Innlent

Ennþá vafi um skaðsemi sætuefna

Linda Blöndal skrifar
Í liðinni viku birti hið virta tímaritið Nature niðurstöður úr rannsókn sem gerð var á sætuefnunum sakkarín, súkralósi og aspartam og sýnir niðurstöður sem ekki hafa komið fram áður um að efnin valdi brenglun á sykurþoli. Efnin eru algeng í mörgum matartegundum eins og léttum mjólkurdrykkjum og svokölluðum diet gosdrykkjum, eins og Diet Coke og Pepsi Max, svo eitthvað sé nefnt.

Menn og mýs fengu sykurbrenglun

Þessi hitaeiningalausu sætuefni eru ein algengustu aukaefnin sem notuð eru í matvælaframleiðslu í heiminum í dag.  Rannsóknin var gerð á músum sem innbyrgðu reglulega gervisykur og fengu brenglað sykurþol. Tilraunin var einnig gerð á sjö manneskjum sem einnig fengu sykurbrenglun eins og mýsnar. Það mun samt ekki breyta þeim viðmiðunum sem eru notuð af evrópsku matvælaeftirliti, segir Ingibjörg og aðrar og ítarlegri rannsóknir þyrfti á mönnum til að það gerðist og þannig rannsóknir verði ekki gerðar.

Stutt síðan efnið kom á markað

Tilraunin í Nature gefi einungis vísbendingar sem þó eigi að taka alvarlega, segir Ingibjörg. Einungis fimmtán ár eru síðan sætuefnin ruddu sér af alvöru til rúms í matvælaiðnaði og eru rannsóknir mjög skamm á veg komnar, benti Ingibjörg á í fréttum Stöðvar tvö í kvöld og að efnin séu ekki manninum nauðsynleg nema þvert á móti. Hún bendir lika á að neytendur hafi alltaf val um hvers þeir neyti og best að neyta lítils sykurs, hvort sem hann er gervi eða ekki.

Linda Blöndal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×