Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. febrúar 2014 20:00 Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum sem gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. Nú þegar hafa landeigendur nokkurra vinsælla ferðamannastaða ákveðið að hefja gjaldtöku í sumar.Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að landeigendur í Reykjahlíð hefðu tekið ákvörðun um að innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Gjaldtaka fyrir að skoða Dettifoss verður 800 krónur. Um 100 þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á síðasta ári og því gætu tekjurnar numið frá 80 til 100 milljónum króna á ári hverju. Nú þegar hafa landeigendur við Gullfoss og Geysi tilkynnt gjaldtöku og sömu sögu er að segja af Kerinu í Grímsnesi og Silfru á Þingvöllum.Náttúrupassinn á lokametrunumRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði kosið að landeigendur hefðu beðið eftir náttúrupassanum. „Ég er að sjálfsögðu hlynntari því að menn hinkri og sjái niðurstöðuna hjá okkur í vinnunni með náttúrupassann sem er núna á lokametrum. Ég vona að ég nái að kynna þær tillögur sem við munum leggja fram öðru hvoru megin við mánaðamótin. Nýjustu áformin eru að hefja gjaldtöku í júní í sumar þannig að ég vona að við náum saman um þetta mál áður en til þeirrar gjaldtöku kemur,“ segir Ragnheiður Elín.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sagði í samtali við Fréttablaðið að tiltrú til náttúrupassans væri lítil. Fátt bendi til þess að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. Ólafur sagðist vilja fá arðinn heim í hérað.Finnst þér eðlilegt að landeigendur gerði sér arð af náttúruperlum landsins? „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það vegna þess að landeigendur verða fyrir ýmsum kostnaði,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég sé ekkert athugavert við það að menn fái sanngjarnan arð af þeirri fjárfestingu sem liggur í landinu.“ Tengdar fréttir Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum sem gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. Nú þegar hafa landeigendur nokkurra vinsælla ferðamannastaða ákveðið að hefja gjaldtöku í sumar.Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að landeigendur í Reykjahlíð hefðu tekið ákvörðun um að innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Gjaldtaka fyrir að skoða Dettifoss verður 800 krónur. Um 100 þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á síðasta ári og því gætu tekjurnar numið frá 80 til 100 milljónum króna á ári hverju. Nú þegar hafa landeigendur við Gullfoss og Geysi tilkynnt gjaldtöku og sömu sögu er að segja af Kerinu í Grímsnesi og Silfru á Þingvöllum.Náttúrupassinn á lokametrunumRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði kosið að landeigendur hefðu beðið eftir náttúrupassanum. „Ég er að sjálfsögðu hlynntari því að menn hinkri og sjái niðurstöðuna hjá okkur í vinnunni með náttúrupassann sem er núna á lokametrum. Ég vona að ég nái að kynna þær tillögur sem við munum leggja fram öðru hvoru megin við mánaðamótin. Nýjustu áformin eru að hefja gjaldtöku í júní í sumar þannig að ég vona að við náum saman um þetta mál áður en til þeirrar gjaldtöku kemur,“ segir Ragnheiður Elín.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sagði í samtali við Fréttablaðið að tiltrú til náttúrupassans væri lítil. Fátt bendi til þess að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. Ólafur sagðist vilja fá arðinn heim í hérað.Finnst þér eðlilegt að landeigendur gerði sér arð af náttúruperlum landsins? „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það vegna þess að landeigendur verða fyrir ýmsum kostnaði,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég sé ekkert athugavert við það að menn fái sanngjarnan arð af þeirri fjárfestingu sem liggur í landinu.“
Tengdar fréttir Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00