Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Hjörtur Hjartarson skrifar 25. maí 2014 19:45 „Mér finnst eins og það sé verið að dæma mig aftur til fyrra lífernis," segir tvítugur piltur sem var á föstudaginn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum. Nú, þremur árum eftir að brotið var framið er hann breyttur maður, búinn að vera edrú í annað ár, er í fastri vinnu og trúlofaður. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa, í ágúst, 2011, staðið að innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin.17 ára og á kafi í neyslu „Ég er á mínum versta stað í lífinu á þessum tíma. Ég er 17 ára gamall og á kafi í neyslu, skulda öllum þeim glæpamönnum sem ég þekkti á þeim tíma pening. Ég var á ferðalagi í útlöndum þegar ég fékk þetta boð um að losna frá öllum skuldum (með því að gerast burðardýr). Ég sá enga aðra leið,“ segir Einar Örn. Eins og áður segir eru rétt tæplega þrjú ár síðan Einar var handtekinn. Þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins eru ekki útskýrðar með öðrum hætti en þessum í dómnum: "Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans."„Svona mál á náttúrulega að tækla strax. Maður á ekki að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að dómur falli. Ég sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði og mér finnst ég vera búinn að vera á skilorði í þrjú ár.“Trúlofaður og edrú í dag Einar hefur á þessum þremur árum snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann fór í meðferð fyrir átján mánuðum og hefur verið edrú síðan. Hann er trúlofaður og í fastri vinnu. „Ég er ánægður með mig og ég veit að foreldrar mínir og nánustu aðstandendur eru það líka. Í dag er ég gjörbreyttur. Ég er edrú, ég hef fullorðnast, ég kann að taka ákvarðanir og ég er ekki með sama hugarfar og áður. Ég er búinn að betra mig,“ segir Einar. Einar viðurkennir að afbrot hans hafi verið alvarlegt og vissulega refsivert. Hann reiknaði alltaf með því að þurfa sitja inni í einhvern tíma en vonaðist til að það yrði metið til refsilækkunar hversu vel hann hafi tekið til í lífi sínu. Það var hinsvegar ekki svo. „Þetta er náttúrulega rosalegt sjokk. Mig langaði til að gráta en ég gat það ekki. Þetta er auðvitað tilfinningasprengja að vita að maður er að fara inn í sex ár. Þetta er einn þriðji af ævi minni nú þegar.“ Einar vonar að vistin á Litla Hrauni næstu árin komi ekki til með að leiða hann af þeirri beinu braut sem hann er á núna. Hann hyggst áfrýja dómnum. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
„Mér finnst eins og það sé verið að dæma mig aftur til fyrra lífernis," segir tvítugur piltur sem var á föstudaginn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum. Nú, þremur árum eftir að brotið var framið er hann breyttur maður, búinn að vera edrú í annað ár, er í fastri vinnu og trúlofaður. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa, í ágúst, 2011, staðið að innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin.17 ára og á kafi í neyslu „Ég er á mínum versta stað í lífinu á þessum tíma. Ég er 17 ára gamall og á kafi í neyslu, skulda öllum þeim glæpamönnum sem ég þekkti á þeim tíma pening. Ég var á ferðalagi í útlöndum þegar ég fékk þetta boð um að losna frá öllum skuldum (með því að gerast burðardýr). Ég sá enga aðra leið,“ segir Einar Örn. Eins og áður segir eru rétt tæplega þrjú ár síðan Einar var handtekinn. Þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins eru ekki útskýrðar með öðrum hætti en þessum í dómnum: "Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans."„Svona mál á náttúrulega að tækla strax. Maður á ekki að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að dómur falli. Ég sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði og mér finnst ég vera búinn að vera á skilorði í þrjú ár.“Trúlofaður og edrú í dag Einar hefur á þessum þremur árum snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann fór í meðferð fyrir átján mánuðum og hefur verið edrú síðan. Hann er trúlofaður og í fastri vinnu. „Ég er ánægður með mig og ég veit að foreldrar mínir og nánustu aðstandendur eru það líka. Í dag er ég gjörbreyttur. Ég er edrú, ég hef fullorðnast, ég kann að taka ákvarðanir og ég er ekki með sama hugarfar og áður. Ég er búinn að betra mig,“ segir Einar. Einar viðurkennir að afbrot hans hafi verið alvarlegt og vissulega refsivert. Hann reiknaði alltaf með því að þurfa sitja inni í einhvern tíma en vonaðist til að það yrði metið til refsilækkunar hversu vel hann hafi tekið til í lífi sínu. Það var hinsvegar ekki svo. „Þetta er náttúrulega rosalegt sjokk. Mig langaði til að gráta en ég gat það ekki. Þetta er auðvitað tilfinningasprengja að vita að maður er að fara inn í sex ár. Þetta er einn þriðji af ævi minni nú þegar.“ Einar vonar að vistin á Litla Hrauni næstu árin komi ekki til með að leiða hann af þeirri beinu braut sem hann er á núna. Hann hyggst áfrýja dómnum.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira