Innlent

Hefja hugsanlega flutning á fiski frá Grænlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flugfélag Íslands áformar að hefja flutning á ferskum sjávarafurðum frá áfangastöðum sínum á Grænlandi en félagið hefur stefnt að því undanfarin ár.

Hugmyndin er að þessar fersku sjávarafurðir verði fluttar svo beint áfram til meginlandsins með vélum Icelandair Cargo.

Fram kemur í tilkynningu frá flugfélagi Íslands að vegna víkkunar á reglugerðum um matvæli frá Grænlandi opnist þessi möguleiki nú á þessum flutningum.

„Breytingin er sú að ef fiskur af Grænlandsmiðum er unninn í vinnsluhúsum þar, sem útbúin eru samkvæmt reglum ESB, teljist hann til Evrópuafurða og þar af leiðandi sé heimilt að flytja hann til Íslands um Reykjavíkurflugvöll,“ segir í tilkynningunni.

Flugfélag Íslands flýgur mest til Grænlands á Bombardier Dash8-200 flugvélum en einnig á Fokker 50 flugvélum. Auk farþegaflugs er flogið nánast daglega með ýmsar neysluvörur frá Íslands svo sem ávöxtum, grænmeti, mjólkurvörum og aðra mikilvæga frakt.

„Flutningar á ferskum sjávarafurðum munu hugsanlega styðja við áform Flugfélag Íslands um að auka tíðni ferða til áfangastaða á Grænlandi, að sögn Inga Þórs Guðmundssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×