Rauðhærðu stelpurnar rokka Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. september 2014 10:00 Sterkasta stelpa í heimi. Ágústa Eva segir þær Línu eiga ýmislegt sameiginlegt. Mynd/Grímur Bjarnason Það er margt líkt með okkur Línu,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem leikur sterkustu stelpu í heimi í Borgarleikhúsinu. „Fyrir það fyrsta erum við báðar rauðhærðar og svo eigum við báðar óvenjulega pabba. Minn er reyndar ekki sjóræningi heldur útskurðarmeistari og myndlistarmaður sem er ekkert heilagt og þeir sem hafa einhvern tíma hitt hann muna alltaf eftir honum.“ Melkorka Pitt, sem leikur Sollu stirðu í Latabæ í Þjóðleikhúsinu, tekur ekki alveg jafn djúpt í árinni um líkindi sín og persónunnar sem hún túlkar en viðurkennir þó að þær eigi ýmislegt sameiginlegt. „Til dæmis það að reyna alltaf að líta á björtu hliðarnar og vera jákvæðar.“ Ágústa Eva upplýsir að hún hafi aldrei lesið bækurnar um Línu Langsokk og raunar lítið þekkt persónuna áður en hún fór að æfa hlutverkið. „Ég las ekki mikið af bókum þegar ég var stelpa. Heima var voða mikið verið að segja sögur og svo las systir mín eitthvað af bókum fyrir mig, en aldrei Línu. Okkur Línu kemur hins vegar mjög vel saman, enda er hún opin og frjálsleg stelpa sem tekur sig ekki hátíðlega, sem er einmitt markmiðið hjá mér.“ Melkorka segist hins vegar hafa horft mikið á Latabæ þegar hún var barn. „Solla var reyndar ekki uppáhaldið mitt heldur Glanni glæpur, hann fannst mér æðislegur. Stefán Karl er líka svo ótrúlegur leikari og mér finnst mikill heiður að fá að leika með honum – og auðvitað öllum leikurunum í sýningunni.“ Búið er að sýna báðar sýningarnar nokkrum sinnum fyrir unga áhorfendur og þær Ágústa Eva og Melkorka eru sammála um að viðbrögð þeirra hafi farið fram úr björtustu vonum. „Maður hefur heyrt af mörgum börnum sem fara út grátandi yfir því að sýningin skuli vera búin,“ segir Ágústa Eva. „Og heyrt svona setningar eins og: Mamma, ég vil að þessi sýning endi aldrei!“ „Við höfum fengið slatta af krökkum á æfingar og þau hafa verið alveg rosalega ánægð,“ segir Melkorka. „Það hefur verið mjög gaman að fá viðbrögðin frá þeim.“ Ef að líkum lætur munu báðar sýningarnar ganga fram á vor, eru þær stöllur tilbúnar til að verja öllum helgum vetrarins á leiksviðinu? „Já, já já,“ segir Melkorka. „Þetta verður bara gaman og ég ætla að njóta þess á meðan það er.“ Ágústa Eva tekur í sama streng. „Já, svo sannarlega, þetta er svo svakalega gaman. Ég hlakka bara til.“ Menning Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Það er margt líkt með okkur Línu,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem leikur sterkustu stelpu í heimi í Borgarleikhúsinu. „Fyrir það fyrsta erum við báðar rauðhærðar og svo eigum við báðar óvenjulega pabba. Minn er reyndar ekki sjóræningi heldur útskurðarmeistari og myndlistarmaður sem er ekkert heilagt og þeir sem hafa einhvern tíma hitt hann muna alltaf eftir honum.“ Melkorka Pitt, sem leikur Sollu stirðu í Latabæ í Þjóðleikhúsinu, tekur ekki alveg jafn djúpt í árinni um líkindi sín og persónunnar sem hún túlkar en viðurkennir þó að þær eigi ýmislegt sameiginlegt. „Til dæmis það að reyna alltaf að líta á björtu hliðarnar og vera jákvæðar.“ Ágústa Eva upplýsir að hún hafi aldrei lesið bækurnar um Línu Langsokk og raunar lítið þekkt persónuna áður en hún fór að æfa hlutverkið. „Ég las ekki mikið af bókum þegar ég var stelpa. Heima var voða mikið verið að segja sögur og svo las systir mín eitthvað af bókum fyrir mig, en aldrei Línu. Okkur Línu kemur hins vegar mjög vel saman, enda er hún opin og frjálsleg stelpa sem tekur sig ekki hátíðlega, sem er einmitt markmiðið hjá mér.“ Melkorka segist hins vegar hafa horft mikið á Latabæ þegar hún var barn. „Solla var reyndar ekki uppáhaldið mitt heldur Glanni glæpur, hann fannst mér æðislegur. Stefán Karl er líka svo ótrúlegur leikari og mér finnst mikill heiður að fá að leika með honum – og auðvitað öllum leikurunum í sýningunni.“ Búið er að sýna báðar sýningarnar nokkrum sinnum fyrir unga áhorfendur og þær Ágústa Eva og Melkorka eru sammála um að viðbrögð þeirra hafi farið fram úr björtustu vonum. „Maður hefur heyrt af mörgum börnum sem fara út grátandi yfir því að sýningin skuli vera búin,“ segir Ágústa Eva. „Og heyrt svona setningar eins og: Mamma, ég vil að þessi sýning endi aldrei!“ „Við höfum fengið slatta af krökkum á æfingar og þau hafa verið alveg rosalega ánægð,“ segir Melkorka. „Það hefur verið mjög gaman að fá viðbrögðin frá þeim.“ Ef að líkum lætur munu báðar sýningarnar ganga fram á vor, eru þær stöllur tilbúnar til að verja öllum helgum vetrarins á leiksviðinu? „Já, já já,“ segir Melkorka. „Þetta verður bara gaman og ég ætla að njóta þess á meðan það er.“ Ágústa Eva tekur í sama streng. „Já, svo sannarlega, þetta er svo svakalega gaman. Ég hlakka bara til.“
Menning Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira