„HINS VEGAR, þegar ég pósta "selfie" eða elegant mynd af mér eða okkur hjónum þá ærist alnetið og allt ætlar um koll að keyra í lækum og kommentum (sem mér þykir að sjálfsögðu vænt um enda jafn mikill "læk-fíkill" og næsti maður)," heldur Bergsteinn áfram, en uppátækið hefur vakið talsverða lukku á samskiptamiðlinum og ljóst að „neyðarselfie" vekur meiri athygli en fyrri vinnutengdar stöðuuppfærslur Bergsteins því uppfærsla hans hefur hlotið tæplega 200 „læk" á stuttum tíma.
„Gott og vel, svona eru samskiptaleiðir að breytast og maður verður að rúlla með því. Hérmeð slæ ég tvær flugur í einu höggi og pósta minni fyrstu starfstengdu #neyðarselfie sem er bæði elegant en einnig með styrktarmöguleika fyrir þá sem vilja styðja baráttu UNICEF gegn ebólu. Dúndrið endilega læki á og sendið jafnvel sms! Ókeibæ."
Hér getur þú lagt þitt af mörkum til að hjálpa til við neyðarsöfnun UNICEF gegn ebólufaraldrinum.
