62 þúsund fóru á heimasíðu leiðréttingarinnar í gær Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að í heildina hafi gengið vel að aðstoða fólk við leiðréttinguna. Fréttablaðið/anton Alls fóru 62 þúsund manns inn á heimasíðu leiðréttingar ríkisstjórnarinnar hjá Ríkisskattstjóra í gær þegar niðurstöður voru kynntar. „Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að þetta sé met,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli segir alls um 2.000 manns hafa haft samband við embættið með einhverjum hætti, 1.452 símleiðis, 330 tölvupóstar voru sendir og um tvö til þrjú hundruð manns mættu á svæðið. Alls störfuðu um 30 manns við símsvörun hjá embættinu í gær. „Það er ekki endilega að menn séu að finna eitthvað að framkvæmdinni þó eitthvað væri af því, sumir voru einfaldlega að þakka fyrir sig,“ segir Skúli. Hann segir fyrirspurnir og ábendingar helst hafa snúið að því þegar fólk telur að lán vanti inn hjá sér, lán séu rangt flokkuð í skattframtali og leiðbeiningar um hvernig eigi að nálgast rafræn skilríki. Auk þess hafi nokkur fjöldi ekki vitað að hann hafi farið í gegnum 110% leiðina. „Í heildina gekk þetta vel,“ segir Skúli sem vonast til að embættið nái að klára þetta verkefni upp úr áramótum. Viðbrögð manna í gær voru blendin. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi gagnrýndi Guðmundur Steingrímsson fjármögnun aðgerðarinnar með arðgreiðslu frá Landsbankanum sem fyrirhugað hafði verið að nýta til fjárfestingar í uppbyggingu skapandi greina, nýsköpunar og menntunar og greiða niður opinberar skuldir. Bjarni Benediktsson sagði sjö milljarða vaxtakostnað sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og kynnt var í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra leika sér í Hörpu á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu. „Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari sínu að það kæmi honum á óvart að sjá Helga Hjörvar mæta. „ Eins og sá þingmaður hefur talað síðustu vikur, mánuði og raunar ár, eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í gær og í ljós kom að meira og minna allt sem þingmaðurinn hefur haldið fram var rangt, kolrangt,“ sagði Sigmundur. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Alls fóru 62 þúsund manns inn á heimasíðu leiðréttingar ríkisstjórnarinnar hjá Ríkisskattstjóra í gær þegar niðurstöður voru kynntar. „Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að þetta sé met,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli segir alls um 2.000 manns hafa haft samband við embættið með einhverjum hætti, 1.452 símleiðis, 330 tölvupóstar voru sendir og um tvö til þrjú hundruð manns mættu á svæðið. Alls störfuðu um 30 manns við símsvörun hjá embættinu í gær. „Það er ekki endilega að menn séu að finna eitthvað að framkvæmdinni þó eitthvað væri af því, sumir voru einfaldlega að þakka fyrir sig,“ segir Skúli. Hann segir fyrirspurnir og ábendingar helst hafa snúið að því þegar fólk telur að lán vanti inn hjá sér, lán séu rangt flokkuð í skattframtali og leiðbeiningar um hvernig eigi að nálgast rafræn skilríki. Auk þess hafi nokkur fjöldi ekki vitað að hann hafi farið í gegnum 110% leiðina. „Í heildina gekk þetta vel,“ segir Skúli sem vonast til að embættið nái að klára þetta verkefni upp úr áramótum. Viðbrögð manna í gær voru blendin. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi gagnrýndi Guðmundur Steingrímsson fjármögnun aðgerðarinnar með arðgreiðslu frá Landsbankanum sem fyrirhugað hafði verið að nýta til fjárfestingar í uppbyggingu skapandi greina, nýsköpunar og menntunar og greiða niður opinberar skuldir. Bjarni Benediktsson sagði sjö milljarða vaxtakostnað sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og kynnt var í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra leika sér í Hörpu á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu. „Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari sínu að það kæmi honum á óvart að sjá Helga Hjörvar mæta. „ Eins og sá þingmaður hefur talað síðustu vikur, mánuði og raunar ár, eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í gær og í ljós kom að meira og minna allt sem þingmaðurinn hefur haldið fram var rangt, kolrangt,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira