„Það er gaman að fara af stað á ný og hefja nýja undankeppni,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær.
Klukkan 18.45 í kvöld verður flautað til leiks í leik Íslands og Tyrklands í A-riðli undankeppni EM 2016. Lagerbäck, sem fór þrisvar með Svíþjóð í lokakeppni EM, segir alla klára í leikinn fyrir utan Jóhann Berg Guðmundsson sem glímir við meiðsli í nára.
Ísland og Tyrkland hafa mæst sjö sinnum á knattspyrnuvellinum. Ísland hefur unnið fjóra leiki, tveimur lauk með jafntefli og Tyrkir unnu sinn eina sigur 12. október 1994 þegar þeir lögðu Íslendinga 5-0 í Istanbúl. Þjálfari Tyrklands á þeim tíma var sá sami og er nú við stjórnvölinn hjá liðinu: Fatih Terim.
Terim tók við tyrkneska landsliðinu í þriðja sinn í ágúst 2013 eftir að Abdullah Avc var rekinn. Tyrkland hefur unnið tíu af tólf leikjum sínum undir stjórn Termis og ljóst er að íslenska liðsins bíður erfitt verkefni í kvöld.
Tyrkir spiluðu vináttulandsleik gegn Dönum í Óðinsvéum síðasta miðvikudag og unnu 1-2 sigur. Heimir Hallgrímsson, hinn landsliðsþjálfari Íslands, segist hafa farið vel yfir þann leik:
„Þeir reyndu aðrar útfærslurog spiluðu með þrjá miðverði sem gæti verið vísbending um að þeir væru að undirbúa sig undir að spila gegn sókndjörfu liði: „Þú nærð aldrei langt nema þú setjir markið hátt. Við vitum að það verður erfitt að toppa árangurinn í síðustu keppni, en liðið er á flottum aldri og strákarnir eru í flottu standi. Ég hef fulla trú á að við vinnum leikinn á morgun (í dag),“ sagði Eyjamaðurinn að lokum.
Heimir: Hef fulla trú á því að við vinnum leikinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn