Innlent

Yfir 30 ökumenn óku of hratt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 161 ökutæki þessa akstursleið.
Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 161 ökutæki þessa akstursleið. visir/stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði í dag 31 ökumann á of miklum hraða á Vatnsendavegi í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vatnsendaveg í suðurátt, að Akurhvarfi.

Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 161 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega fimmtungur ökumanna, eða 19%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Meðalhraði hinna brotlegu var 63 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 82 km/klst.

Vöktun lögreglunnar á Vatnsendavegi er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×