Mikilfenglegasta sinfónía Mahlers kynnt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. maí 2014 12:00 Árni Heiðar hefur tvisvar farið á flutning á þriðju sinfóníu Mahlers og segir þá tónleika alltaf sitja í minningunni. Úr einkasafni „Tónlist Gustavs Mahlers spannar allan skalann og sveiflar manni öfganna á milli. Þar getur ýmislegt gerst og framvindan er ekki alltaf eins og maður býst við,“ segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur. Hann ætlar að leiða hlustendur um heim þriðju sinfóníu Mahlers í Kaldalóni í Hörpu í kvöld klukkan 20 og kveðst ekki vera í vandræðum með að finna frásagnarverða þætti í henni því af mörgu sé að taka. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningunni, en verkið er á dagskrá hennar þann 23. maí, á Listahátíð í Reykjavík. Sinfónían er ein sú mikilfenglegasta sem Mahler samdi, en hún heyrist sjaldan á tónleikum og hefur aðeins einu sinni áður verið flutt á Íslandi. „Tónlistin er gífurlega flott, með mjög glæsilegum hápunktum en viðkvæmari köflum á milli og nýtur sín auðvitað hvergi betur en í lifandi flutningi í góðum hljómburði. Það er líka margt fólk sem tekur þátt, risastór hljómsveit, bandaríska mezzósópransöngkonan Jamie Barton, sem er eitt heitasta nafnið í dag, og tveir kórar; kvennakór og barnakór sem báðir eru undir stjórn Möggu Pálma. Svo er Osmo Vänskä að stjórna og hann var nú að vinna Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári. Þetta er stórviðburður enda er öllu tjaldað til.“ Aðgangur að kynningunni er ókeypis og allir eru velkomnir. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Tónlist Gustavs Mahlers spannar allan skalann og sveiflar manni öfganna á milli. Þar getur ýmislegt gerst og framvindan er ekki alltaf eins og maður býst við,“ segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur. Hann ætlar að leiða hlustendur um heim þriðju sinfóníu Mahlers í Kaldalóni í Hörpu í kvöld klukkan 20 og kveðst ekki vera í vandræðum með að finna frásagnarverða þætti í henni því af mörgu sé að taka. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningunni, en verkið er á dagskrá hennar þann 23. maí, á Listahátíð í Reykjavík. Sinfónían er ein sú mikilfenglegasta sem Mahler samdi, en hún heyrist sjaldan á tónleikum og hefur aðeins einu sinni áður verið flutt á Íslandi. „Tónlistin er gífurlega flott, með mjög glæsilegum hápunktum en viðkvæmari köflum á milli og nýtur sín auðvitað hvergi betur en í lifandi flutningi í góðum hljómburði. Það er líka margt fólk sem tekur þátt, risastór hljómsveit, bandaríska mezzósópransöngkonan Jamie Barton, sem er eitt heitasta nafnið í dag, og tveir kórar; kvennakór og barnakór sem báðir eru undir stjórn Möggu Pálma. Svo er Osmo Vänskä að stjórna og hann var nú að vinna Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári. Þetta er stórviðburður enda er öllu tjaldað til.“ Aðgangur að kynningunni er ókeypis og allir eru velkomnir.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira