Vilja breyta lagasetningu um forsjá barna óháð hjúskap Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 10:42 Jafnvel þótt foreldrar þekkist lítið þegar barnið fæðist þá er það skuldbinding beggja að taka ábyrgð á barninu, segir Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi. Vísir / Getty „Þetta hlýtur að vera næsta skref sem við horfum til,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um þá skoðun Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, að forsjá barns sé sameiginleg óháð hjúskaparstöðu foreldra.Eygló HarðardóttirHaraldur sagði á Alþingi að ekkert réttlæti eða jafnrétti væri í þeirri lagasetningu að ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða sambúð þegar barnið fæðist þá fái móðirin sjálfkrafa fullt forræði. Hann sagði lögin hrópandi tímaskekkju sem þurfi að betrumbæta með hagsmuni barna að leiðarljósi enda hljóti markmiðið að vera að barnið hafi jafnan rétt til beggja foreldra sinna. Eygló tekur undir orð Haraldar og fagnar því að karlmenn tjái sig meira um jafnréttismál og beiti sér fyrir jafnrétti á öllum sviðum. „Við sjáum mikla viðhorfsbreytingu hjá ungum karlmönnum. Rannsóknir sýna að ungum karlmönnum í dag finnst mikilvægt að vera umhyggjusamir og góðir feður. Það er hluti af því að vera flottur karl,“ segir Eygló. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduráðgjafi hjá Tengslum, hefur unnið með fjölda foreldra og kynnst öllum gerðum fjölskyldna. Hún segir að með sameiginlegri forsjá beri foreldrar saman ábyrgð. „Aðalatriðið er réttur barnsins til ábyrgðar beggja foreldra. Þetta snýst ekki aðeins um að fá að hitta foreldri sitt og eiga gæðasamvistir, heldur þurfa báðir foreldrar að axla ábyrgð. Með því er tilfinningasambandið ræktað um leið.“ Sigrún JúlíusdóttirSigrún segir það hvatningu til foreldra að axla ábyrgð með því að hafa lögbundinn rétt. „Það hvetur báða foreldra til að leggja sitt af mörkum og þá er líka hagur barnsins tryggður. Jafnvel þótt foreldrarnir þekkist lítið og ekki sé um fast samband að ræða þá er það skuldbinding að eignast barn. Þótt þú hafir ekki valið eitthvað þá þarftu samt að bera ábyrgð á því.“ Sigrúnu finnst ekki heppilegt að annað foreldrið, og annað kynið, beri eitt ábyrgð á barni. „Þetta er stór hluti ástæðunnar fyrir bágri stöðu einstæðra mæðra. Ég tel að breyting á þessari lagasetningu myndi jafna þeirra hlut.“ Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera næsta skref sem við horfum til,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um þá skoðun Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, að forsjá barns sé sameiginleg óháð hjúskaparstöðu foreldra.Eygló HarðardóttirHaraldur sagði á Alþingi að ekkert réttlæti eða jafnrétti væri í þeirri lagasetningu að ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða sambúð þegar barnið fæðist þá fái móðirin sjálfkrafa fullt forræði. Hann sagði lögin hrópandi tímaskekkju sem þurfi að betrumbæta með hagsmuni barna að leiðarljósi enda hljóti markmiðið að vera að barnið hafi jafnan rétt til beggja foreldra sinna. Eygló tekur undir orð Haraldar og fagnar því að karlmenn tjái sig meira um jafnréttismál og beiti sér fyrir jafnrétti á öllum sviðum. „Við sjáum mikla viðhorfsbreytingu hjá ungum karlmönnum. Rannsóknir sýna að ungum karlmönnum í dag finnst mikilvægt að vera umhyggjusamir og góðir feður. Það er hluti af því að vera flottur karl,“ segir Eygló. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduráðgjafi hjá Tengslum, hefur unnið með fjölda foreldra og kynnst öllum gerðum fjölskyldna. Hún segir að með sameiginlegri forsjá beri foreldrar saman ábyrgð. „Aðalatriðið er réttur barnsins til ábyrgðar beggja foreldra. Þetta snýst ekki aðeins um að fá að hitta foreldri sitt og eiga gæðasamvistir, heldur þurfa báðir foreldrar að axla ábyrgð. Með því er tilfinningasambandið ræktað um leið.“ Sigrún JúlíusdóttirSigrún segir það hvatningu til foreldra að axla ábyrgð með því að hafa lögbundinn rétt. „Það hvetur báða foreldra til að leggja sitt af mörkum og þá er líka hagur barnsins tryggður. Jafnvel þótt foreldrarnir þekkist lítið og ekki sé um fast samband að ræða þá er það skuldbinding að eignast barn. Þótt þú hafir ekki valið eitthvað þá þarftu samt að bera ábyrgð á því.“ Sigrúnu finnst ekki heppilegt að annað foreldrið, og annað kynið, beri eitt ábyrgð á barni. „Þetta er stór hluti ástæðunnar fyrir bágri stöðu einstæðra mæðra. Ég tel að breyting á þessari lagasetningu myndi jafna þeirra hlut.“
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira