Þrettán þúsund manns biðja Færeyinga afsökunar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2014 16:34 Hér eru þær Rakel og Valdís með færeysku skipverjunum sem eru nú farnir heim. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa smellt á „like-hnappinn“ við Facebook-síðuna Færeyingar: Við biðjumst afsökunar. Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir stofnuðu síðuna á föstudaginn. „Þessi viðbrögð eru gjörsamlega ótrúleg,“ segir Rakel í samtali við Vísi og heldur áfram: „Þetta er greinilega málstaður sem snertir marga. Færeyingar hafa reynst okkur vel á ögurstundu og við viljum auðvitað gera slíkt hið sama. Ég held að margir séu ánægðir með þetta framtak okkar. Færeysku sjómennirnir voru rosalega ánægðir og sögðu bara að systkin rífast stundum. Þeir tóku við afsökunarbeiðninni.“ Færeyski togarinn Nærarberg þurfti að liggja við höfn yfir helgi vegna bilunnar og fékk hafnarstjóri upphaflega þau skilaboð að veita skipinu ekki fulla þjónustu vegna þess að skipið var við veðiar úr sameiginlegum stofnum og var talið, að samkvæmt lögum, ætti ekki að þjónusta skipið. Vakti sú ákvörðun hörð viðbrögð. Að lokum fékk skipið þó fulla þjónustu Skipið er nú farið úr höfn og má því segja að færeysku skipverjarnir hafi farið heim þrettán þúsund „like“.Mættu með pizzur og bakkelsi Rakel og Valdís létu það ekki nægja að halda úti síðunni. „Strax á föstudaginn fengum við póst þar sem einn stakk upp á því að við myndum standa fyrir söfnun, svo fólk gæti gefið færeysku sjómönnunum mat. Við fórum af stað með söfnunina og mættum til þeirra á laugardeginum með pizzur og bakkelsi. Þeir brostu bara út að eyrum.“ Rakel segir að viðbrögðin við síðunni hafi komið sér rosalega á óvart, enda ansi stór hópur. „Þetta eru samt sem áður ekki einungis Íslendingar. Einhver hluti hópsins er frá Færeyjum. Fólkið þar fylgist vel með þessu máli.“Hugmyndin kviknaði á föstudag Hún segir að hugmyndin að stofnun síðunnar hafi kviknað á föstudaginn. „Valdís hafði samband við mig með þessa hugmynd og hún þurfti ekki mikið til að sannfæra mig. Ég var algjörlega sammála henni. Við vildum biðjast afsökunar.“ Þær fóru svo til Færeyinganna með pizzur. „Við söfnuðum tæpum sextíu þúsund krónum og keyptum pizzur frá Domino‘s. Þeir voru rosalega ánægðir með það, ég held að það sé ekki Domino‘s staður í Færeyjum. Síðan fengum við gefins brauðstangir til að gefa þeim og Mosfellsbakarí gaf þeim kökur. Þeir voru ofsalega ánægðir. Fyrst þegar við töluðum við áhafnarmeðlimina voru þeir svakalega ánægðir með viðbrögðin við síðunni. Þá voru 1700 manns búnir að líka við síðuna. Síðan voru þeir fljótt orðnir 2100 og þegar við fórum úr skipinu voru „lækin“ orðin 2500. Þetta vatt rosalega fljótt upp á sig.“Mikil vinna En þó er einn ókostur við að halda síðunni úti: „Þetta er búið að vera rosalega mikil vinna, mig óraði aldrei fyrir því,“ segir Rakel og hlær dátt. Hún segist vera ánægð með að geta komið skilaboðunum áleiðis: Að Íslendingum þyki þetta leiðinlegt. „Já, maður man sérstaklega eftir því hversu góðir Færeyingar voru við okkur þegar snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri. Þá söfnuðu þeir háum fjármunum. Þeir hafa alltaf reynst okkur vel.“ Rakel vonar að sættir náist, en á morgun munu fulltrúar ríkisstjórna landanna funda. „Þegar ríki eru svona náin hlýtur að vera hægt að ná sáttum.“ Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Rúmlega þrettán þúsund manns hafa smellt á „like-hnappinn“ við Facebook-síðuna Færeyingar: Við biðjumst afsökunar. Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir stofnuðu síðuna á föstudaginn. „Þessi viðbrögð eru gjörsamlega ótrúleg,“ segir Rakel í samtali við Vísi og heldur áfram: „Þetta er greinilega málstaður sem snertir marga. Færeyingar hafa reynst okkur vel á ögurstundu og við viljum auðvitað gera slíkt hið sama. Ég held að margir séu ánægðir með þetta framtak okkar. Færeysku sjómennirnir voru rosalega ánægðir og sögðu bara að systkin rífast stundum. Þeir tóku við afsökunarbeiðninni.“ Færeyski togarinn Nærarberg þurfti að liggja við höfn yfir helgi vegna bilunnar og fékk hafnarstjóri upphaflega þau skilaboð að veita skipinu ekki fulla þjónustu vegna þess að skipið var við veðiar úr sameiginlegum stofnum og var talið, að samkvæmt lögum, ætti ekki að þjónusta skipið. Vakti sú ákvörðun hörð viðbrögð. Að lokum fékk skipið þó fulla þjónustu Skipið er nú farið úr höfn og má því segja að færeysku skipverjarnir hafi farið heim þrettán þúsund „like“.Mættu með pizzur og bakkelsi Rakel og Valdís létu það ekki nægja að halda úti síðunni. „Strax á föstudaginn fengum við póst þar sem einn stakk upp á því að við myndum standa fyrir söfnun, svo fólk gæti gefið færeysku sjómönnunum mat. Við fórum af stað með söfnunina og mættum til þeirra á laugardeginum með pizzur og bakkelsi. Þeir brostu bara út að eyrum.“ Rakel segir að viðbrögðin við síðunni hafi komið sér rosalega á óvart, enda ansi stór hópur. „Þetta eru samt sem áður ekki einungis Íslendingar. Einhver hluti hópsins er frá Færeyjum. Fólkið þar fylgist vel með þessu máli.“Hugmyndin kviknaði á föstudag Hún segir að hugmyndin að stofnun síðunnar hafi kviknað á föstudaginn. „Valdís hafði samband við mig með þessa hugmynd og hún þurfti ekki mikið til að sannfæra mig. Ég var algjörlega sammála henni. Við vildum biðjast afsökunar.“ Þær fóru svo til Færeyinganna með pizzur. „Við söfnuðum tæpum sextíu þúsund krónum og keyptum pizzur frá Domino‘s. Þeir voru rosalega ánægðir með það, ég held að það sé ekki Domino‘s staður í Færeyjum. Síðan fengum við gefins brauðstangir til að gefa þeim og Mosfellsbakarí gaf þeim kökur. Þeir voru ofsalega ánægðir. Fyrst þegar við töluðum við áhafnarmeðlimina voru þeir svakalega ánægðir með viðbrögðin við síðunni. Þá voru 1700 manns búnir að líka við síðuna. Síðan voru þeir fljótt orðnir 2100 og þegar við fórum úr skipinu voru „lækin“ orðin 2500. Þetta vatt rosalega fljótt upp á sig.“Mikil vinna En þó er einn ókostur við að halda síðunni úti: „Þetta er búið að vera rosalega mikil vinna, mig óraði aldrei fyrir því,“ segir Rakel og hlær dátt. Hún segist vera ánægð með að geta komið skilaboðunum áleiðis: Að Íslendingum þyki þetta leiðinlegt. „Já, maður man sérstaklega eftir því hversu góðir Færeyingar voru við okkur þegar snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri. Þá söfnuðu þeir háum fjármunum. Þeir hafa alltaf reynst okkur vel.“ Rakel vonar að sættir náist, en á morgun munu fulltrúar ríkisstjórna landanna funda. „Þegar ríki eru svona náin hlýtur að vera hægt að ná sáttum.“
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira