„Keflavíkurmódelið“ fyrirmynd í Austur-Evrópu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. júlí 2014 08:35 Victoria Nuland aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að reynslan af rekstri varnarsvæðisins í Keflavík eftir að herafli Bandaríkjanna hvarf á brott úr Keflavíkurstöðinni fyrir átta árum geti verið gott fordæmi fyrir aðildarríki NATO í Austur-Evrópu. „Þetta er ekki hefðbundið fyrirkomulag með fullmannaðri herstöð, heldur rekur Ísland aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og Bandaríkjamenn nýta hana tímabundið fyrir alls konar aðgerðir. Við þurfum að vinna líka með þessum hætti í Austur-Evrópu,“ segir Nuland í viðtali við Fréttablaðið í dag. Hún tekur dæmi af herstöðvum í Póllandi og Eistlandi, þar sem Bandaríkin hafa nýlega staðsett flugsveitir vegna átakanna í Úkraínu. Þær séu „reknar mjög í anda Keflavíkur-módelsins“. Nuland segir að Bandaríkin séu gegnheil í að vilja tryggja öryggi Íslands. „Það hefur ekkert breytzt og varnarsamningurinn frá 1951 stendur óhaggaður. Það sem hefur breytzt er hvernig við vinnum saman í öryggismálum. Ísland rekur varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli, en tekur mikinn og tíðan þátt í samstarfi við Bandaríkin; heræfingum, bæði tvíhliða og í samstarfi við önnur NATO-ríki, á landi, sjó og í lofti, við æfum hvernig hægt sé að nýta varnarsvæðið aftur með skömmum fyrirvara þótt þar sé enginn herafli staðsettur varanlega. Svona á öryggissamstarf að ganga fyrir sig á 21. öldinni og svona erum við að byrja að vinna með öðrum NATO-ríkjum. Ég held því þess vegna fram að þetta samstarf Bandaríkjanna og Íslands sé brautryðjendastarf.“Lengra viðtal við Nuland er í Fréttablaðinu í dag. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að reynslan af rekstri varnarsvæðisins í Keflavík eftir að herafli Bandaríkjanna hvarf á brott úr Keflavíkurstöðinni fyrir átta árum geti verið gott fordæmi fyrir aðildarríki NATO í Austur-Evrópu. „Þetta er ekki hefðbundið fyrirkomulag með fullmannaðri herstöð, heldur rekur Ísland aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og Bandaríkjamenn nýta hana tímabundið fyrir alls konar aðgerðir. Við þurfum að vinna líka með þessum hætti í Austur-Evrópu,“ segir Nuland í viðtali við Fréttablaðið í dag. Hún tekur dæmi af herstöðvum í Póllandi og Eistlandi, þar sem Bandaríkin hafa nýlega staðsett flugsveitir vegna átakanna í Úkraínu. Þær séu „reknar mjög í anda Keflavíkur-módelsins“. Nuland segir að Bandaríkin séu gegnheil í að vilja tryggja öryggi Íslands. „Það hefur ekkert breytzt og varnarsamningurinn frá 1951 stendur óhaggaður. Það sem hefur breytzt er hvernig við vinnum saman í öryggismálum. Ísland rekur varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli, en tekur mikinn og tíðan þátt í samstarfi við Bandaríkin; heræfingum, bæði tvíhliða og í samstarfi við önnur NATO-ríki, á landi, sjó og í lofti, við æfum hvernig hægt sé að nýta varnarsvæðið aftur með skömmum fyrirvara þótt þar sé enginn herafli staðsettur varanlega. Svona á öryggissamstarf að ganga fyrir sig á 21. öldinni og svona erum við að byrja að vinna með öðrum NATO-ríkjum. Ég held því þess vegna fram að þetta samstarf Bandaríkjanna og Íslands sé brautryðjendastarf.“Lengra viðtal við Nuland er í Fréttablaðinu í dag.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira