„Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 08:30 Mímir stefnir langt í fitnessheiminum. „Ég syng fyrst og fremst og spila líka á píanó og melódíku. Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi,“ segir Mímir Nordquist í hljómsveitinni Lily Of The Valley glaður í bragði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina í fyrra og var að senda frá sér sitt fyrsta lag, I'll Be Waiting. Mímir er ekki bara lunkinn í tónlistinni heldur hefur hann átt góðu gengi að fagna í fitness-heiminum. „Ég keppti fyrst í fitness árið 2010. Ég var reyndar plataður út í það til að byrja með en er mjög feginn því. Þetta er frábær reynsla út í eitt. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness og fitness-maður ársins 2013. Ég er mjög hamingjusamur með það,“ segir Mímir. Hann segist þó lítið vera í því að sýna stæltan kroppinn á tónleikum. „Nei, ekki alveg. Ég spái eiginlega ekki í því þegar ég er að spila. En Tinna og Logi eru alltaf að reyna að rífa mig úr samt,“ segir Mímir hlæjandi en Tinna Katrín Jónsdóttir skipar tríóið Lily Of The Valley með þeim Mími og Loga Jósafatssyni. Aðspurður hvort hann fái ekki mikla athygli á tónleikum segir hann það vera. „Jú, sem betur fer, ég er svo athyglissjúkur,“ segir Logi. En er hann á lausu? „Já, ég er þvílíkt á lausu.“ Lily OF The Valley skipa þau Mímir, Tinna og Logi.Mynd/úr einkasafni Mímir byrjaði í tónlist árið 2010 en segir mikla alvöru hafa færst í tónsmíðarnar þegar hann stofnaði Lily Of The Valley ásamt Loga. Stefnan er sett á að gefa út meira efni sem fyrst. „Draumurinn er að halda áfram að njóta þess að búa til tónlist og ferðast með þessu frábæra fólki sem er með mér í hljómsveit. Ég er að gera það sem ég elska.“ Hann stefnir líka langt í fitness-heiminum. „Það eru alls konar möguleikar sem mér bjóðast í fitness-heiminum. Ég get allavega ekki hætt fyrr en ég er orðinn heimsmeistari. Keppnisskapið, þú skilur,“ segir Mímir en oft reynist erfitt að samtvinna þessa tvo heima. „Það er allt í lagi dags daglega en rétt fyrir mót getur verið erfitt að sinna hvoru tveggja hundrað prósent.“ Lily Of The Valley spilar á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld og lofar Mímir góðu stuði. „Ég hvet fólk til að hlusta á nýja lagið okkar, koma og sjá okkur á tónleikum og elska hvert annað.“ Airwaves Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Ég syng fyrst og fremst og spila líka á píanó og melódíku. Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi,“ segir Mímir Nordquist í hljómsveitinni Lily Of The Valley glaður í bragði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina í fyrra og var að senda frá sér sitt fyrsta lag, I'll Be Waiting. Mímir er ekki bara lunkinn í tónlistinni heldur hefur hann átt góðu gengi að fagna í fitness-heiminum. „Ég keppti fyrst í fitness árið 2010. Ég var reyndar plataður út í það til að byrja með en er mjög feginn því. Þetta er frábær reynsla út í eitt. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness og fitness-maður ársins 2013. Ég er mjög hamingjusamur með það,“ segir Mímir. Hann segist þó lítið vera í því að sýna stæltan kroppinn á tónleikum. „Nei, ekki alveg. Ég spái eiginlega ekki í því þegar ég er að spila. En Tinna og Logi eru alltaf að reyna að rífa mig úr samt,“ segir Mímir hlæjandi en Tinna Katrín Jónsdóttir skipar tríóið Lily Of The Valley með þeim Mími og Loga Jósafatssyni. Aðspurður hvort hann fái ekki mikla athygli á tónleikum segir hann það vera. „Jú, sem betur fer, ég er svo athyglissjúkur,“ segir Logi. En er hann á lausu? „Já, ég er þvílíkt á lausu.“ Lily OF The Valley skipa þau Mímir, Tinna og Logi.Mynd/úr einkasafni Mímir byrjaði í tónlist árið 2010 en segir mikla alvöru hafa færst í tónsmíðarnar þegar hann stofnaði Lily Of The Valley ásamt Loga. Stefnan er sett á að gefa út meira efni sem fyrst. „Draumurinn er að halda áfram að njóta þess að búa til tónlist og ferðast með þessu frábæra fólki sem er með mér í hljómsveit. Ég er að gera það sem ég elska.“ Hann stefnir líka langt í fitness-heiminum. „Það eru alls konar möguleikar sem mér bjóðast í fitness-heiminum. Ég get allavega ekki hætt fyrr en ég er orðinn heimsmeistari. Keppnisskapið, þú skilur,“ segir Mímir en oft reynist erfitt að samtvinna þessa tvo heima. „Það er allt í lagi dags daglega en rétt fyrir mót getur verið erfitt að sinna hvoru tveggja hundrað prósent.“ Lily Of The Valley spilar á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld og lofar Mímir góðu stuði. „Ég hvet fólk til að hlusta á nýja lagið okkar, koma og sjá okkur á tónleikum og elska hvert annað.“
Airwaves Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira