Töluverð hækkun á heilbrigðisþjónustu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2014 13:53 Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar að því er fram kom í vísitölumælingu Hagstofunnar í liðinni viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ. Þessi mikla hækkun er m.a. til komin vegna hækkana á gjaldskrám sjúkratrygginga fyrir þjónustu lækna og sjúkraþjálfara auk minni niðurgreiðslna vegna ýmissa hjálpartækja fyrir fatlaða, sjúka og aldraða sem tóku gildi um áramót. Mest hækka komugjöld á heilsugæslustöðvar um 20%. Almennt komugjald til heilsugæslulæknis hækkaði um áramót úr kr. 1.000 í kr. 1.200 en gjald utan dagvinnutíma úr kr. 2.600 í kr. 3.100. Fyrir örykja og 70 ára og eldri hækkaði almennt komugjald úr kr. 500 í kr. 600 og gjald utan dagvinnutíma úr kr. 1.300 í kr. 1.500. Komur barna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvar eru áfram gjaldfrjálsar. Komugjöld til sérfræðinga hækkuðu skv. vísitölu neysluverðs um 19% í upphafi árs. Sem dæmi má nefna að almennt komugjald sjúklings til sérfræðilækna er nú kr. 5.000 auk 40% af umframkostnaði en var fyrir áramót kr. 4.500 auk 40% af umframkostnaði. Öryrkjar og 70 ára og eldri greiða nú 1.800 kr. auk 13,33% af umframkostnaði við komur til sérfræðinga en geiddu áður kr. 1.600 auk 13,33% af umframkostnaði. Gjöld fyrir keiluskurði og kransæða- og hjartaþræðingu hækka einnig. Almennt gjald fyrir þessar aðgerði hækkaði um tæp 5% úr kr. 8.700 í kr. 9.100. Örykjar og 70 ára og eldri greiða hins vegar tæplega 7% meira nú en fyrir ármót, kr. 3.200 í stað kr. 3.000. Ný reglurgerð um styrki sjúkratrygginga vegna ýmssa hjálpartækja til að auðvelda athafnir daglegs lífs hjá fötluðum, sjúkum og öldruðum tók gildi um áramót. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á reglum um niðurgreiðslu hjálpartækja og má þar sem dæmi nefna að dregið hefur verið úr niðurgreiðslum sjúkratryggðra vegna kaupa á bleium fyrir fatlaða og sjúka, hjálpartækja vegna öndunarmeðferðar og vegna ýmissa gervihluta t.d. vegna brjóstamissis. Þá hefur niðurgreiðslu verið hætt vegna ýmssa hjálpartækja við persónulega umhriðu ss. tannhirðu, hand- og fótsnyrtingu sem og niðurgreiðslu hjálpartækja við heimilishald ss. matargerð, uppþvott og borðhald.Dæmi um að hjálpartæki sjúklinga hafi hækkað um 77% Ekki er hér um tæmandi upptalningu á þeim breytigum sem reglugerðin hefur í för með sér að ræða. Sem dæmi um áhrif einstakra breytinga má nefna að kostnaður sjúklings af hjálpartæki vegna kæfisvefns fór úr kr. 18.000 á árinu 2013 í kr. 31.800 í ár, sem er 77% hækkun. Þá hefur Þroskahjálp bent á að kostnaður fyrir veikan eða fatlaðan einstakling sem þarf að nota bleiur að staðaldri nemi nú 4.000-5.000 krónur á mánuði en var áður að fullu niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Með þessu hverfi því megnið af þeirri kjarabót sem flestir lífeyrisþegar fengu um ármót. Bein greiðsluþátttaka sjúklinga hefur á undanförum árum farið vaxandi hér á landi. Alþýðusambandið hefur áður lýst áhyggjum af því að vaxandi greiðsluþátttaka leggist þungt á sjúklinga og tekjulægri hópa og sé til þess fallin að hindra aðgengi að þjónustunni og auka misskiptingu. Nýleg rannsókn Félagsvísindastofnunnar sýnir að að allt að þriðjungur Íslendinga frestaði því í fyrra að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu en öryrkjar og lágtekjufólk eru enn líklegri til að hafa frestað því að sækja sér heilbriðgðsþjónustu. Verulegt áhyggjuefni er hversu margir nefna kostnað sem aðal ástæðu þess að þeir fresti því að leita sér lækninga og ætti sú staðreynd að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar að því er fram kom í vísitölumælingu Hagstofunnar í liðinni viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ. Þessi mikla hækkun er m.a. til komin vegna hækkana á gjaldskrám sjúkratrygginga fyrir þjónustu lækna og sjúkraþjálfara auk minni niðurgreiðslna vegna ýmissa hjálpartækja fyrir fatlaða, sjúka og aldraða sem tóku gildi um áramót. Mest hækka komugjöld á heilsugæslustöðvar um 20%. Almennt komugjald til heilsugæslulæknis hækkaði um áramót úr kr. 1.000 í kr. 1.200 en gjald utan dagvinnutíma úr kr. 2.600 í kr. 3.100. Fyrir örykja og 70 ára og eldri hækkaði almennt komugjald úr kr. 500 í kr. 600 og gjald utan dagvinnutíma úr kr. 1.300 í kr. 1.500. Komur barna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvar eru áfram gjaldfrjálsar. Komugjöld til sérfræðinga hækkuðu skv. vísitölu neysluverðs um 19% í upphafi árs. Sem dæmi má nefna að almennt komugjald sjúklings til sérfræðilækna er nú kr. 5.000 auk 40% af umframkostnaði en var fyrir áramót kr. 4.500 auk 40% af umframkostnaði. Öryrkjar og 70 ára og eldri greiða nú 1.800 kr. auk 13,33% af umframkostnaði við komur til sérfræðinga en geiddu áður kr. 1.600 auk 13,33% af umframkostnaði. Gjöld fyrir keiluskurði og kransæða- og hjartaþræðingu hækka einnig. Almennt gjald fyrir þessar aðgerði hækkaði um tæp 5% úr kr. 8.700 í kr. 9.100. Örykjar og 70 ára og eldri greiða hins vegar tæplega 7% meira nú en fyrir ármót, kr. 3.200 í stað kr. 3.000. Ný reglurgerð um styrki sjúkratrygginga vegna ýmssa hjálpartækja til að auðvelda athafnir daglegs lífs hjá fötluðum, sjúkum og öldruðum tók gildi um áramót. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á reglum um niðurgreiðslu hjálpartækja og má þar sem dæmi nefna að dregið hefur verið úr niðurgreiðslum sjúkratryggðra vegna kaupa á bleium fyrir fatlaða og sjúka, hjálpartækja vegna öndunarmeðferðar og vegna ýmissa gervihluta t.d. vegna brjóstamissis. Þá hefur niðurgreiðslu verið hætt vegna ýmssa hjálpartækja við persónulega umhriðu ss. tannhirðu, hand- og fótsnyrtingu sem og niðurgreiðslu hjálpartækja við heimilishald ss. matargerð, uppþvott og borðhald.Dæmi um að hjálpartæki sjúklinga hafi hækkað um 77% Ekki er hér um tæmandi upptalningu á þeim breytigum sem reglugerðin hefur í för með sér að ræða. Sem dæmi um áhrif einstakra breytinga má nefna að kostnaður sjúklings af hjálpartæki vegna kæfisvefns fór úr kr. 18.000 á árinu 2013 í kr. 31.800 í ár, sem er 77% hækkun. Þá hefur Þroskahjálp bent á að kostnaður fyrir veikan eða fatlaðan einstakling sem þarf að nota bleiur að staðaldri nemi nú 4.000-5.000 krónur á mánuði en var áður að fullu niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Með þessu hverfi því megnið af þeirri kjarabót sem flestir lífeyrisþegar fengu um ármót. Bein greiðsluþátttaka sjúklinga hefur á undanförum árum farið vaxandi hér á landi. Alþýðusambandið hefur áður lýst áhyggjum af því að vaxandi greiðsluþátttaka leggist þungt á sjúklinga og tekjulægri hópa og sé til þess fallin að hindra aðgengi að þjónustunni og auka misskiptingu. Nýleg rannsókn Félagsvísindastofnunnar sýnir að að allt að þriðjungur Íslendinga frestaði því í fyrra að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu en öryrkjar og lágtekjufólk eru enn líklegri til að hafa frestað því að sækja sér heilbriðgðsþjónustu. Verulegt áhyggjuefni er hversu margir nefna kostnað sem aðal ástæðu þess að þeir fresti því að leita sér lækninga og ætti sú staðreynd að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira