Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2014 11:36 Vigdís hefur kallað stjórn RÚV á fund fjárlaganefndar, þar sem hún mun krefjast svara og í framhaldinu mun hún gera Magnúsi Geir útvarpsstjóra að skera niður í rekstrinum. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Vísir fjallaði um málið í gær og birti tilkynningu frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra um málið. Magnús Geir tók við sem útvarpsstjóri snemma á þessu ári, en áður en til þess kom átti hann sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. En, ljóst er að málið mun koma á borð fjárlaganefndar og þar er Vigdísi að mæta. „Maður varð náttúrlega svolítið undrandi í gærkvöldi þegar þetta birtist í fréttum, að RÚV sé raunverulega ógjaldfært; eða hafi ekki samið við sína skuldunauta. Ég hef þegar gert ráðstafanir núna í morgunsárið og hef lagt það fyrir fjárlaganefnd að við fundum í næstu viku. Og fáum stjórn RÚV til okkar til að útskýra þessi mál og fara yfir þetta.“Nú mun þessi staða væntanlega kalla á aukið fjármagn frá ríkinu til Ríkisútvarpsins ohf. eða liggur það ekki fyrir? „Nei. Það liggur alls ekki fyrir. Það er frekar hægt að fara hina leiðina, að það sé dregið einhvers staðar saman í rekstri.“Þannig að þú munt krefjast þess af stjórnendum RÚV að þeir leiti frekari leiða með að skera niður hjá sér í rekstri? „Það verður að leita verður að velta við öllum steinum, greinilega. Þess vegna er ég nú búin að biðja um það að stjórnin komi fyrir fjárlaganefnd. Augljóst er að stjórnin hlýtur að hafa vitað af þessum skuldbindingum mjög lengi og ekki gert ráðstafanir, að mínu mati. Og þó RÚV sé að nokkru á ábyrgð ríkisins, er að vísu rekið sem ohf. núna, þá er það ekkert sjálfgefið að það sé endalaust dælt þarna inn fjármagni frekar en aðrar ríkisstofnanir.“ Vigdís segir að ekki verði hvikað frá því markmiði að ná hallalausum fjárlögum 2014 og skila afgangi 2015. Og hún Vigdís ætlar ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Það verða allir að taka á því með okkur – RUV líka.“ Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Vísir fjallaði um málið í gær og birti tilkynningu frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra um málið. Magnús Geir tók við sem útvarpsstjóri snemma á þessu ári, en áður en til þess kom átti hann sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. En, ljóst er að málið mun koma á borð fjárlaganefndar og þar er Vigdísi að mæta. „Maður varð náttúrlega svolítið undrandi í gærkvöldi þegar þetta birtist í fréttum, að RÚV sé raunverulega ógjaldfært; eða hafi ekki samið við sína skuldunauta. Ég hef þegar gert ráðstafanir núna í morgunsárið og hef lagt það fyrir fjárlaganefnd að við fundum í næstu viku. Og fáum stjórn RÚV til okkar til að útskýra þessi mál og fara yfir þetta.“Nú mun þessi staða væntanlega kalla á aukið fjármagn frá ríkinu til Ríkisútvarpsins ohf. eða liggur það ekki fyrir? „Nei. Það liggur alls ekki fyrir. Það er frekar hægt að fara hina leiðina, að það sé dregið einhvers staðar saman í rekstri.“Þannig að þú munt krefjast þess af stjórnendum RÚV að þeir leiti frekari leiða með að skera niður hjá sér í rekstri? „Það verður að leita verður að velta við öllum steinum, greinilega. Þess vegna er ég nú búin að biðja um það að stjórnin komi fyrir fjárlaganefnd. Augljóst er að stjórnin hlýtur að hafa vitað af þessum skuldbindingum mjög lengi og ekki gert ráðstafanir, að mínu mati. Og þó RÚV sé að nokkru á ábyrgð ríkisins, er að vísu rekið sem ohf. núna, þá er það ekkert sjálfgefið að það sé endalaust dælt þarna inn fjármagni frekar en aðrar ríkisstofnanir.“ Vigdís segir að ekki verði hvikað frá því markmiði að ná hallalausum fjárlögum 2014 og skila afgangi 2015. Og hún Vigdís ætlar ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Það verða allir að taka á því með okkur – RUV líka.“
Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30
Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06
Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels