„Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2014 19:55 Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. Aðalmeðferð hófst í dag í stóru markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra, Ívar Guðjónssyni fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlurunum Júlíus Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun fyrir kaup og sölu hlutabréfa fyrir eigin reikning Landsbankans á tímabilinu 1. nóvember 2007 - 3. október 2008 í hlutabréfum útgefnum af bankanum sjálfum. Ákæruvaldið heldur þvífram að viðskiptin hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Umrætt mál var stundum kallað „allsherjar markaðsmisnotkun“ í fjölmiðlum meðan það var til rannsóknar en það hugtak á sér enga stoð í íslenskum lögum. Í raun er um að ræða markaðsmisnotkun sem stendur yfir langt tímabil. Brot fjórmenninganna geta varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Til að sakfella fyrir markaðsmisnotkun dugir gáleysi samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti ólíkt því sem gildir um auðgunarbrot í hegningarlögum þar sem gerð er krafa um ásetning. Á mannamáli þýðir þetta að hægt er að sakfella ákærðu fyrir brotin þótt þeir hafi framið þau óvart, eða af misgá. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að þetta tiltekna mál sé mikilvægur prófsteinn varðandi túlkun á markaðsmisnotkunarákvæði laga um verðbréfaviðskipti. „Þetta er fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi og er svolítill prófsteinn á mál af þessu tagi. Það hafa ekki farið alveg sambærileg mál og þetta fyrir dóm. Þannig að þetta veðrur fordæmisgefandi,“ segir Ólafur Þór. Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. Aðalmeðferð hófst í dag í stóru markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra, Ívar Guðjónssyni fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlurunum Júlíus Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun fyrir kaup og sölu hlutabréfa fyrir eigin reikning Landsbankans á tímabilinu 1. nóvember 2007 - 3. október 2008 í hlutabréfum útgefnum af bankanum sjálfum. Ákæruvaldið heldur þvífram að viðskiptin hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Umrætt mál var stundum kallað „allsherjar markaðsmisnotkun“ í fjölmiðlum meðan það var til rannsóknar en það hugtak á sér enga stoð í íslenskum lögum. Í raun er um að ræða markaðsmisnotkun sem stendur yfir langt tímabil. Brot fjórmenninganna geta varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Til að sakfella fyrir markaðsmisnotkun dugir gáleysi samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti ólíkt því sem gildir um auðgunarbrot í hegningarlögum þar sem gerð er krafa um ásetning. Á mannamáli þýðir þetta að hægt er að sakfella ákærðu fyrir brotin þótt þeir hafi framið þau óvart, eða af misgá. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að þetta tiltekna mál sé mikilvægur prófsteinn varðandi túlkun á markaðsmisnotkunarákvæði laga um verðbréfaviðskipti. „Þetta er fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi og er svolítill prófsteinn á mál af þessu tagi. Það hafa ekki farið alveg sambærileg mál og þetta fyrir dóm. Þannig að þetta veðrur fordæmisgefandi,“ segir Ólafur Þór.
Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira