Birkir: Ekki sáttur við hvað ég spilaði lítið Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2014 15:30 Birkir Bjarnason slær á létta strengi með Guðlaugi Victori Pálssyni á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn. Vísir/Daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en þetta er síðasti æfingaleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Strákanir gerðu jafntefli við Austurríki í síðustu viku þrátt fyrir að spila ekkert rosalega vel. Birkir Bjarnason, miðjumaður Íslands, var ánægður með úrslitin í Innsbruck. „Þetta var fínt. Við spiluðum ekki góðan leik og vorum heppnir að ná jafntefli en svona er þetta. Við getum ekki alltaf verið 100 prósent. Það að ná úrslitum í svona leik sýnir vissan styrkleika,“ sagði Birkir við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í dag. Þar sem FIFA hefur afnumið alþjóðlegu leikdagana í ágúst er leikurinn á morgun sá síðasti sem Ísland spilar áður en tekið verður á móti Tyrklandi í undankeppni EM í Dalnum í haust. „Það er svolítið sérstakt en svona er þetta. Við fáum ekki allt sem við viljum upp í hendurnar. Við erum samt búnir að spila svo lengi saman að þetta á ekki að breyta neinu,“ sagði Birkir en hvernig líst honum annars á þennan feikisterka riðil með Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi? „Þetta er ekkert einfaldur riðill,“ sagði hann og glotti. „Við höfum samt sýnt það, að við erum með gott lið og eigum að eiga fínan möguleika á að komast áfram.“ Birkir færði sig um set í janúar og gekk í raðir Sampdora frá Pescara á Ítalíu. Þar spilaði hann 14 leiki í heildina í ítölsku A-deildinni en kom sex sinnum inn á sem varamaður og skoraði ekki deildarmark. „Ég var ekki alveg sáttur með hvað ég spilaði lítið,“ sagði Birkir við Vísi en stendur til að finna sér nýtt lið í sumar? „Ég á þrjú ár eftir af samningnum hjá Sampdoria þannig ég verð bara að sjá til hvað gerist og hvað þeir segja. Það fer bara eftir því hvað þeir vilja. Núna klára ég bara þennan leik, fer svo í frí og bíð eftir að heyra eitthvað. Ég er alveg rólegur,“ sagði Birkir Bjarnason. Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en þetta er síðasti æfingaleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Strákanir gerðu jafntefli við Austurríki í síðustu viku þrátt fyrir að spila ekkert rosalega vel. Birkir Bjarnason, miðjumaður Íslands, var ánægður með úrslitin í Innsbruck. „Þetta var fínt. Við spiluðum ekki góðan leik og vorum heppnir að ná jafntefli en svona er þetta. Við getum ekki alltaf verið 100 prósent. Það að ná úrslitum í svona leik sýnir vissan styrkleika,“ sagði Birkir við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í dag. Þar sem FIFA hefur afnumið alþjóðlegu leikdagana í ágúst er leikurinn á morgun sá síðasti sem Ísland spilar áður en tekið verður á móti Tyrklandi í undankeppni EM í Dalnum í haust. „Það er svolítið sérstakt en svona er þetta. Við fáum ekki allt sem við viljum upp í hendurnar. Við erum samt búnir að spila svo lengi saman að þetta á ekki að breyta neinu,“ sagði Birkir en hvernig líst honum annars á þennan feikisterka riðil með Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi? „Þetta er ekkert einfaldur riðill,“ sagði hann og glotti. „Við höfum samt sýnt það, að við erum með gott lið og eigum að eiga fínan möguleika á að komast áfram.“ Birkir færði sig um set í janúar og gekk í raðir Sampdora frá Pescara á Ítalíu. Þar spilaði hann 14 leiki í heildina í ítölsku A-deildinni en kom sex sinnum inn á sem varamaður og skoraði ekki deildarmark. „Ég var ekki alveg sáttur með hvað ég spilaði lítið,“ sagði Birkir við Vísi en stendur til að finna sér nýtt lið í sumar? „Ég á þrjú ár eftir af samningnum hjá Sampdoria þannig ég verð bara að sjá til hvað gerist og hvað þeir segja. Það fer bara eftir því hvað þeir vilja. Núna klára ég bara þennan leik, fer svo í frí og bíð eftir að heyra eitthvað. Ég er alveg rólegur,“ sagði Birkir Bjarnason.
Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira