Lífið

Elli hannaði jakka á Pharrell

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Pharrell í jakkanum góða á sviði í Belgíu.
Pharrell í jakkanum góða á sviði í Belgíu.
Elli Egilsson, sem margir þekkja undir listamannsnafninu AC Bananas, fékk flotta viðurkenningu frá poppstjörnunnni Pharrell Williams nú í vikunni.

Kappinn klæðist jakka eftir Ella á tónleikaferðalaginu Dear Girl Tour sem hófst fyrr í mánuðinum.

Fyrr í vikunni tróð hann upp í Hollandi og Belgíu þar sem hann tók sig afskaplega vel út í jakkanum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Elli hannaði jakkann fyrir japanska hönnunarfyrirtækið AMBUSH Design. Þar á bæ eru menn vitanlega himinlifandi yfir tíðindunum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.