„Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2014 09:25 Reynir Traustason og Sigurður G. Guðjónsson. Vísir/Anton „Það er nú ekki búið að reka mig, formlega séð. Það er búið að víkja mér frá og ég má ekki koma á ristjórnina eða nota tölvupóstinn minn. Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reynir var fenginn í þáttinn vegna greinar Sigurðar G. Guðjónssonar á pressan.is, en þar skrifar Sigurður um ritstjórnarlegt sjálfstæði og skuldir DV. „Það vissi öll þjóðin að DV skuldaði hundrað og eitthvað milljónir í lífeyrissjóði og skatta. Þetta gerðist á vakt Lilju Skaftadóttur stjórnmálamanns og það er væntanlega þetta sem að Sigurður er að tala um.“ Reynir segir að nýir meirihlutaeigendur DV mættu vera stórir í sigrinum. „Ég er löngu hættur að skilja Sigurð G. Guðjónsson. Hann mætti á ritstjórn DV og lét eins og hann væri með höfuðleðrið af mér. Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum. Það er ekkert flóknarar en það,“ segir Reynir. „Hvað gerir hann þá? Þá byrjar hann að sparka í hausinn á mér.“ „Ég ætla bara að segja við Sigurð og fleiri. Menn verða að vera stórir í sigrinum. Nú hafa þeir unnið og þá á ekki að sparka í þá sem að liggja í valnum.“ Reynir segir að Þorsteinn Guðnason, nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV, eigi að biðja starfsfólkið afsökunar vegna þess að til stóð að gera úttekt á faglegum þáttum í starfsemi miðilsins. Hætt hefur verið við þá úttekt. „Ég ætlast ekki til neins af Þorsteini gagnvart mér. Hann sýnir þá virðingu sem hann hefur sóma til að sýna, en hann á að sýna þessu fólki virðingu allavega.“ Reynir segist hafa áhyggjur af blaðinu. Það sé áhlaup gegn því og að áskrifendur hafi hætt í hrönnum. „Það var upplýst í síðustu viku að það væru farnir fimm hundruð áskrifendur. Það eru farnir miklu fleiri í dag og það er mikið áhyggjuefni. Þar ættu þessir menn sem eru búnir að ná völdum að staldra við. Áskrifendur eru okkar verðmætasta eign.“ „Ég segi okkar, þar sem ég er hluthafi ennþá.“ Þetta segir Reynir vera mikið áhyggjuefni. „En kannski eiga þeir nóg af peningum og geta hent inn því sem þarf. Kannski ætla þeir sér að eyðileggja þetta.“ Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02 Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00 Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
„Það er nú ekki búið að reka mig, formlega séð. Það er búið að víkja mér frá og ég má ekki koma á ristjórnina eða nota tölvupóstinn minn. Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reynir var fenginn í þáttinn vegna greinar Sigurðar G. Guðjónssonar á pressan.is, en þar skrifar Sigurður um ritstjórnarlegt sjálfstæði og skuldir DV. „Það vissi öll þjóðin að DV skuldaði hundrað og eitthvað milljónir í lífeyrissjóði og skatta. Þetta gerðist á vakt Lilju Skaftadóttur stjórnmálamanns og það er væntanlega þetta sem að Sigurður er að tala um.“ Reynir segir að nýir meirihlutaeigendur DV mættu vera stórir í sigrinum. „Ég er löngu hættur að skilja Sigurð G. Guðjónsson. Hann mætti á ritstjórn DV og lét eins og hann væri með höfuðleðrið af mér. Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum. Það er ekkert flóknarar en það,“ segir Reynir. „Hvað gerir hann þá? Þá byrjar hann að sparka í hausinn á mér.“ „Ég ætla bara að segja við Sigurð og fleiri. Menn verða að vera stórir í sigrinum. Nú hafa þeir unnið og þá á ekki að sparka í þá sem að liggja í valnum.“ Reynir segir að Þorsteinn Guðnason, nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV, eigi að biðja starfsfólkið afsökunar vegna þess að til stóð að gera úttekt á faglegum þáttum í starfsemi miðilsins. Hætt hefur verið við þá úttekt. „Ég ætlast ekki til neins af Þorsteini gagnvart mér. Hann sýnir þá virðingu sem hann hefur sóma til að sýna, en hann á að sýna þessu fólki virðingu allavega.“ Reynir segist hafa áhyggjur af blaðinu. Það sé áhlaup gegn því og að áskrifendur hafi hætt í hrönnum. „Það var upplýst í síðustu viku að það væru farnir fimm hundruð áskrifendur. Það eru farnir miklu fleiri í dag og það er mikið áhyggjuefni. Þar ættu þessir menn sem eru búnir að ná völdum að staldra við. Áskrifendur eru okkar verðmætasta eign.“ „Ég segi okkar, þar sem ég er hluthafi ennþá.“ Þetta segir Reynir vera mikið áhyggjuefni. „En kannski eiga þeir nóg af peningum og geta hent inn því sem þarf. Kannski ætla þeir sér að eyðileggja þetta.“
Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02 Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00 Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30
Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02
Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00
Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11
Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45
Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18