Lífið

Sjarmatröllin mættu á Smurstöðina - myndir

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu í dag í formlegri opnun veitingastaðarins Smurstöðin sem staðsettur er á fyrstu hæð í Hörpu. Smurstöðin kemur í stað Munnhörpunnar, sem starfrækt hefur verið á jarðhæð hússins frá opnun þess.

Lagst var í miklar breytingar á svæðinu þar sem áhersla er lögð á smurbrauð með nýnorrænu yfirbragði en undirbúningur hefur verið í samvinnu við veitingastaðinn Almanak í Kaupmannahöfn.

Eins og sjá má mættu sjarmatröllin í opnunina.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.

Eigendur staðarins; Jóhannes Stefánsson, Guðný Guðmundsdóttir, Leifur Kolbeinsson og Jónína Kristjánsdóttir.
Ómar og Óskar spiluðu ljúfa tóna meðan gestir nutu matarins.
Atli, Sigga Dóra, Haukur, Hörður, Hrafn, Bragi Valdimar, Jón Ari og Ragnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×