Tveir útlagar hertaka svið Gamla bíós Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2014 12:00 "Það er gott að koma í borgina og heiður að fá að sýna í Gamla bíói,“ segir Elfar Logi. Fréttablaðið/Valli „Ég er bara kominn í 101,“ segir Vestfirðingurinn Elfar Logi Hannesson, leikari hjá Kómedíuleikhúsinu, sem sýnir á fjölum Gamla bíós næstu vikur. „Ég verð með sjö sýningar á Gísla Súrssyni á ensku fram að 15. júní og sú fyrsta er í kvöld. Það leggst vel í mig, gott að koma í borgina og heiður að fá að sýna í þessu frábæra húsi,“ segir leikarinn. Elfar Logi kveðst vera upptekinn af útlögum og því hafi hann sett upp sýningu um Fjalla-Eyvind sem frumsýnd hafi verið í lok síðasta árs. Ákveðið hafi verið að steypa henni og sýningunni um Gísla Súrsson saman í Gamla bíói og þá verði leikið á íslensku. Fyrsta sýning er annað kvöld. Hvor þáttur um sig er 55 mínútur og gert er stutt hlé á milli til að gefa gestum kost á að standa upp og fá sér hressingu. Gísli Súrsson var frumsýndur árið 2005 og sýningin í kvöld er númer 264. „Það var kominn tími á að kíkja með Gísla til höfuðborgarinnar því kappinn hefur aðallega haldið sig á landsbyggðinni til þessa,“ segir Elfar Logi og upplýsir að hingað til hafi hann einungis sýnt hér syðra fyrir ákveðna hópa en ekki almenning. „Samtímis og langt fram í ágúst verð ég líka með Gísla vestur í Haukadal í Dalasýslu, ýmist á íslensku eða ensku. Þar tók Gísli Súrsson land og það er sérstök upplifun að sýna hann á söguslóðum,“ segir Elfar Logi sem fer á nútíma reiðskjóta milli héraða. Frekari upplýsingar má finna hér. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég er bara kominn í 101,“ segir Vestfirðingurinn Elfar Logi Hannesson, leikari hjá Kómedíuleikhúsinu, sem sýnir á fjölum Gamla bíós næstu vikur. „Ég verð með sjö sýningar á Gísla Súrssyni á ensku fram að 15. júní og sú fyrsta er í kvöld. Það leggst vel í mig, gott að koma í borgina og heiður að fá að sýna í þessu frábæra húsi,“ segir leikarinn. Elfar Logi kveðst vera upptekinn af útlögum og því hafi hann sett upp sýningu um Fjalla-Eyvind sem frumsýnd hafi verið í lok síðasta árs. Ákveðið hafi verið að steypa henni og sýningunni um Gísla Súrsson saman í Gamla bíói og þá verði leikið á íslensku. Fyrsta sýning er annað kvöld. Hvor þáttur um sig er 55 mínútur og gert er stutt hlé á milli til að gefa gestum kost á að standa upp og fá sér hressingu. Gísli Súrsson var frumsýndur árið 2005 og sýningin í kvöld er númer 264. „Það var kominn tími á að kíkja með Gísla til höfuðborgarinnar því kappinn hefur aðallega haldið sig á landsbyggðinni til þessa,“ segir Elfar Logi og upplýsir að hingað til hafi hann einungis sýnt hér syðra fyrir ákveðna hópa en ekki almenning. „Samtímis og langt fram í ágúst verð ég líka með Gísla vestur í Haukadal í Dalasýslu, ýmist á íslensku eða ensku. Þar tók Gísli Súrsson land og það er sérstök upplifun að sýna hann á söguslóðum,“ segir Elfar Logi sem fer á nútíma reiðskjóta milli héraða. Frekari upplýsingar má finna hér.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira