Af hverju er HM 2014 svona skemmtileg? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2014 10:00 Robin van Persie skorar eitt af mörkum keppninnar gegn Spáni. Vísir/Getty Fótboltinn á HM í Brasilíu hefur unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar, enda var okkur boðið í mikla knattspyrnuveislu þar sem nóg var af mörkum og nóg af dramatík. Spennan ætti alls ekki að minnka þegar útsláttarkeppnin fer í gang en þær sextán þjóðir sem standa uppréttar eftir riðlakeppnina sjá nú sjálfan heimsmeistaratitilinn í hillingum. Sextán þjóðir eru nú aðeins fjórum sigrum frá því að handleika hinn eftirsótta heimsmeistarabikar.1. Fullt af mörkum Það voru skoruð 136 mörk í riðlakeppninni eða aðeins níu mörkum minna en í allri heimsmeistarakeppninni fyrir fjórum árum og það eru enn sextán leikir eftir. Það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins markaveislu á HM.2. Nóg af dramatík og spennu Það hefur ekki vantað dramatíkina í leiki riðlakeppninnar enda virtist alltaf vera von á einhverju. Margir leikjanna snerust líka við á lokakaflanum og stór þáttur í því var að varamenn hafa aldrei skorað svona mörg mörk á HM.3. Stóru liðin ekki örugg Fjórar þjóðir í efstu tíu sætunum á FIFA-listanum komust ekki áfram úr sínum riðlum og heims- og Evrópumeistarar Spánverja voru úr leik eftir aðeins tvo leiki.4. Skemmtilegt spútniklið Það er líka nóg af liðum sem hafa komið á óvart á HM með skemmtilegri spilamennsku og frábæru gengi en ekkert meira en lið Kólumbíumanna sem vann alla sína leiki. Liðið sem mætti til leiks án stærstu stjörnu sinnar er þegar betur er að gáð uppfullt af framtíðarstjörnum fótboltaheimsins. Hver hreifst heldur ekki af framgöngu Kostaríkumanna í einum af erfiðasta riðli keppninnar?5. Stórstjörnurnar standa sig Margir af bestu fótboltamenn heimsins hafa ekki kiknað undan pressunni á stærsta sviðinu. Barcelona-snillingarnir Neymar og Lionel Messi hafa báðir skorað fjögur flott mörk og farið fyrir sínum liðum og þá hefur hollenska tvíeykið Robin van Persie og Arjen Robben verið illviðráðanlegt á mótinu til þessa.6 Söngvarnir heyrast á ný Knattspyrnuáhugafólkið þarf ekki að pirra sig á vuvuzela-suðinu lengur og fær þess í stað söngva stuðningsmannanna og kjötkveðjuhátíðarstemmninguna á pöllunum heim í stofu. Að upplifa tilfinningaríka þjóðsöngva Ameríkuþjóðanna fyrir leik er orðinn ómissandi hluti af leikjunum.7. Við Íslendingar eigum fulltrúa Aron Jóhannsson varð fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik bandaríska landsliðsins. Aron hefur ekki fengið tækifærið í síðustu tveimur leikjum en íslenska þjóðin bíður spennt eftir því að Jürgen Klinsmann gefi honum tækifærið á ný.8. Vel heppnaðar nýjungar Það má ekki heldur gleyma tveimur vel heppnuðum nýjungum FIFA á HM í ár. Marklínutæknin sannaði gildi sitt og dómaraspreyið hefur síðan vakið verðskuldaða athygli og er frábær og sniðug lausn á leiðindavandamáli. Sumir dómarar þurftu reyndar tíma til að læra á spreyið en eftir nokkra froðuhóla og spreyjanir yfir skó eru þeir flestir farnir að fullkomna listina að nýta spreyið. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Fótboltinn á HM í Brasilíu hefur unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar, enda var okkur boðið í mikla knattspyrnuveislu þar sem nóg var af mörkum og nóg af dramatík. Spennan ætti alls ekki að minnka þegar útsláttarkeppnin fer í gang en þær sextán þjóðir sem standa uppréttar eftir riðlakeppnina sjá nú sjálfan heimsmeistaratitilinn í hillingum. Sextán þjóðir eru nú aðeins fjórum sigrum frá því að handleika hinn eftirsótta heimsmeistarabikar.1. Fullt af mörkum Það voru skoruð 136 mörk í riðlakeppninni eða aðeins níu mörkum minna en í allri heimsmeistarakeppninni fyrir fjórum árum og það eru enn sextán leikir eftir. Það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins markaveislu á HM.2. Nóg af dramatík og spennu Það hefur ekki vantað dramatíkina í leiki riðlakeppninnar enda virtist alltaf vera von á einhverju. Margir leikjanna snerust líka við á lokakaflanum og stór þáttur í því var að varamenn hafa aldrei skorað svona mörg mörk á HM.3. Stóru liðin ekki örugg Fjórar þjóðir í efstu tíu sætunum á FIFA-listanum komust ekki áfram úr sínum riðlum og heims- og Evrópumeistarar Spánverja voru úr leik eftir aðeins tvo leiki.4. Skemmtilegt spútniklið Það er líka nóg af liðum sem hafa komið á óvart á HM með skemmtilegri spilamennsku og frábæru gengi en ekkert meira en lið Kólumbíumanna sem vann alla sína leiki. Liðið sem mætti til leiks án stærstu stjörnu sinnar er þegar betur er að gáð uppfullt af framtíðarstjörnum fótboltaheimsins. Hver hreifst heldur ekki af framgöngu Kostaríkumanna í einum af erfiðasta riðli keppninnar?5. Stórstjörnurnar standa sig Margir af bestu fótboltamenn heimsins hafa ekki kiknað undan pressunni á stærsta sviðinu. Barcelona-snillingarnir Neymar og Lionel Messi hafa báðir skorað fjögur flott mörk og farið fyrir sínum liðum og þá hefur hollenska tvíeykið Robin van Persie og Arjen Robben verið illviðráðanlegt á mótinu til þessa.6 Söngvarnir heyrast á ný Knattspyrnuáhugafólkið þarf ekki að pirra sig á vuvuzela-suðinu lengur og fær þess í stað söngva stuðningsmannanna og kjötkveðjuhátíðarstemmninguna á pöllunum heim í stofu. Að upplifa tilfinningaríka þjóðsöngva Ameríkuþjóðanna fyrir leik er orðinn ómissandi hluti af leikjunum.7. Við Íslendingar eigum fulltrúa Aron Jóhannsson varð fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik bandaríska landsliðsins. Aron hefur ekki fengið tækifærið í síðustu tveimur leikjum en íslenska þjóðin bíður spennt eftir því að Jürgen Klinsmann gefi honum tækifærið á ný.8. Vel heppnaðar nýjungar Það má ekki heldur gleyma tveimur vel heppnuðum nýjungum FIFA á HM í ár. Marklínutæknin sannaði gildi sitt og dómaraspreyið hefur síðan vakið verðskuldaða athygli og er frábær og sniðug lausn á leiðindavandamáli. Sumir dómarar þurftu reyndar tíma til að læra á spreyið en eftir nokkra froðuhóla og spreyjanir yfir skó eru þeir flestir farnir að fullkomna listina að nýta spreyið.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira