Bíó og sjónvarp

Innyfli og blóð á íslenskri grundu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Myndin er framhald kvikmyndarinnar Dead Snow frá árinu 2009.
Myndin er framhald kvikmyndarinnar Dead Snow frá árinu 2009.
Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr norsku kvikmyndinni Red Snow 2: Red vs Dead hefur verið birt á internetinu. Kvikmyndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir.

Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm er meðframleiðandi myndarinnar, en hún var tekin hér á landi síðasta í sumar. Myndin er framhald kvikmyndarinnar Dead Snow frá árinu 2009 sem sló rækilega í gegn og hefur verið seld til 73 landa.

Líklega er óhætt að fullyrða að myndin sé sú blóðugasta sem tekin hefur verið hér á landi, og rétt er að vara viðkvæma við stiklunni sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Vantar íslenska uppvakninga

Tökur á Dead Snow 2 hefjast eftir Verslunarmannahelgi. Aukaleikara vantar á öllum aldri til þess að leika uppvakninga, ásamt áhættuleikara og leikara sem hafa reynslu af bardagaíþróttum. .

Kvikmynd um nasistauppvakninga tekin upp á Íslandi

Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa vart undan því að sinna erlendu tökuliði sem vill búa til kvikmyndir hér á landi. Nýjasta viðbótin er þó nýstárlegri, en sú fjallar um nasista og uppvakninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×