Vilja breyta lagasetningu um forsjá barna óháð hjúskap Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 10:42 Jafnvel þótt foreldrar þekkist lítið þegar barnið fæðist þá er það skuldbinding beggja að taka ábyrgð á barninu, segir Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi. Vísir / Getty „Þetta hlýtur að vera næsta skref sem við horfum til,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um þá skoðun Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, að forsjá barns sé sameiginleg óháð hjúskaparstöðu foreldra.Eygló HarðardóttirHaraldur sagði á Alþingi að ekkert réttlæti eða jafnrétti væri í þeirri lagasetningu að ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða sambúð þegar barnið fæðist þá fái móðirin sjálfkrafa fullt forræði. Hann sagði lögin hrópandi tímaskekkju sem þurfi að betrumbæta með hagsmuni barna að leiðarljósi enda hljóti markmiðið að vera að barnið hafi jafnan rétt til beggja foreldra sinna. Eygló tekur undir orð Haraldar og fagnar því að karlmenn tjái sig meira um jafnréttismál og beiti sér fyrir jafnrétti á öllum sviðum. „Við sjáum mikla viðhorfsbreytingu hjá ungum karlmönnum. Rannsóknir sýna að ungum karlmönnum í dag finnst mikilvægt að vera umhyggjusamir og góðir feður. Það er hluti af því að vera flottur karl,“ segir Eygló. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduráðgjafi hjá Tengslum, hefur unnið með fjölda foreldra og kynnst öllum gerðum fjölskyldna. Hún segir að með sameiginlegri forsjá beri foreldrar saman ábyrgð. „Aðalatriðið er réttur barnsins til ábyrgðar beggja foreldra. Þetta snýst ekki aðeins um að fá að hitta foreldri sitt og eiga gæðasamvistir, heldur þurfa báðir foreldrar að axla ábyrgð. Með því er tilfinningasambandið ræktað um leið.“ Sigrún JúlíusdóttirSigrún segir það hvatningu til foreldra að axla ábyrgð með því að hafa lögbundinn rétt. „Það hvetur báða foreldra til að leggja sitt af mörkum og þá er líka hagur barnsins tryggður. Jafnvel þótt foreldrarnir þekkist lítið og ekki sé um fast samband að ræða þá er það skuldbinding að eignast barn. Þótt þú hafir ekki valið eitthvað þá þarftu samt að bera ábyrgð á því.“ Sigrúnu finnst ekki heppilegt að annað foreldrið, og annað kynið, beri eitt ábyrgð á barni. „Þetta er stór hluti ástæðunnar fyrir bágri stöðu einstæðra mæðra. Ég tel að breyting á þessari lagasetningu myndi jafna þeirra hlut.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera næsta skref sem við horfum til,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um þá skoðun Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, að forsjá barns sé sameiginleg óháð hjúskaparstöðu foreldra.Eygló HarðardóttirHaraldur sagði á Alþingi að ekkert réttlæti eða jafnrétti væri í þeirri lagasetningu að ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða sambúð þegar barnið fæðist þá fái móðirin sjálfkrafa fullt forræði. Hann sagði lögin hrópandi tímaskekkju sem þurfi að betrumbæta með hagsmuni barna að leiðarljósi enda hljóti markmiðið að vera að barnið hafi jafnan rétt til beggja foreldra sinna. Eygló tekur undir orð Haraldar og fagnar því að karlmenn tjái sig meira um jafnréttismál og beiti sér fyrir jafnrétti á öllum sviðum. „Við sjáum mikla viðhorfsbreytingu hjá ungum karlmönnum. Rannsóknir sýna að ungum karlmönnum í dag finnst mikilvægt að vera umhyggjusamir og góðir feður. Það er hluti af því að vera flottur karl,“ segir Eygló. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduráðgjafi hjá Tengslum, hefur unnið með fjölda foreldra og kynnst öllum gerðum fjölskyldna. Hún segir að með sameiginlegri forsjá beri foreldrar saman ábyrgð. „Aðalatriðið er réttur barnsins til ábyrgðar beggja foreldra. Þetta snýst ekki aðeins um að fá að hitta foreldri sitt og eiga gæðasamvistir, heldur þurfa báðir foreldrar að axla ábyrgð. Með því er tilfinningasambandið ræktað um leið.“ Sigrún JúlíusdóttirSigrún segir það hvatningu til foreldra að axla ábyrgð með því að hafa lögbundinn rétt. „Það hvetur báða foreldra til að leggja sitt af mörkum og þá er líka hagur barnsins tryggður. Jafnvel þótt foreldrarnir þekkist lítið og ekki sé um fast samband að ræða þá er það skuldbinding að eignast barn. Þótt þú hafir ekki valið eitthvað þá þarftu samt að bera ábyrgð á því.“ Sigrúnu finnst ekki heppilegt að annað foreldrið, og annað kynið, beri eitt ábyrgð á barni. „Þetta er stór hluti ástæðunnar fyrir bágri stöðu einstæðra mæðra. Ég tel að breyting á þessari lagasetningu myndi jafna þeirra hlut.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira