Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2014 15:44 „Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun um kaup á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Til skoðunar hefur verið í fjármálaráðuneytinu að veita fólki tækifæri til að gefa sig fram og sleppa þannig við refsingu vegna skattaundaskotanna. Frosti sagði að ef þessi leið yrði farin gæti það skilað ríkinu fimm til fimmtán milljarða króna ef tekið væri mið af árangri þessarar leiðar í nágrannalöndum okkar. „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilega ótti,“ sagði hann. „Svona kerfi vantar hérna á Ísland. Það vantar þennan hvata kannski til að koma fram sem eru í öðrum ríkjum.“ Frosti sagði að Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn hefðu náð inn miklum tekjum með því að gefa færi fyrir fólk að gefa sig fram án refsingar. „Ef að við erum álíka dugleg, eða okkar nýríka fólk er álíka duglegt og í Noregi og Svíþjóð geta þetta verið einhverjir kannski fimm til fimmtán milljarðar,“ sagði hann. Frosti segir það erfitt að fara af stað með svona áætlun vegna gagnrýni almennings sem kunni að spyrja hvort þetta sé ekki gert til að ríkir vinir þeirra sleppi. „Málið er að þeir sleppa ekki. Þeir borga alla skattana. Þeir borga þá með vöxtum og álagi en við sleppum við að borga fyrir þá fangelsisvist, sem að kostar 30 þúsund kall á dag,“ sagði hann. „Þetta er svosem ekki stórhættulegt fólk.“ Alþingi Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
„Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun um kaup á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Til skoðunar hefur verið í fjármálaráðuneytinu að veita fólki tækifæri til að gefa sig fram og sleppa þannig við refsingu vegna skattaundaskotanna. Frosti sagði að ef þessi leið yrði farin gæti það skilað ríkinu fimm til fimmtán milljarða króna ef tekið væri mið af árangri þessarar leiðar í nágrannalöndum okkar. „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilega ótti,“ sagði hann. „Svona kerfi vantar hérna á Ísland. Það vantar þennan hvata kannski til að koma fram sem eru í öðrum ríkjum.“ Frosti sagði að Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn hefðu náð inn miklum tekjum með því að gefa færi fyrir fólk að gefa sig fram án refsingar. „Ef að við erum álíka dugleg, eða okkar nýríka fólk er álíka duglegt og í Noregi og Svíþjóð geta þetta verið einhverjir kannski fimm til fimmtán milljarðar,“ sagði hann. Frosti segir það erfitt að fara af stað með svona áætlun vegna gagnrýni almennings sem kunni að spyrja hvort þetta sé ekki gert til að ríkir vinir þeirra sleppi. „Málið er að þeir sleppa ekki. Þeir borga alla skattana. Þeir borga þá með vöxtum og álagi en við sleppum við að borga fyrir þá fangelsisvist, sem að kostar 30 þúsund kall á dag,“ sagði hann. „Þetta er svosem ekki stórhættulegt fólk.“
Alþingi Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41
Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49