Elton John og Donna Summer standa upp úr Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. maí 2014 10:00 Tónlistarmaðurinn Þórir Baldursson verður heiðraður á tónleikum í Hörpu í kvöld. vísir/valli Einn virtasti tónlistarmaður Íslandssögunnar, Þórir Baldursson, fagnar í ár sjötíu ára afmælinu sínu en ferill hans er ótrúlega yfirgripsmikill. Hann lauk prófi úr kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1965 og hefur starfað sem atvinnutónlistarmaður frá 14 ára aldri. Hann hefur samið og útsett aragrúa laga fyrir innlenda og erlenda tónlistarmenn. Á þínum langa og farsæla ferli, hvað stendur upp úr, þegar þú hugsar til baka? „Það er margt sem mér finnst standa upp úr. Ég verð þó að segja Savanna tríóið og það sem ég gerði með Donnu Summer, Grace Jones og auðvitað Elton John,“ segir Þórir Baldursson. Hann vann fjórar plötur með diskódívunni Donnu Summer, tvær plötur með jamaísku söngkonunni Grace Jones og eina plötu með Sir Elton John.Nokkrar þekktar plötur:Savanna Tríóið – Savanna Tríoið 1963Donna Summer – Love to Love You Baby 1975Donna Summer – Love Triology – 1976Donna Summer- Four Seasons of Love 1976Donna Summer - I Remember Yesterday 1977Grace Jones – Fame 1978Grace Jones – Muse 1979Elton John – Victim of Love 1979 Í tilefni afmælis Þóris verður hann heiðraður á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í kvöld. „Þetta verða nokkuð hefðbundnir stórsveitartónleikar en við förum yfir ferilinn minn og spilum meðal annars fyrsta lagið sem ég samdi,“ segir Þórir. Fyrsta lagið sem Þórir samdi heitir Sunnubraut seytján, en það var einmitt samið á Sunnubraut 17 í Keflavík, þar sem Þórir ólst upp. Hann flutti til Svíþjóðar árið 1970 og til München í Þýskalandi árið 1972 og starfaði þar sem tónlistarmaður. Þá flutti hann seinna meir til Bandaríkjanna en dvaldi þó lengst af í München. „Ég bjó erlendis frá 1970 til 1990 en kom þó heim þarna í millitíðinni í þrjú ár.“ Þórir segir tónlistarlífið á Íslandi hafa breyst töluvert en þó til hins betra. „Það er svo mikið af ungu, hæfileikaríku fólki, sem er komið úr tónlistarskólunum. Það er mikil gróska hér á landi,“ bætir Þórir við. Hann bætir við að hann telji tónlistarmenntunina mjög mikilvæga. „Fólk með hæfileika þarf að útvíkka hæfileikana með því að fara í nám.“ Fyrir utan spilamennskuna, vinnur Þórir við að kenna við Tónlistarskóla FÍH og segist fá mikið út úr því að kenna. Þórir hefur samið eða útsett mörg af fallegustu lögum Íslandssögunnar, áttu þér eitthvert uppáhaldslag? „Ég get ekki gert upp á milli laganna, ég er yfirleitt bara mjög ánægður með þessi íslensku lög sem hafa náð langt,“ segir Þórir. Tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur fara fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Þórir mun stjórna hljómsveitinni, spila á Hammond-orgel og útsetja alla efnisskrána, en þar verður komið víða við á löngum og viðburðaríkum ferli hans. Söngvararnir Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Ragnar Bjarnason og Sunna Margrét Þórisdóttir koma einnig fram á tónleikunum sem hefjast klukkan 20.30. Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Einn virtasti tónlistarmaður Íslandssögunnar, Þórir Baldursson, fagnar í ár sjötíu ára afmælinu sínu en ferill hans er ótrúlega yfirgripsmikill. Hann lauk prófi úr kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1965 og hefur starfað sem atvinnutónlistarmaður frá 14 ára aldri. Hann hefur samið og útsett aragrúa laga fyrir innlenda og erlenda tónlistarmenn. Á þínum langa og farsæla ferli, hvað stendur upp úr, þegar þú hugsar til baka? „Það er margt sem mér finnst standa upp úr. Ég verð þó að segja Savanna tríóið og það sem ég gerði með Donnu Summer, Grace Jones og auðvitað Elton John,“ segir Þórir Baldursson. Hann vann fjórar plötur með diskódívunni Donnu Summer, tvær plötur með jamaísku söngkonunni Grace Jones og eina plötu með Sir Elton John.Nokkrar þekktar plötur:Savanna Tríóið – Savanna Tríoið 1963Donna Summer – Love to Love You Baby 1975Donna Summer – Love Triology – 1976Donna Summer- Four Seasons of Love 1976Donna Summer - I Remember Yesterday 1977Grace Jones – Fame 1978Grace Jones – Muse 1979Elton John – Victim of Love 1979 Í tilefni afmælis Þóris verður hann heiðraður á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í kvöld. „Þetta verða nokkuð hefðbundnir stórsveitartónleikar en við förum yfir ferilinn minn og spilum meðal annars fyrsta lagið sem ég samdi,“ segir Þórir. Fyrsta lagið sem Þórir samdi heitir Sunnubraut seytján, en það var einmitt samið á Sunnubraut 17 í Keflavík, þar sem Þórir ólst upp. Hann flutti til Svíþjóðar árið 1970 og til München í Þýskalandi árið 1972 og starfaði þar sem tónlistarmaður. Þá flutti hann seinna meir til Bandaríkjanna en dvaldi þó lengst af í München. „Ég bjó erlendis frá 1970 til 1990 en kom þó heim þarna í millitíðinni í þrjú ár.“ Þórir segir tónlistarlífið á Íslandi hafa breyst töluvert en þó til hins betra. „Það er svo mikið af ungu, hæfileikaríku fólki, sem er komið úr tónlistarskólunum. Það er mikil gróska hér á landi,“ bætir Þórir við. Hann bætir við að hann telji tónlistarmenntunina mjög mikilvæga. „Fólk með hæfileika þarf að útvíkka hæfileikana með því að fara í nám.“ Fyrir utan spilamennskuna, vinnur Þórir við að kenna við Tónlistarskóla FÍH og segist fá mikið út úr því að kenna. Þórir hefur samið eða útsett mörg af fallegustu lögum Íslandssögunnar, áttu þér eitthvert uppáhaldslag? „Ég get ekki gert upp á milli laganna, ég er yfirleitt bara mjög ánægður með þessi íslensku lög sem hafa náð langt,“ segir Þórir. Tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur fara fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Þórir mun stjórna hljómsveitinni, spila á Hammond-orgel og útsetja alla efnisskrána, en þar verður komið víða við á löngum og viðburðaríkum ferli hans. Söngvararnir Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Ragnar Bjarnason og Sunna Margrét Þórisdóttir koma einnig fram á tónleikunum sem hefjast klukkan 20.30.
Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira