Vilja fá að veiða makrílinn heima Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. júlí 2014 00:01 Páll Halldórsson í brúnni á Páli Pálssyni. Þeir nafnar verða að sigla fram hjá fjölmörgum vaðandi makríltorfum áður en hægt er að fara að veiða makríl. mynd/Páll Pálsson Vestfirskum útgerðarmönnum svíður að þurfa að sigla tímunum saman fram hjá fjöldanum öllum af makríltorfum til þess að komast suður í Breiðafjörð þar sem þeir geta fyrst einbeitt sér að því að veiða makrílinn. „Já, við þurfum að hoppa margoft yfir lækinn til þess að sækja vatnið,“ segir Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal. Hann vill knýja á um breytingu í þessum efnum enda drjúgur eldsneytisdropinn og tíminn á leiðinni á lögleg mið. Ástæðan fyrir því að bannað er að veiða makríl þar sem hann heldur sig við Vestfirði er sú að þar er að finna mikilvæg hrygningarsvæði fyrir marga af okkar mikilvægustu stofnum. Páll Halldórsson, skipsstjóri á Páli Pálssyni, segir hins vegar að þessi rök séu byggð á margra ára gömlum rannsóknum. „Það hefur nú afar mikið breyst á undanförnum árum,“ segir hann. Hann spyr einnig hvort skárra sé að makríllinn éti seiðin en að þau slæðist með makrílaflanum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri Nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að því sé ekki að neita að rannsóknargögnin séu komin til ára sinna. „Þetta er byggt á rannsóknum sem eru unnar á bilinu frá 1976 til 2003 og kannski má segja að það sé bagalegt að ekki sé hægt að vakta miðin betur, sérstaklega þegar svona ágengur fiskur herjar á miðin,“ segir hann. Hann telur hins vegar að breytingarnar hafi ekki orðið verulegar hvað hrygningarsvæðin varðar. Eins hafi vegferð strauma sem bera með sér mikilvægar lirfur ekki breyst. Spurður hvort Vestfirðingar geti verið bjartsýnir um að þessari ákvörðun, sem tekin var árið 2009, verði breytt segir hann að Hafrannsóknastofnun hafi ekki borist erindi í þá veru sem væri fyrsta skrefið í þá átt. „Ég veit ekki hvort slík beiðni sé til en hún hefur ekki borist okkur,“ segir hann. Öllum viðmælendum Fréttablaðsins ber þó saman um það að makríllinn sé komin mun norðar en áður. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Vestfirskum útgerðarmönnum svíður að þurfa að sigla tímunum saman fram hjá fjöldanum öllum af makríltorfum til þess að komast suður í Breiðafjörð þar sem þeir geta fyrst einbeitt sér að því að veiða makrílinn. „Já, við þurfum að hoppa margoft yfir lækinn til þess að sækja vatnið,“ segir Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal. Hann vill knýja á um breytingu í þessum efnum enda drjúgur eldsneytisdropinn og tíminn á leiðinni á lögleg mið. Ástæðan fyrir því að bannað er að veiða makríl þar sem hann heldur sig við Vestfirði er sú að þar er að finna mikilvæg hrygningarsvæði fyrir marga af okkar mikilvægustu stofnum. Páll Halldórsson, skipsstjóri á Páli Pálssyni, segir hins vegar að þessi rök séu byggð á margra ára gömlum rannsóknum. „Það hefur nú afar mikið breyst á undanförnum árum,“ segir hann. Hann spyr einnig hvort skárra sé að makríllinn éti seiðin en að þau slæðist með makrílaflanum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri Nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að því sé ekki að neita að rannsóknargögnin séu komin til ára sinna. „Þetta er byggt á rannsóknum sem eru unnar á bilinu frá 1976 til 2003 og kannski má segja að það sé bagalegt að ekki sé hægt að vakta miðin betur, sérstaklega þegar svona ágengur fiskur herjar á miðin,“ segir hann. Hann telur hins vegar að breytingarnar hafi ekki orðið verulegar hvað hrygningarsvæðin varðar. Eins hafi vegferð strauma sem bera með sér mikilvægar lirfur ekki breyst. Spurður hvort Vestfirðingar geti verið bjartsýnir um að þessari ákvörðun, sem tekin var árið 2009, verði breytt segir hann að Hafrannsóknastofnun hafi ekki borist erindi í þá veru sem væri fyrsta skrefið í þá átt. „Ég veit ekki hvort slík beiðni sé til en hún hefur ekki borist okkur,“ segir hann. Öllum viðmælendum Fréttablaðsins ber þó saman um það að makríllinn sé komin mun norðar en áður.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira