Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2014 19:45 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju og geti þá tendrað öflugt sprengigos. Hann telur samt mestar líkur á að yfirstandandi hrina endi sem kvikuinnskot sem nái aldrei til yfirborðs. Rætt var við Harald í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og Íslandi í dag. Haraldur fór með okkur að gígunum í Berskerkjahrauni í dag en hann telur mestu hættuna núna vera þá að kvikan undir Vatnajökli nái inn í aðra eldstöð, nefnilega Öskju. „Það er hugsanlegt að þessi gangur núna geti komið inn í kvikuþróna í Öskju og það er mikið vandamál. Kvikuþróin undir Öskju gæti innihaldið súra kviku, það er að segja líparítkviku, eins og kom upp í gosinu 1875. Það var eitt af stærri sprengigosum sem orðið hafa á Íslandi. Og við vitum það að þegar kvika kemur utan að inn í kvikuþró af súrri kviku, eins og gerðist 1875, þá verður sprengigos," segir Haraldur. Hann rifjar upp að í Öskjugosinu 1875 hafi öskufall orðið það mikið að stórar byggðir lögðust í eyði á Austurlandi, auk þess sem það eldgos sé talið hafa hrundið af stað fólksflutningunum til Vesturheims. Hann telur þó mestar líkur á að það verði ekkert eldgos heldur endi hrinan sem kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs. Hann segir skjálftavirknina benda til að gangurinn sé enn á miklu dýpi, á 10-15 kílómetra dýpi, og sé jafnvel að færast dýpra. Haraldur segir að menn verði þó áfram að vera viðbúnir jökulhlaupi. Ef það verði eldgos sé ekki víst að það komi upp þar sem gangurinn endar. „Það er alls ekki víst. Gangurinn getur opnast allur. Þannig að það getur komið upp kvika miklu víðar og líka undir jöklinum. Þanng að hætta á jökulhlaupi er ekki búin. Gangurinn getur risið upp á yfirborðið á mjög skömmum tíma. Og þá kemur hann upp að hluta til undir jökli og veldur þá miklum hlaupum. Það má alls ekki afskrifa það." Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju og geti þá tendrað öflugt sprengigos. Hann telur samt mestar líkur á að yfirstandandi hrina endi sem kvikuinnskot sem nái aldrei til yfirborðs. Rætt var við Harald í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og Íslandi í dag. Haraldur fór með okkur að gígunum í Berskerkjahrauni í dag en hann telur mestu hættuna núna vera þá að kvikan undir Vatnajökli nái inn í aðra eldstöð, nefnilega Öskju. „Það er hugsanlegt að þessi gangur núna geti komið inn í kvikuþróna í Öskju og það er mikið vandamál. Kvikuþróin undir Öskju gæti innihaldið súra kviku, það er að segja líparítkviku, eins og kom upp í gosinu 1875. Það var eitt af stærri sprengigosum sem orðið hafa á Íslandi. Og við vitum það að þegar kvika kemur utan að inn í kvikuþró af súrri kviku, eins og gerðist 1875, þá verður sprengigos," segir Haraldur. Hann rifjar upp að í Öskjugosinu 1875 hafi öskufall orðið það mikið að stórar byggðir lögðust í eyði á Austurlandi, auk þess sem það eldgos sé talið hafa hrundið af stað fólksflutningunum til Vesturheims. Hann telur þó mestar líkur á að það verði ekkert eldgos heldur endi hrinan sem kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs. Hann segir skjálftavirknina benda til að gangurinn sé enn á miklu dýpi, á 10-15 kílómetra dýpi, og sé jafnvel að færast dýpra. Haraldur segir að menn verði þó áfram að vera viðbúnir jökulhlaupi. Ef það verði eldgos sé ekki víst að það komi upp þar sem gangurinn endar. „Það er alls ekki víst. Gangurinn getur opnast allur. Þannig að það getur komið upp kvika miklu víðar og líka undir jöklinum. Þanng að hætta á jökulhlaupi er ekki búin. Gangurinn getur risið upp á yfirborðið á mjög skömmum tíma. Og þá kemur hann upp að hluta til undir jökli og veldur þá miklum hlaupum. Það má alls ekki afskrifa það."
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira