ESB skýrsla herðir stjórnarflokkana í andstöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið í engu breyta stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Skýrsla aðila vinnumarkaðrins um evrópumálin muni engu breyta enda pöntuð af stuðningsmönnum aðildar. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Hagfræðistofnunar á fundi sínum í morgun. Í fljótu bragði er ekki margt nýtt að finna í skýrslunni en utanríkisráðherra segir hana renna stoðum undir skoðun hans á sambandinu. Skýrsla Hagfræðistofnunar og umræður um hana á Alþingi á morgun eru annað skrefið af þremur sem ríkisstjórnin tiltók í stjórnarsáttmála varðandi framhald aðildarviðræðna. Þriðja skrefið væri jþoðaratkvæðagreiðsla. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að átta sig á hver framvindan hefði orðið í sjávarútvegsmálum í viðræðum við sambandið, þar sem viðræðum hafi verið hætt áður en samningsmarkmið íslands lágu fyrir. „Það er ekki beint við okkur að sakast í því. Evrópusambandið var náttúrlega ekki tilbúið til að opna þennan kafla. En það kemur líka fram í þessari skýrslu sem menn sjá þegar þeir kynna sér hana, að Hagfræðistofnun segir eða gerir ráð fyrir því að okkur hefði gengið illa, eða nánast verið ómögulegt að fá einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þannig að við erum í raun á sama stað og við vorum með það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ráðherra vill ekki fullyrða hvort þessi skýrsla auðveldi stjórnvöldum að slíta viðræðunum.Munið þið einnig horfa til þeirrar skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin? „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera. Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins,“ segir utanríkisráðherra. Skýrslan styrkji hann í andstöðu hans við aðild. „Þetta undirstrikar þá stefnu mína að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. En við vitum líka og það kemur þarna fram að það er mjög erfitt að spá um framhald, um hvernig Evrópusambandið muni þróast og það er væntanlega líka einhver umræða sem við þurfum að taka. Ætlum við að fara inn í eitthvert samband sem við vitum ekkert hvert þróast og ekkert hvert fer,“ segir Gunnar Bragi.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skýrsluna gefa ágæta samantekt á stöðu mála, ekki hvað síst efnahagsmála innan sambandsins. Erfitt sé að sjá hvernig vinna ætti úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. „Það er mjög mikilvægt að sé hægt að vinna með þá niðurstöðu, sama hver hún verður. Og þegar í hlut eiga tveir flokkar sem báðir eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt yfir höfuð að vinna með þá niðurstöðu að það eigi að halda viðræðunum áfram,“ segir fjármálaráðherra. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið í engu breyta stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Skýrsla aðila vinnumarkaðrins um evrópumálin muni engu breyta enda pöntuð af stuðningsmönnum aðildar. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Hagfræðistofnunar á fundi sínum í morgun. Í fljótu bragði er ekki margt nýtt að finna í skýrslunni en utanríkisráðherra segir hana renna stoðum undir skoðun hans á sambandinu. Skýrsla Hagfræðistofnunar og umræður um hana á Alþingi á morgun eru annað skrefið af þremur sem ríkisstjórnin tiltók í stjórnarsáttmála varðandi framhald aðildarviðræðna. Þriðja skrefið væri jþoðaratkvæðagreiðsla. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að átta sig á hver framvindan hefði orðið í sjávarútvegsmálum í viðræðum við sambandið, þar sem viðræðum hafi verið hætt áður en samningsmarkmið íslands lágu fyrir. „Það er ekki beint við okkur að sakast í því. Evrópusambandið var náttúrlega ekki tilbúið til að opna þennan kafla. En það kemur líka fram í þessari skýrslu sem menn sjá þegar þeir kynna sér hana, að Hagfræðistofnun segir eða gerir ráð fyrir því að okkur hefði gengið illa, eða nánast verið ómögulegt að fá einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þannig að við erum í raun á sama stað og við vorum með það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ráðherra vill ekki fullyrða hvort þessi skýrsla auðveldi stjórnvöldum að slíta viðræðunum.Munið þið einnig horfa til þeirrar skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin? „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera. Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins,“ segir utanríkisráðherra. Skýrslan styrkji hann í andstöðu hans við aðild. „Þetta undirstrikar þá stefnu mína að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. En við vitum líka og það kemur þarna fram að það er mjög erfitt að spá um framhald, um hvernig Evrópusambandið muni þróast og það er væntanlega líka einhver umræða sem við þurfum að taka. Ætlum við að fara inn í eitthvert samband sem við vitum ekkert hvert þróast og ekkert hvert fer,“ segir Gunnar Bragi.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skýrsluna gefa ágæta samantekt á stöðu mála, ekki hvað síst efnahagsmála innan sambandsins. Erfitt sé að sjá hvernig vinna ætti úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. „Það er mjög mikilvægt að sé hægt að vinna með þá niðurstöðu, sama hver hún verður. Og þegar í hlut eiga tveir flokkar sem báðir eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt yfir höfuð að vinna með þá niðurstöðu að það eigi að halda viðræðunum áfram,“ segir fjármálaráðherra.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira