Innlent

Innkalla tvær tegundir af skinkusalati

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/stefán
Matvælaeftirliti Reykjavíkurborgar hefur kallað inn tvær tegundir af skinkusalati frá Eðalsalöt og Salathúsinu vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Tekið er fram í tilkynningunni að vörurnar séu skaðlausar þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir mjólkurafurðum.

Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.

Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur og eru viðkvæmir fyrir mjólkurafurðum, eru beðnir um að hafa samband við Salathúsið í síma 412 1300.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×