Spunatónleikar í Landnámssetrinu 6. febrúar 2014 08:30 Voces spontane MYND/Úr einkasafni „Þau langaði að koma og spila aðeins úti á landi, vera ekki bara í Reykjavík, og leyfa landsbyggðinni að njóta krafta sinna,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins, en austurríski spunahópurinn Voces spontane spilar í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20. „Hópurinn kemur til landsins í tengslum við Myrka músíkdaga, en stofnandi hópsins, Sibyl Urbancic hafði samband og við tókum því fagnandi,“ heldur Sigríður áfram. „Þetta er æðislegt tónlistarfólk og þau eru að gera eitthvað mjög sérstakt,“ segir Sigríður jafnframt. Austurríski spunahópurinn Voces spontane var stofnaður árið 1993 af Sibyl Urbancic. Spunahópurinn hefur áður komið fram á Íslandi á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju, ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara, á MMD í Borgarleikhúsinu, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og haldið spunanámskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hópurinn kemur nú frá Vínarborg til Íslands í fjórða sinn, að þessu sinni með klarinettutvennunni Stump-Linshalm, en þau eru bæði kennarar við Tónlistarháskólann í Vín, eins og félagar þeirra í Voces spontane. Fyrir tónleikaferðina til Íslands 2014 á Myrka músíkdaga í Hörpu, Landnámssetrið í Borgarnesi og Vatnasafnið í Stykkishólmi, valdi hópurinn tónsmíðar skrifaðar fyrir klarinettudúóið af diskunum Short Cuts til að byggja spunann á. Þannig geta áheyrendur valið verk, sem þeir vilja heyra flutt og spunnið út frá. Á listanum eru einnig tvö nýsamin verk tileinkuð Stump-Linshalm eftir Atla Heimi Sveinsson og Petru Stump, sem voru frumflutt á tónleikum hópsins á Myrkum músíkdögum í Reykjavík í ár. Spuninn felst í notkun raddar, blokkflautu, klarinettu og látbragðsleiks. Flytjendur eru Johann Leutgeb, bariton, Katharina Lugmayr, blokkflautur og Karin Schneider-Riessner, alt, ásamt klarinettu-dúóinu Stump-Linshalm, sem eru þau Heinz-Peter Linshalm og Petra Stump. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þau langaði að koma og spila aðeins úti á landi, vera ekki bara í Reykjavík, og leyfa landsbyggðinni að njóta krafta sinna,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins, en austurríski spunahópurinn Voces spontane spilar í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20. „Hópurinn kemur til landsins í tengslum við Myrka músíkdaga, en stofnandi hópsins, Sibyl Urbancic hafði samband og við tókum því fagnandi,“ heldur Sigríður áfram. „Þetta er æðislegt tónlistarfólk og þau eru að gera eitthvað mjög sérstakt,“ segir Sigríður jafnframt. Austurríski spunahópurinn Voces spontane var stofnaður árið 1993 af Sibyl Urbancic. Spunahópurinn hefur áður komið fram á Íslandi á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju, ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara, á MMD í Borgarleikhúsinu, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og haldið spunanámskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hópurinn kemur nú frá Vínarborg til Íslands í fjórða sinn, að þessu sinni með klarinettutvennunni Stump-Linshalm, en þau eru bæði kennarar við Tónlistarháskólann í Vín, eins og félagar þeirra í Voces spontane. Fyrir tónleikaferðina til Íslands 2014 á Myrka músíkdaga í Hörpu, Landnámssetrið í Borgarnesi og Vatnasafnið í Stykkishólmi, valdi hópurinn tónsmíðar skrifaðar fyrir klarinettudúóið af diskunum Short Cuts til að byggja spunann á. Þannig geta áheyrendur valið verk, sem þeir vilja heyra flutt og spunnið út frá. Á listanum eru einnig tvö nýsamin verk tileinkuð Stump-Linshalm eftir Atla Heimi Sveinsson og Petru Stump, sem voru frumflutt á tónleikum hópsins á Myrkum músíkdögum í Reykjavík í ár. Spuninn felst í notkun raddar, blokkflautu, klarinettu og látbragðsleiks. Flytjendur eru Johann Leutgeb, bariton, Katharina Lugmayr, blokkflautur og Karin Schneider-Riessner, alt, ásamt klarinettu-dúóinu Stump-Linshalm, sem eru þau Heinz-Peter Linshalm og Petra Stump.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira