Erfitt að glíma við náttúruöflin Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. apríl 2014 10:00 Ingvar E.Sigurðsson er nýkominn til landsins eftir tökur á kvikmyndinni Everest. Vísir/Valli „Tökurnar gengu alveg glimrandi vel og við höfum verið í tökum víðs vegar um heiminn,“ segir leikarinn Ingvar E. Sigurðsson en hann er nýkominn heim eftir þriggja mánaða dvöl erlendis við tökur á kvikmyndinni Everest. Tökurnar á myndinni hafa farið fram víða en á meðal tökustaða eru Himalajafjöllin, ítölsku Alparnir, Cinecittà-stúdíóið í Róm og Pinewood-stúdíóið í London, ásamt fleiri merkum stöðum. „Ég var í þokkalegu formi fyrir tökurnar en fór þó í nokkrar fjallgöngur fyrir myndina og var þjálfaður á Ítalíu og Íslandi í því hvernig maður eigi að bera sig að með allan búnaðinn. Þetta voru oft erfiðar aðstæður og tók mikið á,“ segir Ingvar spurður út í erfiðið í tökunum. Eins og gengur eru aðstæður oft ákaflega erfiðar í slíkri háfjallagöngu og er ekkert til sparað í tökunum. „Það er þó gaman að takast á við náttúruöflin þótt þau séu ekki alltaf ekta.“ Eins og sönnum fjallagarpi sæmir var Ingvar dúðaður í dúngalla og gat því orðið ansi heitt í kolunum. „Það var bæði heitt og kalt, það gat verið kalt þegar maður var í fjöllunum en mjög heitt þegar maður var í stúdíóunum,“ bætir Ingvar við en hann leikur rússneskan fjallgöngugarp sem þekkir hlíðar Everest vel. Hvernig er að vinna með Baltasar Kormáki, leikstjóra myndarinnar? „Við höfum unnið svo mikið saman og við vinnum alltaf mjög vel saman.“ Ingvar þurfti þó að fórna hlutverki í leikritinu Eldraunin því tökur á myndinni hófust seinna en gert var ráð fyrir. „Hilmir Snær reddaði því fyrir mig,“ segir Ingvar léttur í lundu. Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
„Tökurnar gengu alveg glimrandi vel og við höfum verið í tökum víðs vegar um heiminn,“ segir leikarinn Ingvar E. Sigurðsson en hann er nýkominn heim eftir þriggja mánaða dvöl erlendis við tökur á kvikmyndinni Everest. Tökurnar á myndinni hafa farið fram víða en á meðal tökustaða eru Himalajafjöllin, ítölsku Alparnir, Cinecittà-stúdíóið í Róm og Pinewood-stúdíóið í London, ásamt fleiri merkum stöðum. „Ég var í þokkalegu formi fyrir tökurnar en fór þó í nokkrar fjallgöngur fyrir myndina og var þjálfaður á Ítalíu og Íslandi í því hvernig maður eigi að bera sig að með allan búnaðinn. Þetta voru oft erfiðar aðstæður og tók mikið á,“ segir Ingvar spurður út í erfiðið í tökunum. Eins og gengur eru aðstæður oft ákaflega erfiðar í slíkri háfjallagöngu og er ekkert til sparað í tökunum. „Það er þó gaman að takast á við náttúruöflin þótt þau séu ekki alltaf ekta.“ Eins og sönnum fjallagarpi sæmir var Ingvar dúðaður í dúngalla og gat því orðið ansi heitt í kolunum. „Það var bæði heitt og kalt, það gat verið kalt þegar maður var í fjöllunum en mjög heitt þegar maður var í stúdíóunum,“ bætir Ingvar við en hann leikur rússneskan fjallgöngugarp sem þekkir hlíðar Everest vel. Hvernig er að vinna með Baltasar Kormáki, leikstjóra myndarinnar? „Við höfum unnið svo mikið saman og við vinnum alltaf mjög vel saman.“ Ingvar þurfti þó að fórna hlutverki í leikritinu Eldraunin því tökur á myndinni hófust seinna en gert var ráð fyrir. „Hilmir Snær reddaði því fyrir mig,“ segir Ingvar léttur í lundu.
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira