Þrettán þúsund manns biðja Færeyinga afsökunar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2014 16:34 Hér eru þær Rakel og Valdís með færeysku skipverjunum sem eru nú farnir heim. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa smellt á „like-hnappinn“ við Facebook-síðuna Færeyingar: Við biðjumst afsökunar. Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir stofnuðu síðuna á föstudaginn. „Þessi viðbrögð eru gjörsamlega ótrúleg,“ segir Rakel í samtali við Vísi og heldur áfram: „Þetta er greinilega málstaður sem snertir marga. Færeyingar hafa reynst okkur vel á ögurstundu og við viljum auðvitað gera slíkt hið sama. Ég held að margir séu ánægðir með þetta framtak okkar. Færeysku sjómennirnir voru rosalega ánægðir og sögðu bara að systkin rífast stundum. Þeir tóku við afsökunarbeiðninni.“ Færeyski togarinn Nærarberg þurfti að liggja við höfn yfir helgi vegna bilunnar og fékk hafnarstjóri upphaflega þau skilaboð að veita skipinu ekki fulla þjónustu vegna þess að skipið var við veðiar úr sameiginlegum stofnum og var talið, að samkvæmt lögum, ætti ekki að þjónusta skipið. Vakti sú ákvörðun hörð viðbrögð. Að lokum fékk skipið þó fulla þjónustu Skipið er nú farið úr höfn og má því segja að færeysku skipverjarnir hafi farið heim þrettán þúsund „like“.Mættu með pizzur og bakkelsi Rakel og Valdís létu það ekki nægja að halda úti síðunni. „Strax á föstudaginn fengum við póst þar sem einn stakk upp á því að við myndum standa fyrir söfnun, svo fólk gæti gefið færeysku sjómönnunum mat. Við fórum af stað með söfnunina og mættum til þeirra á laugardeginum með pizzur og bakkelsi. Þeir brostu bara út að eyrum.“ Rakel segir að viðbrögðin við síðunni hafi komið sér rosalega á óvart, enda ansi stór hópur. „Þetta eru samt sem áður ekki einungis Íslendingar. Einhver hluti hópsins er frá Færeyjum. Fólkið þar fylgist vel með þessu máli.“Hugmyndin kviknaði á föstudag Hún segir að hugmyndin að stofnun síðunnar hafi kviknað á föstudaginn. „Valdís hafði samband við mig með þessa hugmynd og hún þurfti ekki mikið til að sannfæra mig. Ég var algjörlega sammála henni. Við vildum biðjast afsökunar.“ Þær fóru svo til Færeyinganna með pizzur. „Við söfnuðum tæpum sextíu þúsund krónum og keyptum pizzur frá Domino‘s. Þeir voru rosalega ánægðir með það, ég held að það sé ekki Domino‘s staður í Færeyjum. Síðan fengum við gefins brauðstangir til að gefa þeim og Mosfellsbakarí gaf þeim kökur. Þeir voru ofsalega ánægðir. Fyrst þegar við töluðum við áhafnarmeðlimina voru þeir svakalega ánægðir með viðbrögðin við síðunni. Þá voru 1700 manns búnir að líka við síðuna. Síðan voru þeir fljótt orðnir 2100 og þegar við fórum úr skipinu voru „lækin“ orðin 2500. Þetta vatt rosalega fljótt upp á sig.“Mikil vinna En þó er einn ókostur við að halda síðunni úti: „Þetta er búið að vera rosalega mikil vinna, mig óraði aldrei fyrir því,“ segir Rakel og hlær dátt. Hún segist vera ánægð með að geta komið skilaboðunum áleiðis: Að Íslendingum þyki þetta leiðinlegt. „Já, maður man sérstaklega eftir því hversu góðir Færeyingar voru við okkur þegar snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri. Þá söfnuðu þeir háum fjármunum. Þeir hafa alltaf reynst okkur vel.“ Rakel vonar að sættir náist, en á morgun munu fulltrúar ríkisstjórna landanna funda. „Þegar ríki eru svona náin hlýtur að vera hægt að ná sáttum.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Rúmlega þrettán þúsund manns hafa smellt á „like-hnappinn“ við Facebook-síðuna Færeyingar: Við biðjumst afsökunar. Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir stofnuðu síðuna á föstudaginn. „Þessi viðbrögð eru gjörsamlega ótrúleg,“ segir Rakel í samtali við Vísi og heldur áfram: „Þetta er greinilega málstaður sem snertir marga. Færeyingar hafa reynst okkur vel á ögurstundu og við viljum auðvitað gera slíkt hið sama. Ég held að margir séu ánægðir með þetta framtak okkar. Færeysku sjómennirnir voru rosalega ánægðir og sögðu bara að systkin rífast stundum. Þeir tóku við afsökunarbeiðninni.“ Færeyski togarinn Nærarberg þurfti að liggja við höfn yfir helgi vegna bilunnar og fékk hafnarstjóri upphaflega þau skilaboð að veita skipinu ekki fulla þjónustu vegna þess að skipið var við veðiar úr sameiginlegum stofnum og var talið, að samkvæmt lögum, ætti ekki að þjónusta skipið. Vakti sú ákvörðun hörð viðbrögð. Að lokum fékk skipið þó fulla þjónustu Skipið er nú farið úr höfn og má því segja að færeysku skipverjarnir hafi farið heim þrettán þúsund „like“.Mættu með pizzur og bakkelsi Rakel og Valdís létu það ekki nægja að halda úti síðunni. „Strax á föstudaginn fengum við póst þar sem einn stakk upp á því að við myndum standa fyrir söfnun, svo fólk gæti gefið færeysku sjómönnunum mat. Við fórum af stað með söfnunina og mættum til þeirra á laugardeginum með pizzur og bakkelsi. Þeir brostu bara út að eyrum.“ Rakel segir að viðbrögðin við síðunni hafi komið sér rosalega á óvart, enda ansi stór hópur. „Þetta eru samt sem áður ekki einungis Íslendingar. Einhver hluti hópsins er frá Færeyjum. Fólkið þar fylgist vel með þessu máli.“Hugmyndin kviknaði á föstudag Hún segir að hugmyndin að stofnun síðunnar hafi kviknað á föstudaginn. „Valdís hafði samband við mig með þessa hugmynd og hún þurfti ekki mikið til að sannfæra mig. Ég var algjörlega sammála henni. Við vildum biðjast afsökunar.“ Þær fóru svo til Færeyinganna með pizzur. „Við söfnuðum tæpum sextíu þúsund krónum og keyptum pizzur frá Domino‘s. Þeir voru rosalega ánægðir með það, ég held að það sé ekki Domino‘s staður í Færeyjum. Síðan fengum við gefins brauðstangir til að gefa þeim og Mosfellsbakarí gaf þeim kökur. Þeir voru ofsalega ánægðir. Fyrst þegar við töluðum við áhafnarmeðlimina voru þeir svakalega ánægðir með viðbrögðin við síðunni. Þá voru 1700 manns búnir að líka við síðuna. Síðan voru þeir fljótt orðnir 2100 og þegar við fórum úr skipinu voru „lækin“ orðin 2500. Þetta vatt rosalega fljótt upp á sig.“Mikil vinna En þó er einn ókostur við að halda síðunni úti: „Þetta er búið að vera rosalega mikil vinna, mig óraði aldrei fyrir því,“ segir Rakel og hlær dátt. Hún segist vera ánægð með að geta komið skilaboðunum áleiðis: Að Íslendingum þyki þetta leiðinlegt. „Já, maður man sérstaklega eftir því hversu góðir Færeyingar voru við okkur þegar snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri. Þá söfnuðu þeir háum fjármunum. Þeir hafa alltaf reynst okkur vel.“ Rakel vonar að sættir náist, en á morgun munu fulltrúar ríkisstjórna landanna funda. „Þegar ríki eru svona náin hlýtur að vera hægt að ná sáttum.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira