Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku Heimir Már Pétusson skrifar 17. desember 2014 19:39 Eigendur húsnæðis veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti féllu frá útburðarkröfur á veitingamanninn í hérðasdómi í dag, eftir að hafa yfirtekið húsið í gær og meinað veitingamanninum aðgöngu að staðnum. Rekstur Caruso er hins vegar lamaður vegna yfirtökunnar. Skyndilegur endi var bundinn á veitingarekstur Caruso í þessu húsi í gær þegar eigendur húseignarinnar komu og skiptu um skrár á öllum hurðum og skelltu í lás. Málið snýst um deilu húseigenda og veitingamannsins um leigusamning á húsnæðinu. José Garcia hefur rekið veitingastaðin Caruso í húsnæðinu í fimmtán ár. Húseigandinn vill hækka leiguna sem nú er 1,5 milljónir á mánuði í 3,5 milljónir. Veitingamaðurinn José Gacia var búinn að greiða leiguna út desember þótt leigusamningurinn hafi formlega runnið út í fyrradag. „Þetta var nefnilega í samningaviðræðum og það var síðasta tillaga sem kom frá honum akkúrat á mánudaginn að hækka leiguna um ákveðna upphæð, eða um 70 til 80 prósent, eða fara út 28. febrúar,“ segir José. Fjórir menn á vegum feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsið komu hins vegar snemma í gærmorgun og eftir að ræstingarkona hleypti þeim inn skiptu mennirnir um lása og hafa ekki hleypt José og starfsfólki hans inn síðan. Jósé segist eiga mikil verðmæti inni á staðnum. „Sem hann situr inn með og hann þykist ætla að opna Caruso sjálfur. Hann er búinn að hringja í starfsfólk okkar, því hann er með allt inni í húsinu, meðal annars bók með símanúmerum starfsfólksins, og er að bjóða starfsfólkinu vinnu,“ segir José. Lögmaður feðganna dró útburðarbeiðni á José til baka í héraðsdómi í morgun enda búinn að yfirtaka húsið og eignir José með fjandsamlegum hætti. José hefur kært aðgerðina og hefur áhyggjur af fimmtíu starfsmönnum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er eins og við séum í ég veit ekki hvaða landi. Ég held það land sé ekki til í Evrópu sem menn geta hagað sér svona,“ segir José. Eitt af því sem húseigandinn hefur gert er að reisa vegg í porti á bakvið veitingastaðinn til að koma í veg fyrir að José komist þaðan bakdyramegin inn í húsið. Í yfirlýsingu frá Steinbergi Finnbogasyni lögmanni húseigendanna segir meðal annars: „Þessum aðgerðum er ætlað að setja punkt fyrir aftan margra ára deilur leigutakans og skjólstæðinga minna. Þeir telja sig vera í fullum rétti þar sem leigusamningurinn er í fyrsta lagi útrunninn og í öðru lagi eru vanefndir leigutakans á greiðslum umtalsverðar. Samningur aðilanna felur í sér að lausir munir, s.s. húsgögn, borðbúnaður og verðmæti á borð við ýmis aðföng sé eign leigusalans enda húsnæðið í upphafi leigt með öllum nauðsynlegum búnaði til veitingareksturs.“ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Eigendur húsnæðis veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti féllu frá útburðarkröfur á veitingamanninn í hérðasdómi í dag, eftir að hafa yfirtekið húsið í gær og meinað veitingamanninum aðgöngu að staðnum. Rekstur Caruso er hins vegar lamaður vegna yfirtökunnar. Skyndilegur endi var bundinn á veitingarekstur Caruso í þessu húsi í gær þegar eigendur húseignarinnar komu og skiptu um skrár á öllum hurðum og skelltu í lás. Málið snýst um deilu húseigenda og veitingamannsins um leigusamning á húsnæðinu. José Garcia hefur rekið veitingastaðin Caruso í húsnæðinu í fimmtán ár. Húseigandinn vill hækka leiguna sem nú er 1,5 milljónir á mánuði í 3,5 milljónir. Veitingamaðurinn José Gacia var búinn að greiða leiguna út desember þótt leigusamningurinn hafi formlega runnið út í fyrradag. „Þetta var nefnilega í samningaviðræðum og það var síðasta tillaga sem kom frá honum akkúrat á mánudaginn að hækka leiguna um ákveðna upphæð, eða um 70 til 80 prósent, eða fara út 28. febrúar,“ segir José. Fjórir menn á vegum feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsið komu hins vegar snemma í gærmorgun og eftir að ræstingarkona hleypti þeim inn skiptu mennirnir um lása og hafa ekki hleypt José og starfsfólki hans inn síðan. Jósé segist eiga mikil verðmæti inni á staðnum. „Sem hann situr inn með og hann þykist ætla að opna Caruso sjálfur. Hann er búinn að hringja í starfsfólk okkar, því hann er með allt inni í húsinu, meðal annars bók með símanúmerum starfsfólksins, og er að bjóða starfsfólkinu vinnu,“ segir José. Lögmaður feðganna dró útburðarbeiðni á José til baka í héraðsdómi í morgun enda búinn að yfirtaka húsið og eignir José með fjandsamlegum hætti. José hefur kært aðgerðina og hefur áhyggjur af fimmtíu starfsmönnum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er eins og við séum í ég veit ekki hvaða landi. Ég held það land sé ekki til í Evrópu sem menn geta hagað sér svona,“ segir José. Eitt af því sem húseigandinn hefur gert er að reisa vegg í porti á bakvið veitingastaðinn til að koma í veg fyrir að José komist þaðan bakdyramegin inn í húsið. Í yfirlýsingu frá Steinbergi Finnbogasyni lögmanni húseigendanna segir meðal annars: „Þessum aðgerðum er ætlað að setja punkt fyrir aftan margra ára deilur leigutakans og skjólstæðinga minna. Þeir telja sig vera í fullum rétti þar sem leigusamningurinn er í fyrsta lagi útrunninn og í öðru lagi eru vanefndir leigutakans á greiðslum umtalsverðar. Samningur aðilanna felur í sér að lausir munir, s.s. húsgögn, borðbúnaður og verðmæti á borð við ýmis aðföng sé eign leigusalans enda húsnæðið í upphafi leigt með öllum nauðsynlegum búnaði til veitingareksturs.“
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira