Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins Kristján Hjálmarsson skrifar 29. janúar 2014 14:05 Skarphéðinn Andri Kristjánsson gaf það sem hann gat. Mynd/Úr einkasafni „Sex koma til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16 ára strákur sem fær hjartað hans,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir. Sonur Steinunnar, Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést á gjörgæslu Landspítalans í gær en hann lenti í bílslysi við Fornahvamm í Norðurárdal þann 12. janúar síðastliðinn. Hann var átján ára. Skarphéðinn hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna. „Þetta var hans ósk. Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn. Og nú fá sex manns að njóta gjafa Skarphéðins. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hann hefði ekki verið búinn að ákveða þetta.“ Steinunn segir að um leið og fjölskyldan hafi vitað í hvað stefndi hafi hún látið lækna vita svo allt yrði tilbúið fyrir líffæraflutninginn. „Tvær manneskjur fá lungun, tvær nýrun, lifrin fer til einnar og svo fer hjartað til sextán ára drengs,“ segir Steinunn. „Okkur þykir sérstaklega vænt um það.“ Að sögn Steinunnar fær fjölskyldan ekki að öðru leyti að vita hverjir fái líffærin. Hún fái þó að vita aldur og kyn þeirra eftir nokkrar vikur. Þegar Steinunn og fjölskylda voru á leið upp á sjúkrahús komu þrír bílar í forgangsakstri á móti þeim. Bílarnir voru á leið út á flugvöll þar sem tvær flugvélar biðu eftir gjöfum Skarphéðins. Þær fóru svo til Oslóar og Stokkhólms. „Það mega bara fjórir tímar líða þar til hjartað er sett í á ný. Ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki þar sem hann er þá hefði verið mjög tæpt með hjartað. Það munaði aðeins hálftíma,“ segir Steinunn. „Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat.“ Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Sex koma til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16 ára strákur sem fær hjartað hans,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir. Sonur Steinunnar, Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést á gjörgæslu Landspítalans í gær en hann lenti í bílslysi við Fornahvamm í Norðurárdal þann 12. janúar síðastliðinn. Hann var átján ára. Skarphéðinn hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna. „Þetta var hans ósk. Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn. Og nú fá sex manns að njóta gjafa Skarphéðins. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hann hefði ekki verið búinn að ákveða þetta.“ Steinunn segir að um leið og fjölskyldan hafi vitað í hvað stefndi hafi hún látið lækna vita svo allt yrði tilbúið fyrir líffæraflutninginn. „Tvær manneskjur fá lungun, tvær nýrun, lifrin fer til einnar og svo fer hjartað til sextán ára drengs,“ segir Steinunn. „Okkur þykir sérstaklega vænt um það.“ Að sögn Steinunnar fær fjölskyldan ekki að öðru leyti að vita hverjir fái líffærin. Hún fái þó að vita aldur og kyn þeirra eftir nokkrar vikur. Þegar Steinunn og fjölskylda voru á leið upp á sjúkrahús komu þrír bílar í forgangsakstri á móti þeim. Bílarnir voru á leið út á flugvöll þar sem tvær flugvélar biðu eftir gjöfum Skarphéðins. Þær fóru svo til Oslóar og Stokkhólms. „Það mega bara fjórir tímar líða þar til hjartað er sett í á ný. Ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki þar sem hann er þá hefði verið mjög tæpt með hjartað. Það munaði aðeins hálftíma,“ segir Steinunn. „Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat.“
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira