði hefðina. Slíkt var á sínum tíma bannað en nú berjast menn um að gera það,“ lýsir hann. Í Kvintett Reynis Sigurðssonar eru auk Reynis, sem spilar á víbrafón, Sigurður Flosason á saxófón og flautu, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á slagverk. Þá leikur Símon H. Ívarsson einleik á gítar og Heiðrún Guðvarðardóttir syngur einsöng og Símon leikur með á gítar. Einnig syngur Kammerkór Mosfellsbæjar nokkur kórverk Gunnars með áherslu á lög hans við ljóð eftir Halldór Laxness. Símon segir Gunnar hafa átt erfiða daga vegna vanheilsu síðustu árin eins og mörg tónskáld sögunnar. „Hann samdi samt tónlist til hinstu stundar og dó við skrifborðið. Til dæmis gerði hann geysilega mörg sönglög en þau heyrast ekki mikið. Vonandi á tíminn eftir að vinna úr því.“ Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við Reynir Sigurðsson, sem spilaði djass með Gunnari Reyni Sveinssyni, sameinuðum krafta okkar í undirbúningi þessara tónleika og kölluðum til fólk í kringum okkur. Reynir náði saman úrvalsliði djassista,“ segir Símon H. Ívarsson tónlistarmaður. Gunnar Reynir hefði orðið áttræður í júlí á síðasta ári, hefði hann lifað en hann lést 2008, á 75 aldursári. Mörg þekkt verk hans verða flutt á tónleikunum sem eru á vegum Listafélags Háteigskirkju. „Við viljum vekja athygli á verkum Gunnars Reynis því hann var einn merkasti tónlistarmaður Íslands á 20. öld,“ segir Símon sem kveðst hafa unnið með Gunnari Reyni síðustu árin hans, meðal annars gefið út disk eftir hann sem heitir Glíman við Glám. Hann segir Gunnar Reyni hafa verið sérstakt tónskáld sem sameinaði djass og nútímatónlist, auk klassískrar hefðar. „Gunnar Reynir var ekki dæmigert nútímatónskáld heldur notaði hefðina. Slíkt var á sínum tíma bannað en nú berjast menn um að gera það,“ lýsir hann. Í Kvintett Reynis Sigurðssonar eru auk Reynis, sem spilar á víbrafón, Sigurður Flosason á saxófón og flautu, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á slagverk. Þá leikur Símon H. Ívarsson einleik á gítar og Heiðrún Guðvarðardóttir syngur einsöng og Símon leikur með á gítar. Einnig syngur Kammerkór Mosfellsbæjar nokkur kórverk Gunnars með áherslu á lög hans við ljóð eftir Halldór Laxness. Símon segir Gunnar hafa átt erfiða daga vegna vanheilsu síðustu árin eins og mörg tónskáld sögunnar. „Hann samdi samt tónlist til hinstu stundar og dó við skrifborðið. Til dæmis gerði hann geysilega mörg sönglög en þau heyrast ekki mikið. Vonandi á tíminn eftir að vinna úr því.“
Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira