Innlent

Lesendur Vísis senda flottar myndir af uglum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Mynd/Finnur Andrésson
Í gær fjallaði Vísir um mikla fjölgun ugla á Íslandi. Í fréttinni voru lesendur Vísis hvattir til þess að senda inn myndir af uglum sem þeir hafa séð hér á landi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hér að neðan má sjá myndir sem lesendur sendu okkur og þökkum við þeim mikið fyrir það.

Í gær var rætt við Jóhann Óla Hilmarsson hjá Fuglavernd sem hefur rannsakað uglu á Íslandi. Hann sagði að uglum hefur verið að fjölga verulega nú á allra síðustu árum

„Já, það eru að batna fæðuskilyrði músa sem er aðal fæðutegund branduglunnar. Með aukinni kornrækt og svo lúpínunni hafa mýsnar meira að éta og þar af leiðandi uglan líka.

Þetta fylgir hvert öðru. Fleiri mýs, fleiri uglur. Branduglustofninn hefur tvöfaldast.

„Þar sem ég hef verið að fylgjast með honum síðustu 12 árin í hluta Flóa í Ölfusi, þá hefur hann tvöfaldast á undanförnum tíu árum.“

Hefurðu rekist á uglu á Íslandi? Sendu okkur endilega mynd á ritstjorn@visir.is

Hér má sjá eina mynd sem barst í pósthólf Vísis í gær.Mynd/Ásta Magg
Mynd/Arndís Ásgrímsdóttir
Mynd/Anton Stefánsson
Mynd/Finnur Andrésson
Mynd/Finnur Andrésson
Mynd/Steini og Þóra
Mynd/Birkir Pétursson
Mynd/Gunnlaug Birta Pétursdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×