Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2014 19:15 Gary Kasparov fyrrverandi heimsmeistari í skák segir Vladimir Putín dæmigerðan einræðisherra sem sækist eftir ávinningum í útlöndum þegar hann hafi ekkert að bjóða landsmönnum sínum lengur. Gary Kasparov kom til landsins í dag á afmælisdegi Bobby Fischer en sjálfur er Kasparov goðsagnarpersóna í lifanda lífi. Erindi hans er m.a. að kynnaframboð hans til embættis forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. „Áður en leiknum er lokið er engu hægt að spá en ég er mjög bjartsýnn. Ég er hér til að hitta fulltrúa sex norrænna sambanda og ég held að þau muni styðja framboð mitt því þetta er barátta fyrir breytingum í skákheiminum,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. Kasparov er einn af höfuð andstæðingum Vladimir Putín Rússlandsforseta og vandar honum ekki kveðjurnar nú þegar Rússar hafa hertekið Krímskaga í Úkraínu. „Mér þykir það leitt að í mörg ár hefur fólk eins og ég varað við raunverulegu eðli Pútíns. Ég man að þegar ég minntist fyrst á að ólympíuleikarnir í Sotsí gætu haft sömu áhrif og leikarnir í Berlín 1936 var ég húðskammaður fyrir að líkja Pútín við Hitler. Það tók Hitler tvö ár að innlima Austurríki og Tékkóslóvakíu, eftir ólympíuleikana. Það tók Pútín bara tvær vikur að innlima Krím. Því miður er þetta rökfræði allra einræðisherra,“ segir Kasparov. Þegar einræðisherrar hafi ekkert að bjóða sínu fólki lengur snúi þeir sér að ávinningum í útlöndum undir því yfirskyni að sameina fólk af sama uppruna. „Við munum að þetta er það sem Hitler sagði. Pútín seildist núna til Krím og ég óttast, ef hinn frjálsi heimur sýnir ekki seiglu og ákveðni og berst ekki á móti,geti ástandið versnað. Það eru helstu áhyggjur mínar núna því ég held að Pútín muni ekki sjálfviljugur láta staðar numið á Krím. Það er mjög mikilvægt að við lærum af sögunni og tryggjum að hann geti ekki eyðilagt friðinn í Evrópu,“ segir Kasparov. Svo Vesturlönd verða að vera sterk? „Já.“ Nú síðdegis fór Kasparov að gröf Bobby Fishers í Laugardælakirkjugarði, sem hann segir að hafi átt sér bæði góðar og slæmar hliðar eins og allar sannar goðsagnapersónur. „Hann færði skákina upp í nýjar hæðir og hefði getað gert margt fleira en því miður valdi hann ranga braut. Þetta er myrka hliðin á sögunni,“ segir heimsmeistarinn. Vottarðu honum virðingu þína? „Já, tvímælalaust, sérstaklega af því að það er fæðingardagur hans í dag. Það var ein ástæða þess að ég greip þetta tækifæri til að koma til Íslands, sem er reyndar mikið happaland fyrir mig. Ég hef teflt hérna fjórum sinnum og var ósigrandi á íslenskri jörð,“ segir Gary Kasparov sposkur á svip. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Gary Kasparov fyrrverandi heimsmeistari í skák segir Vladimir Putín dæmigerðan einræðisherra sem sækist eftir ávinningum í útlöndum þegar hann hafi ekkert að bjóða landsmönnum sínum lengur. Gary Kasparov kom til landsins í dag á afmælisdegi Bobby Fischer en sjálfur er Kasparov goðsagnarpersóna í lifanda lífi. Erindi hans er m.a. að kynnaframboð hans til embættis forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. „Áður en leiknum er lokið er engu hægt að spá en ég er mjög bjartsýnn. Ég er hér til að hitta fulltrúa sex norrænna sambanda og ég held að þau muni styðja framboð mitt því þetta er barátta fyrir breytingum í skákheiminum,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. Kasparov er einn af höfuð andstæðingum Vladimir Putín Rússlandsforseta og vandar honum ekki kveðjurnar nú þegar Rússar hafa hertekið Krímskaga í Úkraínu. „Mér þykir það leitt að í mörg ár hefur fólk eins og ég varað við raunverulegu eðli Pútíns. Ég man að þegar ég minntist fyrst á að ólympíuleikarnir í Sotsí gætu haft sömu áhrif og leikarnir í Berlín 1936 var ég húðskammaður fyrir að líkja Pútín við Hitler. Það tók Hitler tvö ár að innlima Austurríki og Tékkóslóvakíu, eftir ólympíuleikana. Það tók Pútín bara tvær vikur að innlima Krím. Því miður er þetta rökfræði allra einræðisherra,“ segir Kasparov. Þegar einræðisherrar hafi ekkert að bjóða sínu fólki lengur snúi þeir sér að ávinningum í útlöndum undir því yfirskyni að sameina fólk af sama uppruna. „Við munum að þetta er það sem Hitler sagði. Pútín seildist núna til Krím og ég óttast, ef hinn frjálsi heimur sýnir ekki seiglu og ákveðni og berst ekki á móti,geti ástandið versnað. Það eru helstu áhyggjur mínar núna því ég held að Pútín muni ekki sjálfviljugur láta staðar numið á Krím. Það er mjög mikilvægt að við lærum af sögunni og tryggjum að hann geti ekki eyðilagt friðinn í Evrópu,“ segir Kasparov. Svo Vesturlönd verða að vera sterk? „Já.“ Nú síðdegis fór Kasparov að gröf Bobby Fishers í Laugardælakirkjugarði, sem hann segir að hafi átt sér bæði góðar og slæmar hliðar eins og allar sannar goðsagnapersónur. „Hann færði skákina upp í nýjar hæðir og hefði getað gert margt fleira en því miður valdi hann ranga braut. Þetta er myrka hliðin á sögunni,“ segir heimsmeistarinn. Vottarðu honum virðingu þína? „Já, tvímælalaust, sérstaklega af því að það er fæðingardagur hans í dag. Það var ein ástæða þess að ég greip þetta tækifæri til að koma til Íslands, sem er reyndar mikið happaland fyrir mig. Ég hef teflt hérna fjórum sinnum og var ósigrandi á íslenskri jörð,“ segir Gary Kasparov sposkur á svip.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira