Ekki sætt í embætti ef lög voru brotin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. júní 2014 13:33 Brynjar vill að lögum verði breytt svo mál gegn rannsóknaraðilum fyrnist ekki áður en upp um þau kemst. Vísir/Vilhelm/Pjetur „Þetta er ótæk staða. Annaðhvort verður að lengja þennan fyrningarfrest eða breyta lögunum þannig að hann byrjar ekki að líða fyrr en grunur vaknar um brot,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður og hæstaréttarlögmaður um fyrningu á brotum sérstaks saksóknara sem upp hefur komist um í tengslum við hleranir á sakborningum og verjendum þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði sérstakan saksóknara hafa brotið gegn lögum með því að hafa hlerað samtöl verjanda og sakborninga í Imon málinu svokallaða gegn stjórnendum Landsbankans. Þá hefur Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings kært hleranir sérstaks saksóknara á símtölum hans og Hreiðars. Brynjar segir óeðlilegt að brot rannsóknaraðila séu fyrnd þegar upp um þau kemst, annað hvort þurfi að breyta lögum þannig að fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en upp kemst um brot eða hann lengdur. Hann segir að ef rétt sé að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum sé honum ekki sætt í embætti. „Endanlegur dómur er ekki fallinn en auðvitað er það þannig að ef menn brjóta lög í embætti þá er þeim ekki sætt þar,“ segir Brynjar og vill að stjórnvöld og ráðherra bregðist við. Þá segir Brynjar að sér sýnist sem framkvæmd á þvingunarráðstöfunum sé í miklum lamasessi og þeim beitt í óhófi. „Þetta er til þess fallið að rýra traust almennings á þessu öllu, þess vegna eru þær svo mikilvægar þessar formreglur, sem mönnum finnst oft þvælast fyrir.“ Sérstakur saksóknari þingfesti á dögunum ákæru á hendur Hreiðari og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings en áður hafa þeir hlotið þunga refsidóma í Al-Thani-málinu svokallaða. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Hreiðar hefði kært sérstakan saksóknara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa staðið óeðlilega að hlerunarúrskurði gegn Hreiðari. „Þetta er mjög alvarlegur hlutur sem hefur átt sér stað og vegna þess að um gríðarlegt inngrip í rétt manna til friðhelgi einkalífs er að ræða þá eru lögfestar reglur um meðferð slíkra mála,“ segir Hreiðar sem gagnrýnir að Ríkissaksóknari hafi vísað máli sínu frá á grundvelli fyrningar. „Er staðan þá raunverulega sú að sérstakur saksóknari og embættisdómari geta brotið með jafn alvarlegum hætti gegn lögum og komist upp með það sökum þess hversu lengi málin eru til rannsóknar,“ spyr Hreiðar. Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Þetta er ótæk staða. Annaðhvort verður að lengja þennan fyrningarfrest eða breyta lögunum þannig að hann byrjar ekki að líða fyrr en grunur vaknar um brot,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður og hæstaréttarlögmaður um fyrningu á brotum sérstaks saksóknara sem upp hefur komist um í tengslum við hleranir á sakborningum og verjendum þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði sérstakan saksóknara hafa brotið gegn lögum með því að hafa hlerað samtöl verjanda og sakborninga í Imon málinu svokallaða gegn stjórnendum Landsbankans. Þá hefur Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings kært hleranir sérstaks saksóknara á símtölum hans og Hreiðars. Brynjar segir óeðlilegt að brot rannsóknaraðila séu fyrnd þegar upp um þau kemst, annað hvort þurfi að breyta lögum þannig að fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en upp kemst um brot eða hann lengdur. Hann segir að ef rétt sé að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum sé honum ekki sætt í embætti. „Endanlegur dómur er ekki fallinn en auðvitað er það þannig að ef menn brjóta lög í embætti þá er þeim ekki sætt þar,“ segir Brynjar og vill að stjórnvöld og ráðherra bregðist við. Þá segir Brynjar að sér sýnist sem framkvæmd á þvingunarráðstöfunum sé í miklum lamasessi og þeim beitt í óhófi. „Þetta er til þess fallið að rýra traust almennings á þessu öllu, þess vegna eru þær svo mikilvægar þessar formreglur, sem mönnum finnst oft þvælast fyrir.“ Sérstakur saksóknari þingfesti á dögunum ákæru á hendur Hreiðari og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings en áður hafa þeir hlotið þunga refsidóma í Al-Thani-málinu svokallaða. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Hreiðar hefði kært sérstakan saksóknara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa staðið óeðlilega að hlerunarúrskurði gegn Hreiðari. „Þetta er mjög alvarlegur hlutur sem hefur átt sér stað og vegna þess að um gríðarlegt inngrip í rétt manna til friðhelgi einkalífs er að ræða þá eru lögfestar reglur um meðferð slíkra mála,“ segir Hreiðar sem gagnrýnir að Ríkissaksóknari hafi vísað máli sínu frá á grundvelli fyrningar. „Er staðan þá raunverulega sú að sérstakur saksóknari og embættisdómari geta brotið með jafn alvarlegum hætti gegn lögum og komist upp með það sökum þess hversu lengi málin eru til rannsóknar,“ spyr Hreiðar.
Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30
Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39
Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent