Erlent

Nauðganir orðnar að kosningamáli

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Mótmæli á Indlandi gegn nauðgunum.
Mótmæli á Indlandi gegn nauðgunum. Mynd/AP
Indverskir stjórnmálamenn reyna nú hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að þeir muni að sjá til þess að lögreglan taki nauðganir alvarlega.

Þingkosningar verða haldnar innan fárra mánaða og ekki fer lengur framhjá neinum að slæleg viðbrögð lögreglu og stjórnvalda gagnvart nauðgunum eru orðin að kosningamáli, sem gæti ráðið úrslitum.

Hrottaleg hópnauðgun í Nýju-Delhi fyrir rúmu ári vakti hörð viðbrögð og virðist hafa kostað borgarstjórnina meirihlutann í borgarstjórnarkosningum í síðasta mánuði.

Önnur hrottaleg hópnauðgun í Kolkata nú í desember hefur ýtt enn frekar undir óánægju almennings, sem gagnrýna nú hástöfum þá linkind sem stjórnvöld og lögregla hafa lengi sýnt gagnvart nauðgunum á Indlandi.

Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna undanfarið ár virðist sem víða hafi fátt breyst. Konur sem reynt hafa að kæra nauðganir lenda enn í því að lögreglumenn taki þeim af fálæti, áreiti þær jafnvel, reyni að múta þeim til að falla frá ákærum eða hrekir þær einfaldlega burt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×