Erlent

Bandaríkjaher áfram í landinu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn þangað um helgina.
Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn þangað um helgina. fréttablaðið/AP
Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst halda 9.800 bandarískum hermönnum í Afganistan, þrátt fyrir að megnið af bandaríska herliðinu verði kallað heim um áramótin.

Hann skýrði frá þessu í gær, stuttu eftir að hann kom aftur til Bandaríkjanna eftir óvænta heimsókn til Afganistans um helgina.

Búist er við því að nokkur þúsund hermenn frá öðrum NATO-ríkjum verði áfram í Afganistan, þannig að alls verði um 12 þúsund manna erlent herlið í landinu í byrjun næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×