Afmæli sonarins merkilegast af öllu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2014 11:00 Fyrir allmörgum árum hélt ég að á þessum tímamótum væri orðið lítið eftir og allt komið á lygnan sjó en það er nú öðru nær,“ segir Kristian. Sigurbjörg Sæmundsdóttir „Þetta eru miklir umbrotatímar í lífi eins manns. Fyrir allmörgum árum hélt ég að á þessum tímamótum væri orðið lítið eftir og allt komið á lygnan sjó en það er nú öðru nær. Mér finnst ég varla hálfnaður,“ segir Kristian Guttesen ljóðskáld. Hann gaf út ljóðabók í gær og hélt með því upp á fertugsafmælið, nítján ára skáldaafmæli og mánaðarafmæli sonar síns. Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Kristian. Hann sá auglýsta stöðu við Menntaskólann á Egilsstöðum og þar hefur hann verið við kennslu í vetur. „Ég hef kennt grunnforritun, það er léttur tölvuleikjaáfangi sem mér þykir ekki síður skemmtilegur en nemendunum. Svo kenni ég ritun og siðfræði,“ segir Kristian sem trúlofaði sig í haust og flutti austur í byrjun vetrar en unnustan, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, flutti um áramótin. „Sigga á tvær dætur og saman eigum við soninn Tristan Gjúka sem fæddist í byrjun þessa mánaðar og er einmitt mánaðargamall í dag. Afmælið hans er kannski það merkilegasta af þessu öllu,“ lýsir Kristian og bætir við að úr fyrra hjónabandi eigi hann tvö börn og einn uppeldisson. Nafnið hans Kristians vekur spurningar um upprunann. „Ég er hálf-færeyskur, mamma er íslensk og pabbi færeyskur. Þau kynntust í Danmörku þar sem ég fæddist og ólst upp en nú búa þau á Akureyri og við brugðum okkur þangað í tilefni afmælisins.“ Í landi hinna ófleygu fugla heitir nýja bókin hans Kristians og það er hans áttunda frumsamda ljóðabók. Hann byrjaði um tvítugsaldurinn að birta sögur og ljóð í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndunum og verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Fyrir utan bókina sem kom út í gær hefur Kristian nýlega gefið út bók með enskum þýðingum á ljóðum sem hafa komið út eftir hann á árunum 2007 til 2014. Það tengist því að hann er að fara á fjögurra daga ljóðahátíð í borginni Trivandrum í Kerala á Suður-Indlandi og ætlar að gefa bækurnar á ferðum sínum. „Ég hef tvisvar áður farið út á ljóðahátíðir, til Makedóníu og El Salvador. Það er gaman að kynnast skáldum og áhugafólki og líka að skilja eitthvað eftir hjá því. Ég hef fengið gefins bækur á hátíðunum og ákvað að fara ekki tómhentur næst.“ En hver eru helstu yrkisefni skáldsins? „Ætli ég sé ekki að leita að sjálfum mér þegar ég yrki? Ljóðin mín fjalla um líf mitt og reynslu og það er einfalt að útskýra nýjustu bókina, hún geymir bara ástarljóð til hennar Siggu, unnustu minnar.“ Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Bókin er 105 blaðsíður og útgefandi er Bókaútgáfan Deus. Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995. Meðal bóka hans eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012.Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu útgáfunnar. Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta eru miklir umbrotatímar í lífi eins manns. Fyrir allmörgum árum hélt ég að á þessum tímamótum væri orðið lítið eftir og allt komið á lygnan sjó en það er nú öðru nær. Mér finnst ég varla hálfnaður,“ segir Kristian Guttesen ljóðskáld. Hann gaf út ljóðabók í gær og hélt með því upp á fertugsafmælið, nítján ára skáldaafmæli og mánaðarafmæli sonar síns. Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Kristian. Hann sá auglýsta stöðu við Menntaskólann á Egilsstöðum og þar hefur hann verið við kennslu í vetur. „Ég hef kennt grunnforritun, það er léttur tölvuleikjaáfangi sem mér þykir ekki síður skemmtilegur en nemendunum. Svo kenni ég ritun og siðfræði,“ segir Kristian sem trúlofaði sig í haust og flutti austur í byrjun vetrar en unnustan, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, flutti um áramótin. „Sigga á tvær dætur og saman eigum við soninn Tristan Gjúka sem fæddist í byrjun þessa mánaðar og er einmitt mánaðargamall í dag. Afmælið hans er kannski það merkilegasta af þessu öllu,“ lýsir Kristian og bætir við að úr fyrra hjónabandi eigi hann tvö börn og einn uppeldisson. Nafnið hans Kristians vekur spurningar um upprunann. „Ég er hálf-færeyskur, mamma er íslensk og pabbi færeyskur. Þau kynntust í Danmörku þar sem ég fæddist og ólst upp en nú búa þau á Akureyri og við brugðum okkur þangað í tilefni afmælisins.“ Í landi hinna ófleygu fugla heitir nýja bókin hans Kristians og það er hans áttunda frumsamda ljóðabók. Hann byrjaði um tvítugsaldurinn að birta sögur og ljóð í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndunum og verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Fyrir utan bókina sem kom út í gær hefur Kristian nýlega gefið út bók með enskum þýðingum á ljóðum sem hafa komið út eftir hann á árunum 2007 til 2014. Það tengist því að hann er að fara á fjögurra daga ljóðahátíð í borginni Trivandrum í Kerala á Suður-Indlandi og ætlar að gefa bækurnar á ferðum sínum. „Ég hef tvisvar áður farið út á ljóðahátíðir, til Makedóníu og El Salvador. Það er gaman að kynnast skáldum og áhugafólki og líka að skilja eitthvað eftir hjá því. Ég hef fengið gefins bækur á hátíðunum og ákvað að fara ekki tómhentur næst.“ En hver eru helstu yrkisefni skáldsins? „Ætli ég sé ekki að leita að sjálfum mér þegar ég yrki? Ljóðin mín fjalla um líf mitt og reynslu og það er einfalt að útskýra nýjustu bókina, hún geymir bara ástarljóð til hennar Siggu, unnustu minnar.“ Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Bókin er 105 blaðsíður og útgefandi er Bókaútgáfan Deus. Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995. Meðal bóka hans eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012.Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu útgáfunnar.
Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira