Mikilfenglegasta sinfónía Mahlers kynnt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. maí 2014 12:00 Árni Heiðar hefur tvisvar farið á flutning á þriðju sinfóníu Mahlers og segir þá tónleika alltaf sitja í minningunni. Úr einkasafni „Tónlist Gustavs Mahlers spannar allan skalann og sveiflar manni öfganna á milli. Þar getur ýmislegt gerst og framvindan er ekki alltaf eins og maður býst við,“ segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur. Hann ætlar að leiða hlustendur um heim þriðju sinfóníu Mahlers í Kaldalóni í Hörpu í kvöld klukkan 20 og kveðst ekki vera í vandræðum með að finna frásagnarverða þætti í henni því af mörgu sé að taka. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningunni, en verkið er á dagskrá hennar þann 23. maí, á Listahátíð í Reykjavík. Sinfónían er ein sú mikilfenglegasta sem Mahler samdi, en hún heyrist sjaldan á tónleikum og hefur aðeins einu sinni áður verið flutt á Íslandi. „Tónlistin er gífurlega flott, með mjög glæsilegum hápunktum en viðkvæmari köflum á milli og nýtur sín auðvitað hvergi betur en í lifandi flutningi í góðum hljómburði. Það er líka margt fólk sem tekur þátt, risastór hljómsveit, bandaríska mezzósópransöngkonan Jamie Barton, sem er eitt heitasta nafnið í dag, og tveir kórar; kvennakór og barnakór sem báðir eru undir stjórn Möggu Pálma. Svo er Osmo Vänskä að stjórna og hann var nú að vinna Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári. Þetta er stórviðburður enda er öllu tjaldað til.“ Aðgangur að kynningunni er ókeypis og allir eru velkomnir. Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Tónlist Gustavs Mahlers spannar allan skalann og sveiflar manni öfganna á milli. Þar getur ýmislegt gerst og framvindan er ekki alltaf eins og maður býst við,“ segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur. Hann ætlar að leiða hlustendur um heim þriðju sinfóníu Mahlers í Kaldalóni í Hörpu í kvöld klukkan 20 og kveðst ekki vera í vandræðum með að finna frásagnarverða þætti í henni því af mörgu sé að taka. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningunni, en verkið er á dagskrá hennar þann 23. maí, á Listahátíð í Reykjavík. Sinfónían er ein sú mikilfenglegasta sem Mahler samdi, en hún heyrist sjaldan á tónleikum og hefur aðeins einu sinni áður verið flutt á Íslandi. „Tónlistin er gífurlega flott, með mjög glæsilegum hápunktum en viðkvæmari köflum á milli og nýtur sín auðvitað hvergi betur en í lifandi flutningi í góðum hljómburði. Það er líka margt fólk sem tekur þátt, risastór hljómsveit, bandaríska mezzósópransöngkonan Jamie Barton, sem er eitt heitasta nafnið í dag, og tveir kórar; kvennakór og barnakór sem báðir eru undir stjórn Möggu Pálma. Svo er Osmo Vänskä að stjórna og hann var nú að vinna Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári. Þetta er stórviðburður enda er öllu tjaldað til.“ Aðgangur að kynningunni er ókeypis og allir eru velkomnir.
Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira