Kona upp á milli Fóstbræðra Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2014 10:26 Arna Kristín segir að faglegt mat muni ráða til hvaða kórs verður leitað. Mikilvægt verkefni gæti verið í uppnámi vegna ákvörðunar stjórnar um að bjóða ekki framkvæmdastjóra Sinfóníunnar á Þorrablót. Vísir greindi frá því í vikunni að karlakórinn Fóstbræður bauð ekki framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands til árlegs Þorrablóts þó hefð sé fyrir því. Ástæðan er sú að framkvæmdastjórinn, Arna Kristín Einarsdóttir, er kona. Hefðin segir til um að engar konur mæti til veislu en tekist var á um málið í stjórn. Niðurstaðan var sú að bjóða ekki Örnu Kristínu til Þorrablótsins en vísa málinu til aðalfundar þar sem ætlunin er að ræða það frekar. Málið er umdeilt innan kórsins og Vísir hefur heimildir fyrir því að menn þar innan vébanda telji stjórnina hafa hlaupið illilega á sig; þeir hefðu átt að láta kynið liggja á milli hluta, ekki síst vegna þess að á verkefnaskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar á starfsárinu 2014-2015 er líkast til Kullervo eftir Sibelius. Sem krefst þátttöku stórs karlakórs. Nú vill svo til að Fóstbræður eru ekki eini karlakór landsins. Skrítin karlasamskipti Arna Kristín segir, í samtali við Vísi, að þetta mál muni varla hafa áhrif á ákvörðunina um hvort leitað verði til Fóstbræðra um samstarf. Verkefnið sé vissulega spennandi en það sé ekkert frágengið með það. „Nei, það er bara listræn frammistaða sem ræður hvaða kórar verða fyrir valinu. Listrænt mat. En, það sem ég hnaut um, þá eftir þessari frétt Vísis að dæma, er þeir að leggja áherslu á að vera í góðu samstarfi við þá sem eru í atvinnulífinu og hinu opinbera, hvort sem það er Seðlabankastjóri, menntamálaráðherra og þá hefur það tíðkast að bjóða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það er óneitanlega skrítið ef það gengur bara út á karlasamskipti. Ég hefði haldið að það væri í krafti embætta en ekki hvort um karl eða konu er að ræða. Það er kannski eitthvað sem þeir þyrftu að endurskoða því þetta er náttúrlega eitthvað sem breytist og er að breytast, eðlilega og sem betur fer.“ Arna Kristín segir að þeir sem hafa mest um verkefnavalið að segja séu þeir Bengt Årstad, sænskur listrænn ráðgjafi sinfóníuhljómsveitarinnar og svo listrænn stjórnandi, aðalhljómsveitarstjóri, sem er Ilan Volkov frá Ísrael. Karlakór Reykjavíkur er alltaf tilbúinn til að takast á við verkefnin. Karlakór Reykjavíkur klár á kantinum Formaður stjórnar Karlakórs Reykjavíkur, sem er um það bil jafn stór og öflugur og Fóstbræður eru, heitir Magnús Magnússon. „Við erum alltaf klárir í hvaða verkefni sem er burtséð frá þessu máli. Fóstbræður eru allir vinir mínir. Við vorum til dæmis í bakröddum hjá Skálmöld og Sinfó og höfðum gaman að – algerlega nýtt fyrir okkur. Við erum klárir í öll verkefni.“ Svo skemmtilega vill til að sama kvöld og þorrablót Fóstbræðra fór fram hélt Karlakór Reykjavíkur sitt þorrablót en það er óformlegra, meira innanfélagshóf og á sér ekki eins langa sögu að sögn Magnúsar. Þá er það ekki makalaust eins og hjá Fóstbræðrum þannig að þangað mæta konur, makar kórfélaga. Tónlistarheimurinn tengist innbyrðis með ýmsum hætti og víst er að þarna gætu orðið flokkadrættir. Þannig má nefna, sem dæmi af handahófi, að tónlistarstjóri Hörpu tengist Fóstbræðrum; Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanisti er meðleikari Fóstbræðra allt eins og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari hjá Sinfóníuhljómsveitarinnar, er meðleikari Karlakórs Reykjavíkur. Kórar Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Mikilvægt verkefni gæti verið í uppnámi vegna ákvörðunar stjórnar um að bjóða ekki framkvæmdastjóra Sinfóníunnar á Þorrablót. Vísir greindi frá því í vikunni að karlakórinn Fóstbræður bauð ekki framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands til árlegs Þorrablóts þó hefð sé fyrir því. Ástæðan er sú að framkvæmdastjórinn, Arna Kristín Einarsdóttir, er kona. Hefðin segir til um að engar konur mæti til veislu en tekist var á um málið í stjórn. Niðurstaðan var sú að bjóða ekki Örnu Kristínu til Þorrablótsins en vísa málinu til aðalfundar þar sem ætlunin er að ræða það frekar. Málið er umdeilt innan kórsins og Vísir hefur heimildir fyrir því að menn þar innan vébanda telji stjórnina hafa hlaupið illilega á sig; þeir hefðu átt að láta kynið liggja á milli hluta, ekki síst vegna þess að á verkefnaskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar á starfsárinu 2014-2015 er líkast til Kullervo eftir Sibelius. Sem krefst þátttöku stórs karlakórs. Nú vill svo til að Fóstbræður eru ekki eini karlakór landsins. Skrítin karlasamskipti Arna Kristín segir, í samtali við Vísi, að þetta mál muni varla hafa áhrif á ákvörðunina um hvort leitað verði til Fóstbræðra um samstarf. Verkefnið sé vissulega spennandi en það sé ekkert frágengið með það. „Nei, það er bara listræn frammistaða sem ræður hvaða kórar verða fyrir valinu. Listrænt mat. En, það sem ég hnaut um, þá eftir þessari frétt Vísis að dæma, er þeir að leggja áherslu á að vera í góðu samstarfi við þá sem eru í atvinnulífinu og hinu opinbera, hvort sem það er Seðlabankastjóri, menntamálaráðherra og þá hefur það tíðkast að bjóða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það er óneitanlega skrítið ef það gengur bara út á karlasamskipti. Ég hefði haldið að það væri í krafti embætta en ekki hvort um karl eða konu er að ræða. Það er kannski eitthvað sem þeir þyrftu að endurskoða því þetta er náttúrlega eitthvað sem breytist og er að breytast, eðlilega og sem betur fer.“ Arna Kristín segir að þeir sem hafa mest um verkefnavalið að segja séu þeir Bengt Årstad, sænskur listrænn ráðgjafi sinfóníuhljómsveitarinnar og svo listrænn stjórnandi, aðalhljómsveitarstjóri, sem er Ilan Volkov frá Ísrael. Karlakór Reykjavíkur er alltaf tilbúinn til að takast á við verkefnin. Karlakór Reykjavíkur klár á kantinum Formaður stjórnar Karlakórs Reykjavíkur, sem er um það bil jafn stór og öflugur og Fóstbræður eru, heitir Magnús Magnússon. „Við erum alltaf klárir í hvaða verkefni sem er burtséð frá þessu máli. Fóstbræður eru allir vinir mínir. Við vorum til dæmis í bakröddum hjá Skálmöld og Sinfó og höfðum gaman að – algerlega nýtt fyrir okkur. Við erum klárir í öll verkefni.“ Svo skemmtilega vill til að sama kvöld og þorrablót Fóstbræðra fór fram hélt Karlakór Reykjavíkur sitt þorrablót en það er óformlegra, meira innanfélagshóf og á sér ekki eins langa sögu að sögn Magnúsar. Þá er það ekki makalaust eins og hjá Fóstbræðrum þannig að þangað mæta konur, makar kórfélaga. Tónlistarheimurinn tengist innbyrðis með ýmsum hætti og víst er að þarna gætu orðið flokkadrættir. Þannig má nefna, sem dæmi af handahófi, að tónlistarstjóri Hörpu tengist Fóstbræðrum; Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanisti er meðleikari Fóstbræðra allt eins og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari hjá Sinfóníuhljómsveitarinnar, er meðleikari Karlakórs Reykjavíkur.
Kórar Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira