Melissa McCarthy sóar hæfileikum sínum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2014 11:00 Susan Sarandon leikur ömmu Tammy í myndinni. Grínmyndin Tammy var frumsýnd á Íslandi í gær en hún fjallar um Tammy sem missir vinnuna og kemst að því að eiginmaður hennar hefur haldið framhjá henni. Hún ákveður að gera eitthvað nýtt og býður ömmu sinni, Pearl, í bíltúr en amman er illa haldin af alkóhólisma. Þegar Tammy ákveður síðan að ræna skyndibitastað eru góð ráð dýr og stöllurnar lenda í ýmsum ævintýrum. Leikkonan Melissa McCarthy leikur Tammy en hún náði að slá í gegn í Hollywood í kvikmyndinni Bridesmaids frá árinu 2011. Hún stal senunni og kvikmyndir eins og The Identity Thief og The Heat fylgdu í kjölfarið og er Melissa ókrýnd gríndrottning Hollywood. Tammy er hins vegar persónulegasta verkefni hennar til þessa þar sem hún skrifaði handritið ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Ben Falcone. Ben leikstýrir myndinni en þetta er frumraun hans í leikstjórn. Í viðtali við Fast Company segir Ben að hann vilji sýna nýja hlið á Melissu. „Ég vil auðvitað að myndin gangi vel af milljónum ástæðna. En þetta er frábært tækifæri fyrir Melissu að leika allt þetta og sýna aðra hlið á sjálfri sér,“ segir hann. Þau hjónin vilja semja grín um venjulegt fólk í skringilegum aðstæðum. „Melissa og ég segjum bæði að við skrifum ekki góðar skrýtlur. En grín snýst um að setja einhvern í aðstæður þar sem hann þarf að berjast fyrir því að ná árangri og horfa á hann annað hvort standa sig vel eða, eins og líklegra er í grínmynd, standa sig illa.“ Myndin hefur hins vegar ekki hlotið lof gagnrýnenda og segir Amy Nelson hjá Guardian Liberty Voice að Melissa hafi sóað hæfileikum sínum við leik í myndinni. „Melissa McCarthy er ótrúlega hæfileikarík leikkona og grínisti og hefur sýnt hvað hún getur fyrir framan myndavélina í mörgum myndum upp á síðkastið. Því miður hefur Melissa McCarthy sóað hæfileikum sínum í nýju myndinni Tammy og bæði áhorfendur og gagnrýnendur eru sammála um að kvikmyndin sé flopp,“ skrifar hún. Auk Melissu eru það Susan Sarandon, Dan Aykroyd, Kathy Bates og Toni Collette sem fara með hlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Grínmyndin Tammy var frumsýnd á Íslandi í gær en hún fjallar um Tammy sem missir vinnuna og kemst að því að eiginmaður hennar hefur haldið framhjá henni. Hún ákveður að gera eitthvað nýtt og býður ömmu sinni, Pearl, í bíltúr en amman er illa haldin af alkóhólisma. Þegar Tammy ákveður síðan að ræna skyndibitastað eru góð ráð dýr og stöllurnar lenda í ýmsum ævintýrum. Leikkonan Melissa McCarthy leikur Tammy en hún náði að slá í gegn í Hollywood í kvikmyndinni Bridesmaids frá árinu 2011. Hún stal senunni og kvikmyndir eins og The Identity Thief og The Heat fylgdu í kjölfarið og er Melissa ókrýnd gríndrottning Hollywood. Tammy er hins vegar persónulegasta verkefni hennar til þessa þar sem hún skrifaði handritið ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Ben Falcone. Ben leikstýrir myndinni en þetta er frumraun hans í leikstjórn. Í viðtali við Fast Company segir Ben að hann vilji sýna nýja hlið á Melissu. „Ég vil auðvitað að myndin gangi vel af milljónum ástæðna. En þetta er frábært tækifæri fyrir Melissu að leika allt þetta og sýna aðra hlið á sjálfri sér,“ segir hann. Þau hjónin vilja semja grín um venjulegt fólk í skringilegum aðstæðum. „Melissa og ég segjum bæði að við skrifum ekki góðar skrýtlur. En grín snýst um að setja einhvern í aðstæður þar sem hann þarf að berjast fyrir því að ná árangri og horfa á hann annað hvort standa sig vel eða, eins og líklegra er í grínmynd, standa sig illa.“ Myndin hefur hins vegar ekki hlotið lof gagnrýnenda og segir Amy Nelson hjá Guardian Liberty Voice að Melissa hafi sóað hæfileikum sínum við leik í myndinni. „Melissa McCarthy er ótrúlega hæfileikarík leikkona og grínisti og hefur sýnt hvað hún getur fyrir framan myndavélina í mörgum myndum upp á síðkastið. Því miður hefur Melissa McCarthy sóað hæfileikum sínum í nýju myndinni Tammy og bæði áhorfendur og gagnrýnendur eru sammála um að kvikmyndin sé flopp,“ skrifar hún. Auk Melissu eru það Susan Sarandon, Dan Aykroyd, Kathy Bates og Toni Collette sem fara með hlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira