Fimm þýðingar á glæpasögum tilnefndar til Ísnálarinnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. júlí 2014 13:00 Magnea J. Matthíasdóttir: "Gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“ Vísir/GVA „Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tímabært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagnahátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Iceland Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjaldgengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stífur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“Þessar bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l'affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi. Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
„Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tímabært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagnahátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Iceland Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjaldgengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stífur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“Þessar bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l'affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi.
Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira